Metsala Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 10:22 Nú gerð Mercedes Benz E-Class hefur hjálpað fyrirtækinu að auka sölu sína verulega að undanförnu. Auto-Presse Mikil sala Mercedes Benz bíla heldur áfram um allan heim og var apríl mánuður sá besti frá upphafi og jókst sala Benz um 11% á milli ára. Sala Mercedes Benz bíla hefur nú vaxið í 38 mánuði samfellt og dregur framleiðandinn mjög á BMW sem stærsti lúxusbílasali heims. Reyndar gæti farið svo í ár að Benz næði BMW í heildarsölu. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur sala Mercedes Benz bíla vaxið um 12% frá fyrra ári og fyrirtækið selt 647.550 bíla og 164.063 í apríl einum. Ný gerð E-Class og nýjar blæjuútgáfur SL, SLC og S-Class Cabriolet juku verulega við söluna á síðustu mánuðum og nýjar gerðir Benz bíla hreinlega streyma útúr verksmiðjum Benz um allan heim. Sala Benz í Evrópu er sérlega góð og jókst hún um 14% í apríl og um 11% í Þýskalandi. Vöxturinn var þó öllu meiri í Kína, en þar jókst hún um 32%. Salan í Bandaríkjunum stóð þó í stað. Sala Smart bíla, sem tilheyra Mercedes Benz gengur líka vel og jókst um 10% í apríl en hefur vaxið um 20% á fyrstu 4 mánuðum ársins. Það eru því gleðilegir tímar í höfuðstöðvum Mercedes Benz um þessar mundir. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Mikil sala Mercedes Benz bíla heldur áfram um allan heim og var apríl mánuður sá besti frá upphafi og jókst sala Benz um 11% á milli ára. Sala Mercedes Benz bíla hefur nú vaxið í 38 mánuði samfellt og dregur framleiðandinn mjög á BMW sem stærsti lúxusbílasali heims. Reyndar gæti farið svo í ár að Benz næði BMW í heildarsölu. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur sala Mercedes Benz bíla vaxið um 12% frá fyrra ári og fyrirtækið selt 647.550 bíla og 164.063 í apríl einum. Ný gerð E-Class og nýjar blæjuútgáfur SL, SLC og S-Class Cabriolet juku verulega við söluna á síðustu mánuðum og nýjar gerðir Benz bíla hreinlega streyma útúr verksmiðjum Benz um allan heim. Sala Benz í Evrópu er sérlega góð og jókst hún um 14% í apríl og um 11% í Þýskalandi. Vöxturinn var þó öllu meiri í Kína, en þar jókst hún um 32%. Salan í Bandaríkjunum stóð þó í stað. Sala Smart bíla, sem tilheyra Mercedes Benz gengur líka vel og jókst um 10% í apríl en hefur vaxið um 20% á fyrstu 4 mánuðum ársins. Það eru því gleðilegir tímar í höfuðstöðvum Mercedes Benz um þessar mundir.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent