Að viðurkenna ekki foreldrafirringu er afneitun réttlætis François Scheefer skrifar 11. mars 2016 07:00 Foreldrafirring er mjög alvarlegt fyrirbæri þar sem unglingar og eða börn eru með skipulögðum hætti heilaþvegin með mannskemmandi umtali, lygum og hreinum rógburði um hitt foreldrið og aðstandendur þess, svo að varnarlaust ungviðið fer smám saman að hafna öllu og öllum og jafnvel hata, algerlega að ósekju, það foreldri sem haldið er úti í kuldanum svo og alla tilheyrendur þess foreldris, án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þannig, með lotulausum lygum og rógburði, nær foreldrið tangarhaldi á varnarlausu ungviðinu, sem þar með verður fyrir mjög svo alvarlegum tilfinningalegum og sálrænum skaða, ofbeldi sem getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir alla framtíð ungviðisins, sálrænar sem geðrænar, ekki síður en kynferðisbrot. Jafnvel þótt nákvæm skilgreining á heilkenni foreldrafirringar sé enn ekki prentuð orðrétt í læknisfræðilegri handbókargreiningu og í tölfræði varðandi geðraskanir, þá eru mörg lönd og dómstólar fullkomlega samþykk hugtakinu vegna þess að þessi læknisfræðilega handbók viðurkennir greinilega hugmyndafræðina um andlegt ofbeldi á barni frá foreldri eða frá nánum fjölskyldumeðlimi. Svo fleiri og fleiri lönd, þar á meðal Evrópski mannréttindadómstóllinn, fordæma greinilega foreldrafirringu. Til dæmis, í Frakklandi, í september 2015, foreldri sem hegðaði sér þannig, var dæmt í fimm mánaða fangelsi og eftirlit, einnig til meðferðar geðlæknis?… Í ágúst 2010, staðfesti forseti Brasilíu ný lög gegn foreldrafirringu. Þessi lög eiga að dæma foreldra sem brjóta umgengnisrétt og samskiptarétt, baktala eða tala illa um foreldra og heilaþvo börn. En á Íslandi er jafnvel brot á umgengnisrétti ekki einu sinni talið vera glæpur…! Jafnvel stöðumælabrot er litið alvarlegri augum en umgengnisbrot! Foreldrafirring á Íslandi er eitthvað sem yfirvöld loka augunum fyrir. Málið er tabú?…!Úrelt barnalög Barnalög, sem taka ekkert tillit til velferðar og hagsmuna barns ef um deilur eða hatursfullan skilnað foreldra er að ræða (án þess að fara út í það augljósa, mismuninn á jafnrétti móður og föður), eru algerlega úrelt. Barnalög taka ekki mið af því hversu börn geta verið mikið niðurbrotin eftir að hafa verið heilaþvegin, kúguð og þvinguð til þess að ljúga vegna spillts og ills innrætis foreldris. Þegar íslensk yfirvöld veita blindandi spilltu foreldri forræði yfir barni þá verða þau sjálfkrafa vitorðsmenn spillta foreldrisins vegna þess að þau láta forræðisforeldrið fá öll yfirráðin og þar af leiðandi getur foreldrið stjórnað barninu algjörlega, jafnvel til að slíta sambandinu við hitt foreldrið og alla fjölskyldu þess. Þar af leiðandi loka þau vísvitandi augum fyrir því að þau brjóta grundvallarrétt á fjölskyldu (8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu). Ellefta árið í röð, þann 25. apríl, verður haldinn alþjóðlegi dagurinn gegn foreldrafirringu, tækifæri fjölmargra með mótmælum og atburðum til að auka vitund og miðla um þessa plágu. Og hvað er í gangi um foreldrafirringu á Íslandi í dag? Hvað verður gert á Íslandi þann 25. apríl fyrir alþjóðlega daginn gegn foreldrafirringu? Er Ísland ekki hluti af alheiminum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Foreldrafirring er mjög alvarlegt fyrirbæri þar sem unglingar og eða börn eru með skipulögðum hætti heilaþvegin með mannskemmandi umtali, lygum og hreinum rógburði um hitt foreldrið og aðstandendur þess, svo að varnarlaust ungviðið fer smám saman að hafna öllu og öllum og jafnvel hata, algerlega að ósekju, það foreldri sem haldið er úti í kuldanum svo og alla tilheyrendur þess foreldris, án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Þannig, með lotulausum lygum og rógburði, nær foreldrið tangarhaldi á varnarlausu ungviðinu, sem þar með verður fyrir mjög svo alvarlegum tilfinningalegum og sálrænum skaða, ofbeldi sem getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir alla framtíð ungviðisins, sálrænar sem geðrænar, ekki síður en kynferðisbrot. Jafnvel þótt nákvæm skilgreining á heilkenni foreldrafirringar sé enn ekki prentuð orðrétt í læknisfræðilegri handbókargreiningu og í tölfræði varðandi geðraskanir, þá eru mörg lönd og dómstólar fullkomlega samþykk hugtakinu vegna þess að þessi læknisfræðilega handbók viðurkennir greinilega hugmyndafræðina um andlegt ofbeldi á barni frá foreldri eða frá nánum fjölskyldumeðlimi. Svo fleiri og fleiri lönd, þar á meðal Evrópski mannréttindadómstóllinn, fordæma greinilega foreldrafirringu. Til dæmis, í Frakklandi, í september 2015, foreldri sem hegðaði sér þannig, var dæmt í fimm mánaða fangelsi og eftirlit, einnig til meðferðar geðlæknis?… Í ágúst 2010, staðfesti forseti Brasilíu ný lög gegn foreldrafirringu. Þessi lög eiga að dæma foreldra sem brjóta umgengnisrétt og samskiptarétt, baktala eða tala illa um foreldra og heilaþvo börn. En á Íslandi er jafnvel brot á umgengnisrétti ekki einu sinni talið vera glæpur…! Jafnvel stöðumælabrot er litið alvarlegri augum en umgengnisbrot! Foreldrafirring á Íslandi er eitthvað sem yfirvöld loka augunum fyrir. Málið er tabú?…!Úrelt barnalög Barnalög, sem taka ekkert tillit til velferðar og hagsmuna barns ef um deilur eða hatursfullan skilnað foreldra er að ræða (án þess að fara út í það augljósa, mismuninn á jafnrétti móður og föður), eru algerlega úrelt. Barnalög taka ekki mið af því hversu börn geta verið mikið niðurbrotin eftir að hafa verið heilaþvegin, kúguð og þvinguð til þess að ljúga vegna spillts og ills innrætis foreldris. Þegar íslensk yfirvöld veita blindandi spilltu foreldri forræði yfir barni þá verða þau sjálfkrafa vitorðsmenn spillta foreldrisins vegna þess að þau láta forræðisforeldrið fá öll yfirráðin og þar af leiðandi getur foreldrið stjórnað barninu algjörlega, jafnvel til að slíta sambandinu við hitt foreldrið og alla fjölskyldu þess. Þar af leiðandi loka þau vísvitandi augum fyrir því að þau brjóta grundvallarrétt á fjölskyldu (8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu). Ellefta árið í röð, þann 25. apríl, verður haldinn alþjóðlegi dagurinn gegn foreldrafirringu, tækifæri fjölmargra með mótmælum og atburðum til að auka vitund og miðla um þessa plágu. Og hvað er í gangi um foreldrafirringu á Íslandi í dag? Hvað verður gert á Íslandi þann 25. apríl fyrir alþjóðlega daginn gegn foreldrafirringu? Er Ísland ekki hluti af alheiminum?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar