Lífvísindi í þágu þekkingar og framfara Þórarinn Guðjónsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Lífvísindasetur Háskóla Íslands (HÍ) er fimm ára um þessar mundir. Lífvísindasetrið hefur heimilisfesti við Læknadeild HÍ en hefur efnt til samstarfs við aðrar stofnanir á Íslandi sem stunda rannsóknir á sviði lífvísinda, þar með talið aðrar deildir HÍ, Landspítala, Háskólann í Reykjavík, Keldur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Krabbameinsfélag Íslands.Hlutverk Lífvísindaseturs Ísland er fámennt land og því þarf oft samtakamátt fólks til að hrinda hlutum í framkvæmd. Tilurð Lífvísindaseturs má rekja til áralangrar umræðu um að lífvísindi á Íslandi hafi verið tvístruð og að rannsóknahópar séu of smáir. Við rannsóknir í þessum fræðum er þörf á dýrum tækjakosti og öflugum mannafla ef vísindin eiga að vera samkeppnishæf við það sem gerist best erlendis. Frá árinu 2007 var byrjað að þróa hugmyndir um aukna samvinnu þvert á rannsóknahópa og þvert á stofnanir. Markmiðið var að byggja upp kjarnaeiningar þar sem vísindamenn sameinuðust um að byggja upp tækjakost og aðferðir sem nýttust sem flestum. Þessar hugmyndir leiddu til þess að Lífvísindasetur HÍ var formlega stofnað 30. nóvember 2011. Í dag eru yfir 60 dósentar, prófessorar og aðrir vísindamenn með tengingu við Lífvísindasetrið og vel á annað hundrað meistara- og doktorsnema auk ört vaxandi hóps nýdoktora. Þeir rannsóknahópar sem koma að Lífvísindasetri HÍ stunda ólíkar rannsóknir á sviði lífvísinda en nýta sameiginlegan tækjakost og sömu aðferðir.Afrakstur Lífvísindaseturs Á þessum fimm árum síðan Lífvísindasetrið var stofnað hafa rannsóknir á þessu sviði eflst til muna. Styrkjasókn hefur aukist og uppbygging innviða hefur leitt til aukins samstarfs milli vísindahópa, betri tækjanýtingar og aukinnar hagræðingar í rekstri. Rektor HÍ og forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ hafa stutt dyggilega við uppbyggingu Lífvísindaseturs með fjármagni sem byggir undir rekstur kjarnaeininga sem hafa það einkum að markmiði að innleiða nýjungar í aðferðafræði lífvísinda. Þótt innviðir séu ekki allir komnir á það stig að vera samanburðarhæfir við það besta sem gerist á Norðurlöndum, má þó segja að vegna samtakamáttarins eru margar af þeim rannsóknum sem hafa verið unnar við Lífvísindasetrið og aðildarstofnanir þess fyllilega sambærilegar við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Árlega birta vísindamenn Lífvísindaseturs HÍ um 100 ritrýndar vísindagreinar í erlendum ritrýndum tímaritum, auk þess sem fjöldi nemenda, bæði í meistara – og doktorsnámi útskrifast árlega. Lífvísindasetrið heldur úti heimasíðu sem hefur dregið að sér athygli erlendra vísindamanna og nemenda enda hefur fjöldi erlendra nemenda stóraukist á liðnum árum auk þess sem nýdoktorar sækja í auknum mæli til setursins. Öndvegisfyrirlestraröð Lífvísindaseturs HÍ, þar sem helstu sérfræðingum heims í lífvísindum er boðið koma og flytja erindi um rannsóknir sínar, hefur tekist afar vel og orðið uppspretta að auknu tengslaneti vísindamanna Lífvísindaseturs HÍ við öfluga erlenda rannsóknaháskóla og stofnanir. Með litlu fjármagni en öflugu samstarfi hefur Lífvísindasetrinu því tekist að efla starfsemi sína. Það breytir þó ekki því að innviðina þarf að efla enn frekar og verður það verkefni komandi ára.Framtíðin Lífvísindasetur HÍ mun halda áfram að byggja á þeirri hugmyndafræði að aukin samvinna þvert á rannsóknahópa og þvert á stofnanir sé lykilþáttur í að auka þekkingar- og verðmætasköpun í lífvísindum. Aukin samvinna er forsenda þess að hægt sé að fjármagna kaup á dýrum tækjabúnaði og á þann hátt auka samkeppnishæfni Lífvísindaseturs HÍ í alþjóðlegum samanburði. Lífvísindasetrið hefur einnig opnað aðstöðu sína fyrir sprotafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum sem þurfa aðgengi að sérhæfðum tækjabúnaði og aðstöðu. Gegn því að greiða hóflegt aðstöðugjald auðveldar þetta fyrirtækjum að ýta úr vör metnaðarfullum verkefnum og fá til þess hjálp frá sérfræðingum sem sjá um rekstur kjarnaeininga Lífvísindaseturs HÍ. Nýlega hóf Lífvísindasetrið samstarf við Vísindagarða HÍ en markmið Vísindagarða er að efla samstarf háskólaumhverfis og fyrirtækja í þekkingariðnaði og á þann hátt að búa til suðupunkt þekkingar- og nýsköpunar.Lokaorð Lífvísindasetur HÍ hefur slitið barnsskónum og næstu fimm ár verða mikilvæg og spennandi þar sem sú umgjörð sem er að skapast gefur vísindamönnum setursins mikið sóknarfæri til að gera gott betra undir merkjum samvinnu, hagræðingar og betri vísinda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Lífvísindasetur Háskóla Íslands (HÍ) er fimm ára um þessar mundir. Lífvísindasetrið hefur heimilisfesti við Læknadeild HÍ en hefur efnt til samstarfs við aðrar stofnanir á Íslandi sem stunda rannsóknir á sviði lífvísinda, þar með talið aðrar deildir HÍ, Landspítala, Háskólann í Reykjavík, Keldur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Krabbameinsfélag Íslands.Hlutverk Lífvísindaseturs Ísland er fámennt land og því þarf oft samtakamátt fólks til að hrinda hlutum í framkvæmd. Tilurð Lífvísindaseturs má rekja til áralangrar umræðu um að lífvísindi á Íslandi hafi verið tvístruð og að rannsóknahópar séu of smáir. Við rannsóknir í þessum fræðum er þörf á dýrum tækjakosti og öflugum mannafla ef vísindin eiga að vera samkeppnishæf við það sem gerist best erlendis. Frá árinu 2007 var byrjað að þróa hugmyndir um aukna samvinnu þvert á rannsóknahópa og þvert á stofnanir. Markmiðið var að byggja upp kjarnaeiningar þar sem vísindamenn sameinuðust um að byggja upp tækjakost og aðferðir sem nýttust sem flestum. Þessar hugmyndir leiddu til þess að Lífvísindasetur HÍ var formlega stofnað 30. nóvember 2011. Í dag eru yfir 60 dósentar, prófessorar og aðrir vísindamenn með tengingu við Lífvísindasetrið og vel á annað hundrað meistara- og doktorsnema auk ört vaxandi hóps nýdoktora. Þeir rannsóknahópar sem koma að Lífvísindasetri HÍ stunda ólíkar rannsóknir á sviði lífvísinda en nýta sameiginlegan tækjakost og sömu aðferðir.Afrakstur Lífvísindaseturs Á þessum fimm árum síðan Lífvísindasetrið var stofnað hafa rannsóknir á þessu sviði eflst til muna. Styrkjasókn hefur aukist og uppbygging innviða hefur leitt til aukins samstarfs milli vísindahópa, betri tækjanýtingar og aukinnar hagræðingar í rekstri. Rektor HÍ og forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ hafa stutt dyggilega við uppbyggingu Lífvísindaseturs með fjármagni sem byggir undir rekstur kjarnaeininga sem hafa það einkum að markmiði að innleiða nýjungar í aðferðafræði lífvísinda. Þótt innviðir séu ekki allir komnir á það stig að vera samanburðarhæfir við það besta sem gerist á Norðurlöndum, má þó segja að vegna samtakamáttarins eru margar af þeim rannsóknum sem hafa verið unnar við Lífvísindasetrið og aðildarstofnanir þess fyllilega sambærilegar við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Árlega birta vísindamenn Lífvísindaseturs HÍ um 100 ritrýndar vísindagreinar í erlendum ritrýndum tímaritum, auk þess sem fjöldi nemenda, bæði í meistara – og doktorsnámi útskrifast árlega. Lífvísindasetrið heldur úti heimasíðu sem hefur dregið að sér athygli erlendra vísindamanna og nemenda enda hefur fjöldi erlendra nemenda stóraukist á liðnum árum auk þess sem nýdoktorar sækja í auknum mæli til setursins. Öndvegisfyrirlestraröð Lífvísindaseturs HÍ, þar sem helstu sérfræðingum heims í lífvísindum er boðið koma og flytja erindi um rannsóknir sínar, hefur tekist afar vel og orðið uppspretta að auknu tengslaneti vísindamanna Lífvísindaseturs HÍ við öfluga erlenda rannsóknaháskóla og stofnanir. Með litlu fjármagni en öflugu samstarfi hefur Lífvísindasetrinu því tekist að efla starfsemi sína. Það breytir þó ekki því að innviðina þarf að efla enn frekar og verður það verkefni komandi ára.Framtíðin Lífvísindasetur HÍ mun halda áfram að byggja á þeirri hugmyndafræði að aukin samvinna þvert á rannsóknahópa og þvert á stofnanir sé lykilþáttur í að auka þekkingar- og verðmætasköpun í lífvísindum. Aukin samvinna er forsenda þess að hægt sé að fjármagna kaup á dýrum tækjabúnaði og á þann hátt auka samkeppnishæfni Lífvísindaseturs HÍ í alþjóðlegum samanburði. Lífvísindasetrið hefur einnig opnað aðstöðu sína fyrir sprotafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum sem þurfa aðgengi að sérhæfðum tækjabúnaði og aðstöðu. Gegn því að greiða hóflegt aðstöðugjald auðveldar þetta fyrirtækjum að ýta úr vör metnaðarfullum verkefnum og fá til þess hjálp frá sérfræðingum sem sjá um rekstur kjarnaeininga Lífvísindaseturs HÍ. Nýlega hóf Lífvísindasetrið samstarf við Vísindagarða HÍ en markmið Vísindagarða er að efla samstarf háskólaumhverfis og fyrirtækja í þekkingariðnaði og á þann hátt að búa til suðupunkt þekkingar- og nýsköpunar.Lokaorð Lífvísindasetur HÍ hefur slitið barnsskónum og næstu fimm ár verða mikilvæg og spennandi þar sem sú umgjörð sem er að skapast gefur vísindamönnum setursins mikið sóknarfæri til að gera gott betra undir merkjum samvinnu, hagræðingar og betri vísinda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar