Eigum meira en við skuldum í útlöndum í fyrsta sinn frá því mælingar hófust Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2016 18:45 Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“ Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust eiga Íslendingar meira en þeir skulda í útlöndum. Hrein staða þjóðarbúsins við útlönd var jákvæð um sextíu milljarða króna í lok síðasta ársfjórðungs í fyrsta sinn. Seðlabankinn birti í dag nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 100,4 milljarða króna og er þetta mesti afgangur af viðskiptajöfnuði frá upphafi mælinga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 milljarða á einum fjórðungi. Að miklu leyti vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.040 milljörðum í lok fjórðungsins en skuldir 3.980 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 milljarða króna. Erlend staða er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust eftir síðari heimsstyrjöld. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þetta séu söguleg umskipti. „Það er svona ágiskun að kannski hafi Ísland átt meiri eignir í útlöndum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en við getum ekki staðfest það. Ef það er ekki svo þurfum við kannski að fara aftur til þjóðveldisaldar. En þetta eru eitthvað sem við höfum ekki upplifað í okkar tíð, sem nú erum lifandi,“ segir Már. Staðan sem er jákvæð um tæplega 3 prósent af landsframleiðslu var neikvæð um 130 prósent af landsframleiðslu í byrjun árs 2009. „Sum lönd í heiminum eru skuldarar en önnur eru lánardrottnar. Núna er við kominn í þann hóp. Lönd eins og Sviss, Noregur og Svíþjóð. Auðvitað eru þau með miklu meiri eignir en við í útlöndum en við eru samt þeim megin og það hefur áhrif á ásýnd landsins,“ segir Már. Seðlabankastjóri segir að þetta muni fyrst um sinn ekki hafa teljandi áhrif á efnahagslífið en í fyllingu tímans geti þetta leitt til þess að raunvaxtastig á Íslandi færist nær því sem þekkist í öðrum löndum. „Það að við séum ekki hreinir skuldarar mun breyta ásýnd landsins og hafa áhrif á lánshæfismatið, það mun batna. Aðgangur að erlendum lánamörkuðum líka. Yfir tíma munu raunvextir með tíma færast nær því sem telst eðlilegt í okkar viðskiptalöndum.“
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent