Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag.
Höllinn heitir „Spodek“ eða „saucer“ á ensku. Það þýðir fljúgandi furðuhlutur eða geimskip. Húsið lítur því út eins og geimskip. Ákaflega skemmtilegt hús og glæsilegt að innan sem utan.
Hér er pláss fyrir 11.500 áhorfendur. Húsið var opnað árið 1971 og tekið í gegn 2011. Það er notað fyrir íþróttaviðburði og tónleika.
Æfing stendur nú yfir í geimskipinu og Vísir mun koma með myndir og viðtöl síðar í dag.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Strákarnir æfa í geimskipinu
Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti







Einkunnir Íslands: Fátt að frétta
Fótbolti

Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti