Dylgjudraugurinn Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar 2. desember 2016 11:37 Blaðamennska Morgunblaðsins náði nýjum lægðum á miðvikudaginn (30. nóvember) með birtingu fréttar um ákæru embættis ríkissaksóknara á hendur fyrrverandi lögreglumanni og starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar. Blaðinu tekst á afar langsóttan og lágkúrulegan hátt að tengja mann minn Ólaf Ólafsson við þetta mál. Eftir því sem ég get lesið úr fréttinni, sem skrifuð er af Þorsteini Ásgrímssyni nýjum aðstoðarfréttastjóra mbl.is, snýst málið um að starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar hafi reynt að fá skýrslu um Kaupþing banka, sem var trúnaðarmál, afhenta gegn greiðslu. Þorsteinn upplýsir að eigendur Öryggismiðstöðvarinnar séu helstu stjórnendur félagsins með 40% og að 60% séu í eigu Hjörleifs Jakobssonar. Síðan eyðir Þorsteinn töluverðu púðri í að tengja þá Ólaf og Hjörleif viðskiptaböndum og dregur upp tengsl Ólafs við Kaupþing og Al Thani málið. Niðurstöðuna lætur hann lesendum eftir að finna út úr og er nokkuð augljóst að hún á að vera sú að Ólafur hljóti að vera á bak við verknaðinn. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið í dag þá kemur fram í vitnaskýrslum, sem teknar voru af einstaklingum er tengjast málinu, að sá sem reyndi að kaupa þessi gögn er breskur kaupsýslumaður sem hefur engin tengsl við Ólaf. Þá hefur Ólafur engin tengsl við Öryggismiðstöðina og er ekki aðili að þessu sakamáli, hvorki sem vitni né sakborningur. Ef áhugi var fyrir hendi þá hefði Þorsteinn getað leitað upplýsinga um þetta einfaldlega með því að tala við hlutaðeigandi aðila. En sá áhugi var greinilega ekki fyrir hendi hjá blaðamanni, því þar með hefði tilgangurinn, sem var að bendla Ólaf við málið, verið fyrir bí. Aðferðafræði blaðamannsins er vel þekkt. Hann gætir þess að segja aldrei með berum orðum að Ólafur Ólafsson standi á bak við málið. Hann gætir þess að allt sem hann skrifar er varðar Ólaf sé fræðilega rétt. Hins vegar er alveg ljóst hvaða skilning hann vill að lesandinn leggi í samsuðuna. Þetta kallast dylgjur sem ég taldi að Morgunblaðið viðhefði ekki í sínum fréttaflutningi. Svar ritstjóra blaðsins vegna innsendrar athugasemdar við fréttina, er að blaðið „standi við fréttina“. Standi við hvað? Dylgjurnar, aðdróttanirnar og slúðrið? Svona blaðamennska dæmir sig sjálf og sýnir hversu lágt blaðamaður og ritstjóri eru tilbúnir að leggjast í þeim tilgangi að leggja stein í götu manna sem sitja varnarlausir undir ávirðingunum. Mikil er þeirra skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Blaðamennska Morgunblaðsins náði nýjum lægðum á miðvikudaginn (30. nóvember) með birtingu fréttar um ákæru embættis ríkissaksóknara á hendur fyrrverandi lögreglumanni og starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar. Blaðinu tekst á afar langsóttan og lágkúrulegan hátt að tengja mann minn Ólaf Ólafsson við þetta mál. Eftir því sem ég get lesið úr fréttinni, sem skrifuð er af Þorsteini Ásgrímssyni nýjum aðstoðarfréttastjóra mbl.is, snýst málið um að starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar hafi reynt að fá skýrslu um Kaupþing banka, sem var trúnaðarmál, afhenta gegn greiðslu. Þorsteinn upplýsir að eigendur Öryggismiðstöðvarinnar séu helstu stjórnendur félagsins með 40% og að 60% séu í eigu Hjörleifs Jakobssonar. Síðan eyðir Þorsteinn töluverðu púðri í að tengja þá Ólaf og Hjörleif viðskiptaböndum og dregur upp tengsl Ólafs við Kaupþing og Al Thani málið. Niðurstöðuna lætur hann lesendum eftir að finna út úr og er nokkuð augljóst að hún á að vera sú að Ólafur hljóti að vera á bak við verknaðinn. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið í dag þá kemur fram í vitnaskýrslum, sem teknar voru af einstaklingum er tengjast málinu, að sá sem reyndi að kaupa þessi gögn er breskur kaupsýslumaður sem hefur engin tengsl við Ólaf. Þá hefur Ólafur engin tengsl við Öryggismiðstöðina og er ekki aðili að þessu sakamáli, hvorki sem vitni né sakborningur. Ef áhugi var fyrir hendi þá hefði Þorsteinn getað leitað upplýsinga um þetta einfaldlega með því að tala við hlutaðeigandi aðila. En sá áhugi var greinilega ekki fyrir hendi hjá blaðamanni, því þar með hefði tilgangurinn, sem var að bendla Ólaf við málið, verið fyrir bí. Aðferðafræði blaðamannsins er vel þekkt. Hann gætir þess að segja aldrei með berum orðum að Ólafur Ólafsson standi á bak við málið. Hann gætir þess að allt sem hann skrifar er varðar Ólaf sé fræðilega rétt. Hins vegar er alveg ljóst hvaða skilning hann vill að lesandinn leggi í samsuðuna. Þetta kallast dylgjur sem ég taldi að Morgunblaðið viðhefði ekki í sínum fréttaflutningi. Svar ritstjóra blaðsins vegna innsendrar athugasemdar við fréttina, er að blaðið „standi við fréttina“. Standi við hvað? Dylgjurnar, aðdróttanirnar og slúðrið? Svona blaðamennska dæmir sig sjálf og sýnir hversu lágt blaðamaður og ritstjóri eru tilbúnir að leggjast í þeim tilgangi að leggja stein í götu manna sem sitja varnarlausir undir ávirðingunum. Mikil er þeirra skömm.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar