Íslenska kvennalandsliðið í golfi hafnaði í 16. sæti á Evrópumóti kvennalandsliða í golfi eftir 3-2 tap gegn Írlandi á Urriðavelli í dag.
Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttir byrjuðu daginn vel fyrir Ísland og unnu fjórmenningsleikinn örugglega með fjórum vinningum þegar þrjár holur voru eftir.
Íslandi gekk ekki eins vel í einstaklingsleikjunum fjórum því aðeins Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafði sigur en hinir þrír leikirnir töpuðust allir.
Guðrún Brá lék frábærlega á mótinu og tapaði ekki einum einasta leik sem verður að teljast mjög góður árangur hjá henni þó liðið hafi ekki náð þeim árangri sem vonast var til.
Ísland hafnaði í 16. sæti | Tap gegn Írlandi
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn


Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn


Hörður kominn undan feldinum
Körfubolti
