Segja íslenskar verslanir henda sorglega miklu magni matvæla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. maí 2016 19:30 Hönnunarnemar við Listaháskóla Íslands hafa undanfarið reynt að vekja athygli fólks á matarsóun matvöruverslana með því að stilla upp matvælum sem fundist hafa í ruslatunnum fyrir framan verslanir í Reykjavík. Þau segja að sorglega mikið magn matvæla, sem enn séu í fínu ástandi, endi í ruslatunnum. Nemendurnir hafa síðustu vikur skoðað í ruslatunnur nokkurra matvöruverslana og bakaría í Reykjavík og tekið myndir af því sem þar er að finna. „Við erum að tala um að þriðjungur af öllum mat sem er framleiddur endar í ruslinu og meira en níutíu prósent af því fer í urðun. Í Bandaríkjunum er þetta nær fjörtíu til fimmtíu prósentum og það er ekkert ólíklegt að við séum frekar þar,“ segir Björn S. Traustason. Hann bendir á að stór hluti matarins sé innfluttur. „Það er svo sorglegt að þessi matur fer í svo mikið ferðalag til að koma til okkar og svo endar hann í ruslinu,“ bætir Hulda Einarsdóttir við. Forrannsókn sem Landvernd gerði á matarsóun heimila í Reykjavík á síðasta ári bendir til að um 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar að minnsta kosti fjórum komma fimm milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hulda segir það hafa verið ljóst að heimilin hentu mikið af mætvælum en að það hafi komið sér á óvart hve miklu sé hent beint úr matvöruverslunum. „Ég verð að segja það. Þetta er ekki ónýtur matur, meirihlutinn af þessu er í fínu lagi. Það er kannski eitt epli ónýtt og þá er öllum pakkanum hent,“ segir hún. En hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir matarsóun? „Við getum keypt bara það sem við þurfum, kaupa minna og muna eftir því sem við eigum. Gera lista yfir það sem við kaupum og það sem við hendum líka. Ég held að það geti verið svolítið sjokkerandi fyrir okkur persónulega, að gera lista yfir það sem við hendum,“ segir Hulda. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Hönnunarnemar við Listaháskóla Íslands hafa undanfarið reynt að vekja athygli fólks á matarsóun matvöruverslana með því að stilla upp matvælum sem fundist hafa í ruslatunnum fyrir framan verslanir í Reykjavík. Þau segja að sorglega mikið magn matvæla, sem enn séu í fínu ástandi, endi í ruslatunnum. Nemendurnir hafa síðustu vikur skoðað í ruslatunnur nokkurra matvöruverslana og bakaría í Reykjavík og tekið myndir af því sem þar er að finna. „Við erum að tala um að þriðjungur af öllum mat sem er framleiddur endar í ruslinu og meira en níutíu prósent af því fer í urðun. Í Bandaríkjunum er þetta nær fjörtíu til fimmtíu prósentum og það er ekkert ólíklegt að við séum frekar þar,“ segir Björn S. Traustason. Hann bendir á að stór hluti matarins sé innfluttur. „Það er svo sorglegt að þessi matur fer í svo mikið ferðalag til að koma til okkar og svo endar hann í ruslinu,“ bætir Hulda Einarsdóttir við. Forrannsókn sem Landvernd gerði á matarsóun heimila í Reykjavík á síðasta ári bendir til að um 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar að minnsta kosti fjórum komma fimm milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Hulda segir það hafa verið ljóst að heimilin hentu mikið af mætvælum en að það hafi komið sér á óvart hve miklu sé hent beint úr matvöruverslunum. „Ég verð að segja það. Þetta er ekki ónýtur matur, meirihlutinn af þessu er í fínu lagi. Það er kannski eitt epli ónýtt og þá er öllum pakkanum hent,“ segir hún. En hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir matarsóun? „Við getum keypt bara það sem við þurfum, kaupa minna og muna eftir því sem við eigum. Gera lista yfir það sem við kaupum og það sem við hendum líka. Ég held að það geti verið svolítið sjokkerandi fyrir okkur persónulega, að gera lista yfir það sem við hendum,“ segir Hulda.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira