Brotið á réttindum fatlaðs fólks því eftirlitið brást! Aileen Soffía Svensdóttir og Snæbjörn Áki Friðriksson skrifar 3. desember 2016 07:00 Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar