Jólaljós og uppistöðulón Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun