Ísland á að leitast við að uppfylla reglur sem gilda um alþjóðleg mót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2016 22:20 Héðinn Steingrímsson vísir/vilhelm „Ég tel að Ísland, sem er land sem býr yfir mikilli skákhefð og hefur verið í fremstu röð skáklistarinnar árum saman, eigi að leitast við að uppfylla þær reglur sem gilda um alþjóðleg skákmót,“ segir stórmeistarinn og núverandi Íslandsmeistari Héðinn Steingrímsson í yfirlýsingu sem hann hefur sent fréttastofu. Fyrr í dag var sagt frá því að Héðinn tæki ekki þátt á Opna Reykjavíkurmótinu í skák þar sem hann er ósáttur með breidd borðanna sem eru brúkuð. Héðinn hefur gert athugasemd við borðin en ekki hefur verið bætt úr annmörkum þeim sem hann sér. Í yfirlýsingunni segir Héðinn að það sé rangt að hann hafi afboðað sig. Hið rétta sé að hann hafi aldrei verið skráður. „Ég kaus að koma ekki til mótsins en ég er búsettur um þessar mundir í Houston þar sem ég tefli alla daga og kenni einnig efnilegum skákmönnum. Þó ég taki ekki þátt í þessu ákveðna móti þá er ég síður en svo hættur að keppa í skák. Ég mun halda áfram að tefla á Íslandi og fyrir Íslands hönd eins og ég hef gert alla mína ævi.“ Héðinn segir að hann hafi lagt til að efstu tuttugu borðin yrðu í réttri stærð þar sem að þau sem boðið er upp á núna uppfylli ekki reglur Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Innan Skáksambandsins er að finna marga öfluga og efnilega skákmenn sem vilja komast í fremstu röð í skákheiminum. Á þeirri vegferð er þátttaka í skákmótum mikilvæg en það skiptir ekki síður máli að á þeim mótum sé farið að lögum Alþjóðaskáksambandsins (FIDE).“ „Skákin er ekki aðeins lifibrauð mitt heldur ástríða mín. Ég kenni nemendum mínum að þeir eigi aldrei að slá af kröfum til þeirra sjálfra né umhverfisins sem þeir keppa í. Ósk mín er að skáksamfélagið á Íslandi slái ekki heldur af kröfum á þeim stórmótum sem fram fara á Íslandi heldur fari eftir þeim reglum sem um slík mót gilda. Þannig stöndum við best vörð um þá miklu skákarfleifð sem þjóðin státar af. Ég vona að með þessu séu leiðréttar þær rangfærslur sem fram hafa komið og vil ég nota tækifærið og óska þeim skákmönnum sem taka þátt í Reykjavíkurmótinu um helgina góðs gengis,“ segir Héðinn í yfirlýsingunni. Fimmtu umferð Reykjavíkurmótsins lauk í Hörpu í kvöld. Fimm skákmenn frá jafnmörgum löndum leiða mótið. Það eru Ivan Cheparinov (2684), Gawain Jones (2645), Abhijeet Gupta (2634), Sergei Movesian (2653) og Richard Rapport (2720) en þeir hafa allir 4,5 vinninga. 24 skákmenn eru í öðru sæti með fjóra vinninga. Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson er í þeim hópi en hann er efstur íslensku keppendanna. Neðst má sjá fréttatilkynningu Héðins í heild sinni.Frá Reykjavíkurmótinu í ár en á myndinni má glögglega sjá hin umdeildu borð.vísir/pjetur Tengdar fréttir Íslendingar eiga sinn eigin Bobby Fischer Íslandsmeistarinn Héðinn Steingrímsson neitaði að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu því borðin eru of breið. 11. mars 2016 10:41 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
„Ég tel að Ísland, sem er land sem býr yfir mikilli skákhefð og hefur verið í fremstu röð skáklistarinnar árum saman, eigi að leitast við að uppfylla þær reglur sem gilda um alþjóðleg skákmót,“ segir stórmeistarinn og núverandi Íslandsmeistari Héðinn Steingrímsson í yfirlýsingu sem hann hefur sent fréttastofu. Fyrr í dag var sagt frá því að Héðinn tæki ekki þátt á Opna Reykjavíkurmótinu í skák þar sem hann er ósáttur með breidd borðanna sem eru brúkuð. Héðinn hefur gert athugasemd við borðin en ekki hefur verið bætt úr annmörkum þeim sem hann sér. Í yfirlýsingunni segir Héðinn að það sé rangt að hann hafi afboðað sig. Hið rétta sé að hann hafi aldrei verið skráður. „Ég kaus að koma ekki til mótsins en ég er búsettur um þessar mundir í Houston þar sem ég tefli alla daga og kenni einnig efnilegum skákmönnum. Þó ég taki ekki þátt í þessu ákveðna móti þá er ég síður en svo hættur að keppa í skák. Ég mun halda áfram að tefla á Íslandi og fyrir Íslands hönd eins og ég hef gert alla mína ævi.“ Héðinn segir að hann hafi lagt til að efstu tuttugu borðin yrðu í réttri stærð þar sem að þau sem boðið er upp á núna uppfylli ekki reglur Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Innan Skáksambandsins er að finna marga öfluga og efnilega skákmenn sem vilja komast í fremstu röð í skákheiminum. Á þeirri vegferð er þátttaka í skákmótum mikilvæg en það skiptir ekki síður máli að á þeim mótum sé farið að lögum Alþjóðaskáksambandsins (FIDE).“ „Skákin er ekki aðeins lifibrauð mitt heldur ástríða mín. Ég kenni nemendum mínum að þeir eigi aldrei að slá af kröfum til þeirra sjálfra né umhverfisins sem þeir keppa í. Ósk mín er að skáksamfélagið á Íslandi slái ekki heldur af kröfum á þeim stórmótum sem fram fara á Íslandi heldur fari eftir þeim reglum sem um slík mót gilda. Þannig stöndum við best vörð um þá miklu skákarfleifð sem þjóðin státar af. Ég vona að með þessu séu leiðréttar þær rangfærslur sem fram hafa komið og vil ég nota tækifærið og óska þeim skákmönnum sem taka þátt í Reykjavíkurmótinu um helgina góðs gengis,“ segir Héðinn í yfirlýsingunni. Fimmtu umferð Reykjavíkurmótsins lauk í Hörpu í kvöld. Fimm skákmenn frá jafnmörgum löndum leiða mótið. Það eru Ivan Cheparinov (2684), Gawain Jones (2645), Abhijeet Gupta (2634), Sergei Movesian (2653) og Richard Rapport (2720) en þeir hafa allir 4,5 vinninga. 24 skákmenn eru í öðru sæti með fjóra vinninga. Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson er í þeim hópi en hann er efstur íslensku keppendanna. Neðst má sjá fréttatilkynningu Héðins í heild sinni.Frá Reykjavíkurmótinu í ár en á myndinni má glögglega sjá hin umdeildu borð.vísir/pjetur
Tengdar fréttir Íslendingar eiga sinn eigin Bobby Fischer Íslandsmeistarinn Héðinn Steingrímsson neitaði að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu því borðin eru of breið. 11. mars 2016 10:41 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Íslendingar eiga sinn eigin Bobby Fischer Íslandsmeistarinn Héðinn Steingrímsson neitaði að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu því borðin eru of breið. 11. mars 2016 10:41