Er þekking og færni mælanleg? Lára Lilliendahl Magnúsdóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Í ljósi þess að niðurstöður PISA-prófanna hafa nýlega verið gerðar opinberar, vil ég benda á mikilvæga spurningu sem oft gleymist. Spurningin er hvort hægt sé að mæla þekkingu og færni? Þessi pistill á sér mikla og langa forvinnu sem ég ætla hvorki að fara í kjölinn á né að fara í öll smáatriðin sem styðja það að PISA-prófin og niðurstöður þeirra á að taka með mjög miklum fyrirvara og efasemdum hvað varðar gildi þeirra. En fyrir áhugasama vil ég benda á meistararitgerðina mína „Are Knowledge and Skills Measurable?“ þar sem ég grandskoða þessa spurningu með tilliti til PISA-prófanna. Ég fullyrði það að niðurstöður PISA-prófanna á að taka með fyrirvara vegna þess að þekking og færni eru flókin fyrirbæri, og þetta á sérstaklega við þegar árangur náms er mældur og greindur með stöðluðum mælikvarða. Þetta er vegna þess að staðbundin áhrif, viðhorf nemandans, líkamlegt og tilfinningalegt ástand nemandans, menning, hefðir, hvatning, skyldutilfinning og svo margt annað hefur áhrif á það hvernig þekking og færni einstaklings verður til og hvernig hann/hún getur nýtt sér þessa eiginleika í mismunandi raunverulegum aðstæðum. Á meðan ekki er hægt að útiloka þessi áhrif til fulls við prófanir á víðtækri þekkingu og færni, ber að hafa það í huga að niðurstöður PISA gefa ekki rétta mynd af því sem prófað er.Virðist engin áhrif hafa Við hönnun PISA-prófanna er reynt að taka tillit til nokkurra þessara þátta, en það er ómögulegt að segja til um hvernig það lukkast vegna þess að enn er ekki til staðlaður mælikvarði fyrir þessa áhrifaþætti og þá er ekki hægt að taka tillit til þeirra þegar niðurstöðurnar eru reiknaðar. Þrátt fyrir mikla og reglulega gagnrýni sem sýnir fram á að PISA-prófin skuli taka með fyrirvara með tilliti til þessara fáu áhrifaþátta sem ég nefni sem dæmi, og annarra atriða, þá virðist það engin áhrif hafa á stjórnvöld og stjórnendur skóla hvað varðar viðurkenningu þeirra á PISA-könnununum. Þetta sést til dæmis í minnkandi áherslu á listræn fög, lengri viðveru í skólum og aukna áherslu á raungreinar og lestur. Með þessum orðum vil ég alls ekki draga úr mikilvægi þessara greina, heldur frekar benda á mikilvægi allra greina. Hvað er þekking og færni? Þessi spurning hefur plagað marga vísindamenn og heimspekinga og gerir enn. Vandamálið er flókið og felur í sér til dæmis meðvitund um það sem við vitum og erum áskynja, en einnig það sem við skynjum en erum ekki meðvituð um. Til dæmis þegar við munum allt í einu eftir ákveðinni manneskju, atburðum eða staðreyndum. Við erum ekki alltaf meðvituð um hvað það er sem framkallar minningarnar en oft tengist það til dæmis umhverfinu, lykt eða lagi sem við heyrum. Í öðrum kringumstæðum gætum við hins vegar átt í erfiðleikum með að kalla fram minningar og þekkingu sem við þurfum á að halda. Þegar þekking og færni eru skilgreind verður að vera hægt að segja nákvæmlega á hverju þessi fyrirbæri byggjast og hvað hefur áhrif á þau til þess að geta sagt með vissu hvort einstaklingurinn búi yfir þeim. Þess vegna spyr ég alveg eins og svo margir hafa spurt: Er þekking það að muna? Er þekking fólgin í því að þekkja margar staðreyndir? Er færnin í því að framkvæma einhverja aðgerð (að kunna eitthvað) fólgin í því að þekkja allar staðreyndir varðandi þá aðgerð? Er hægt að skilja þessi fyrirbæri þannig að hægt sé að segja að maður viti en á sama tíma að maður kunni ekki, eða eru þau af sama toga og óaðskiljanleg? Samkvæmt kenningarramma PISA og þeim fræðum sem hann byggir á eiga nemendur að vera búnir að læra aðferðir og staðreyndir jafnframt því að búa yfir færninni til þess að nýta sér þessa þekkingu í hvers konar aðstæðum sem er. Það er auðvitað óskandi og mjög líklegt að mun fleiri nemendur geti þetta en þeir sem geta sýnt fram á það í PISA-prófunum. Prófin eru nefnilega bara mælikvarði á það hvað nemandinn getur í prófinu sjálfu, en ekki í raunverulegum aðstæðum eins og markmið PISA-prófanna segir til um. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að niðurstöður PISA-prófanna hafa nýlega verið gerðar opinberar, vil ég benda á mikilvæga spurningu sem oft gleymist. Spurningin er hvort hægt sé að mæla þekkingu og færni? Þessi pistill á sér mikla og langa forvinnu sem ég ætla hvorki að fara í kjölinn á né að fara í öll smáatriðin sem styðja það að PISA-prófin og niðurstöður þeirra á að taka með mjög miklum fyrirvara og efasemdum hvað varðar gildi þeirra. En fyrir áhugasama vil ég benda á meistararitgerðina mína „Are Knowledge and Skills Measurable?“ þar sem ég grandskoða þessa spurningu með tilliti til PISA-prófanna. Ég fullyrði það að niðurstöður PISA-prófanna á að taka með fyrirvara vegna þess að þekking og færni eru flókin fyrirbæri, og þetta á sérstaklega við þegar árangur náms er mældur og greindur með stöðluðum mælikvarða. Þetta er vegna þess að staðbundin áhrif, viðhorf nemandans, líkamlegt og tilfinningalegt ástand nemandans, menning, hefðir, hvatning, skyldutilfinning og svo margt annað hefur áhrif á það hvernig þekking og færni einstaklings verður til og hvernig hann/hún getur nýtt sér þessa eiginleika í mismunandi raunverulegum aðstæðum. Á meðan ekki er hægt að útiloka þessi áhrif til fulls við prófanir á víðtækri þekkingu og færni, ber að hafa það í huga að niðurstöður PISA gefa ekki rétta mynd af því sem prófað er.Virðist engin áhrif hafa Við hönnun PISA-prófanna er reynt að taka tillit til nokkurra þessara þátta, en það er ómögulegt að segja til um hvernig það lukkast vegna þess að enn er ekki til staðlaður mælikvarði fyrir þessa áhrifaþætti og þá er ekki hægt að taka tillit til þeirra þegar niðurstöðurnar eru reiknaðar. Þrátt fyrir mikla og reglulega gagnrýni sem sýnir fram á að PISA-prófin skuli taka með fyrirvara með tilliti til þessara fáu áhrifaþátta sem ég nefni sem dæmi, og annarra atriða, þá virðist það engin áhrif hafa á stjórnvöld og stjórnendur skóla hvað varðar viðurkenningu þeirra á PISA-könnununum. Þetta sést til dæmis í minnkandi áherslu á listræn fög, lengri viðveru í skólum og aukna áherslu á raungreinar og lestur. Með þessum orðum vil ég alls ekki draga úr mikilvægi þessara greina, heldur frekar benda á mikilvægi allra greina. Hvað er þekking og færni? Þessi spurning hefur plagað marga vísindamenn og heimspekinga og gerir enn. Vandamálið er flókið og felur í sér til dæmis meðvitund um það sem við vitum og erum áskynja, en einnig það sem við skynjum en erum ekki meðvituð um. Til dæmis þegar við munum allt í einu eftir ákveðinni manneskju, atburðum eða staðreyndum. Við erum ekki alltaf meðvituð um hvað það er sem framkallar minningarnar en oft tengist það til dæmis umhverfinu, lykt eða lagi sem við heyrum. Í öðrum kringumstæðum gætum við hins vegar átt í erfiðleikum með að kalla fram minningar og þekkingu sem við þurfum á að halda. Þegar þekking og færni eru skilgreind verður að vera hægt að segja nákvæmlega á hverju þessi fyrirbæri byggjast og hvað hefur áhrif á þau til þess að geta sagt með vissu hvort einstaklingurinn búi yfir þeim. Þess vegna spyr ég alveg eins og svo margir hafa spurt: Er þekking það að muna? Er þekking fólgin í því að þekkja margar staðreyndir? Er færnin í því að framkvæma einhverja aðgerð (að kunna eitthvað) fólgin í því að þekkja allar staðreyndir varðandi þá aðgerð? Er hægt að skilja þessi fyrirbæri þannig að hægt sé að segja að maður viti en á sama tíma að maður kunni ekki, eða eru þau af sama toga og óaðskiljanleg? Samkvæmt kenningarramma PISA og þeim fræðum sem hann byggir á eiga nemendur að vera búnir að læra aðferðir og staðreyndir jafnframt því að búa yfir færninni til þess að nýta sér þessa þekkingu í hvers konar aðstæðum sem er. Það er auðvitað óskandi og mjög líklegt að mun fleiri nemendur geti þetta en þeir sem geta sýnt fram á það í PISA-prófunum. Prófin eru nefnilega bara mælikvarði á það hvað nemandinn getur í prófinu sjálfu, en ekki í raunverulegum aðstæðum eins og markmið PISA-prófanna segir til um. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar