Vaxandi jafnréttisvitund í Versló Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. mars 2016 21:00 Sylvía talaði um feminisma í Versló fyrir fullum sal. Vísir „Við viljum breyta þeirri staðalímynd sem hefur verið föst við okkur,“ segir Sylvía Hall, formaður Feministafélags Verslunarskóla Íslands. „Þessari feðraveldisímynd sem átti alveg rétt á sér. Það er mikil strákamenning í þessum skóla út á við, svo kölluð "sjomla"-menning. Ég held að okkur hafi tekist ágætlega hingað til að laga það“. Sylvía endurvakti feministafélagið sem hafði legið í dvala til fjölda ára og fengið fjölda nemenda til liðs við sig, bæði stráka og stelpur. Í dag hélt hún erindi á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks er haldin var í húsnæði Menntasviðs Háskóla Íslands fyrir fullu húsi.Var „anti“-feministiÁ yngri árum skilgreindi Sylvía sig sem „anti-feminista“ en hún varð fyrir vitundarvakningu þegar hún gerði tilraun til þess að koma sér á framfæri í Gettu Betur lið skólans. „Ég upplifði mig sem út undan. Það voru þrír strákar í liðinu og þrír strákaþjálfarar. Eitt sinn keppti ég á móti fimm manna liði sem voru bara strákar í. Ég þótti dálítið undantekningardæmi sem á ekkert að vera. Stelpur eru almennt að skara fram úr í akademískum greinum þannig að það var mjög skrítið að það skyldi halla á þarna. Ég held að það sé ekki vegna þess að þær vilji ekki vera með eða að þær séu vitlausar, heldur var þetta vettvangur sem strákar hafa eignað sér". Sylvía segir kynjakvótann sem svo hafi verið settur á keppnina hafa skilað sér, bæði í skemmtanagildi og til þess að sýna að stelpurnar séu ekkert síðri en strákarnir.Allsráðandi „sjomla“-menning Sylvía vakti upp mikla umræðu innan skólans þegar hún gagnrýndi einn stærsta menningarviðburð innan hús. Það voru þættirnir 12:00 sem frumsýndir eru í matsalnum með athöfn tvisvar á önn. Sylvía skoðaði þættina út frá Bechdel-prófinu sem hefur verið notað af feministum til þess að sýna fram á ójafnvægi kynjahlutvalla innan kvikmynda. Það er mjög einfalt próf. Til þess að standast það þarf myndin einungis að hafa, tvær kvenpersónur, sem tala saman um eitthvað annað en karlmenn. Það er skemmst frá því að segja enginn þeirra þátta sem framleiddir höfðu verið fram að því, stóðst prófið. „Mér fannst það undirstrika vandann hvað þeim þótti þetta mikið mál að tvær stelpur skyldu taka þátt og tala um eitthvað annað en stráka. Þessir þættir eiga að endurspegla nemendafélagið okkar og menninguna, samt fannst þeim sem voru í nefndinni það ofviða“. Sylvía bendir á að slíkt sé undarlegt í ljósi þess að 60% meðlima í nemendafélagsins séu stelpur. Að lokum segir hún að í dag sé þetta að færast í rétta átt. „Nefndin virðist vera orðin aðeins meðvitaðri um þetta. Stelpur taka núna þátt en eru þó ekki í nefndinni. Við þurfum að fá stelpur beint þangað til þess að hafa bein áhrif. Ekki bara að fá að vera með“. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
„Við viljum breyta þeirri staðalímynd sem hefur verið föst við okkur,“ segir Sylvía Hall, formaður Feministafélags Verslunarskóla Íslands. „Þessari feðraveldisímynd sem átti alveg rétt á sér. Það er mikil strákamenning í þessum skóla út á við, svo kölluð "sjomla"-menning. Ég held að okkur hafi tekist ágætlega hingað til að laga það“. Sylvía endurvakti feministafélagið sem hafði legið í dvala til fjölda ára og fengið fjölda nemenda til liðs við sig, bæði stráka og stelpur. Í dag hélt hún erindi á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks er haldin var í húsnæði Menntasviðs Háskóla Íslands fyrir fullu húsi.Var „anti“-feministiÁ yngri árum skilgreindi Sylvía sig sem „anti-feminista“ en hún varð fyrir vitundarvakningu þegar hún gerði tilraun til þess að koma sér á framfæri í Gettu Betur lið skólans. „Ég upplifði mig sem út undan. Það voru þrír strákar í liðinu og þrír strákaþjálfarar. Eitt sinn keppti ég á móti fimm manna liði sem voru bara strákar í. Ég þótti dálítið undantekningardæmi sem á ekkert að vera. Stelpur eru almennt að skara fram úr í akademískum greinum þannig að það var mjög skrítið að það skyldi halla á þarna. Ég held að það sé ekki vegna þess að þær vilji ekki vera með eða að þær séu vitlausar, heldur var þetta vettvangur sem strákar hafa eignað sér". Sylvía segir kynjakvótann sem svo hafi verið settur á keppnina hafa skilað sér, bæði í skemmtanagildi og til þess að sýna að stelpurnar séu ekkert síðri en strákarnir.Allsráðandi „sjomla“-menning Sylvía vakti upp mikla umræðu innan skólans þegar hún gagnrýndi einn stærsta menningarviðburð innan hús. Það voru þættirnir 12:00 sem frumsýndir eru í matsalnum með athöfn tvisvar á önn. Sylvía skoðaði þættina út frá Bechdel-prófinu sem hefur verið notað af feministum til þess að sýna fram á ójafnvægi kynjahlutvalla innan kvikmynda. Það er mjög einfalt próf. Til þess að standast það þarf myndin einungis að hafa, tvær kvenpersónur, sem tala saman um eitthvað annað en karlmenn. Það er skemmst frá því að segja enginn þeirra þátta sem framleiddir höfðu verið fram að því, stóðst prófið. „Mér fannst það undirstrika vandann hvað þeim þótti þetta mikið mál að tvær stelpur skyldu taka þátt og tala um eitthvað annað en stráka. Þessir þættir eiga að endurspegla nemendafélagið okkar og menninguna, samt fannst þeim sem voru í nefndinni það ofviða“. Sylvía bendir á að slíkt sé undarlegt í ljósi þess að 60% meðlima í nemendafélagsins séu stelpur. Að lokum segir hún að í dag sé þetta að færast í rétta átt. „Nefndin virðist vera orðin aðeins meðvitaðri um þetta. Stelpur taka núna þátt en eru þó ekki í nefndinni. Við þurfum að fá stelpur beint þangað til þess að hafa bein áhrif. Ekki bara að fá að vera með“.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira