Eigum meira en við skuldum í útlöndum í fyrsta sinn frá því mælingar hófust Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2016 18:45 Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“ Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira
Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira