Yfir eitt þúsund lentu í umferðarslysum 2015 Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2016 07:00 Sextán manns létust í umferðarslysum í fyrra á móti fjórum árið 2014. Fjöldi alvarlegra slasaðra var 178 í fyrra á móti 177 árið 2014. Lítið slösuðum fjölgar umtalsvert á milli ára eða úr 991 í 1.130 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra er 24 prósentum yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni á hámarksfjöldinn að vera 156. Í fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir neinu fé til forvarna og fræðslu í umferðaröryggismálum.„Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum.“ Vilhjálmur Árnason alþingismaðurVilhjálmur Árnason alþingismaður, sem á sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, segir þetta hafa dottið út án skýringa. Vilhjálmur segir upphæðina vegna umferðaröryggisáætlunar hafa losað um 100 milljónir króna á ári. Þeim hefur verið skipt til ýmissa verkefna af ráðstöfunarfé Vegagerðarinnar, þar á meðal til Samgöngustofu. „Það var búið að ákveða að setja þetta sér á fjárlög en af því varð ekki. Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum,“ segir Vilhjálmur. Samgöngustofa hefur frá 2005 fengið 40 til 50 milljónir króna á ári til forvarna og fræðslu nema í fyrra þegar upphæðin var 20 milljónir. „Nú hyggst Samgöngustofa taka 15 til 20 milljónir króna af rekstrarfé til verkefnisins,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum Samgöngustofu. Vilhjálmur hefur harðlega gagnrýnt ástandið í umferðaröryggismálum. „Þegar bátur sekkur og einn ferst er allt gert til að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þetta eru frábær viðbrögð sem við eigum að heimfæra á umferðina. Fyrir utan samfélagslegan missi verður ríkissjóður af 50 milljörðum á ári í beinan og óbeinan kostnað vegna umferðarslysa. Á hverju ári verða 15 þúsund manns fyrir beinum áhrifum þegar nákominn ættingi lendir í umferðarslysi. Þessu þarf að gefa meiri gaum. Okkur á ekki að vera sama.“ Af þeim sem létust í umferðinni í fyrra voru þrír í Reykjavík en þrettán utan þéttbýlis. Tólf voru í fólksbifreið, einn á bifhjóli, einn á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Sextán manns létust í umferðarslysum í fyrra á móti fjórum árið 2014. Fjöldi alvarlegra slasaðra var 178 í fyrra á móti 177 árið 2014. Lítið slösuðum fjölgar umtalsvert á milli ára eða úr 991 í 1.130 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra er 24 prósentum yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni á hámarksfjöldinn að vera 156. Í fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir neinu fé til forvarna og fræðslu í umferðaröryggismálum.„Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum.“ Vilhjálmur Árnason alþingismaðurVilhjálmur Árnason alþingismaður, sem á sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, segir þetta hafa dottið út án skýringa. Vilhjálmur segir upphæðina vegna umferðaröryggisáætlunar hafa losað um 100 milljónir króna á ári. Þeim hefur verið skipt til ýmissa verkefna af ráðstöfunarfé Vegagerðarinnar, þar á meðal til Samgöngustofu. „Það var búið að ákveða að setja þetta sér á fjárlög en af því varð ekki. Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum,“ segir Vilhjálmur. Samgöngustofa hefur frá 2005 fengið 40 til 50 milljónir króna á ári til forvarna og fræðslu nema í fyrra þegar upphæðin var 20 milljónir. „Nú hyggst Samgöngustofa taka 15 til 20 milljónir króna af rekstrarfé til verkefnisins,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum Samgöngustofu. Vilhjálmur hefur harðlega gagnrýnt ástandið í umferðaröryggismálum. „Þegar bátur sekkur og einn ferst er allt gert til að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þetta eru frábær viðbrögð sem við eigum að heimfæra á umferðina. Fyrir utan samfélagslegan missi verður ríkissjóður af 50 milljörðum á ári í beinan og óbeinan kostnað vegna umferðarslysa. Á hverju ári verða 15 þúsund manns fyrir beinum áhrifum þegar nákominn ættingi lendir í umferðarslysi. Þessu þarf að gefa meiri gaum. Okkur á ekki að vera sama.“ Af þeim sem létust í umferðinni í fyrra voru þrír í Reykjavík en þrettán utan þéttbýlis. Tólf voru í fólksbifreið, einn á bifhjóli, einn á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira