Landvernd heggur í það sem hún hlífa skyldi Halldór Kvaran skrifar 22. júní 2016 07:00 Óbilgjarn málarekstur Landverndar gagnvart ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum sætir furðu. Þar heggur sá er hlífa skyldi. Sjálfbær rekstur og nýting grænna orkugjafa í hálendismiðstöðinni í Ásgarði vekur sérstaka athygli útlendra gesta sem þangað koma. Öll gisti- og þjónustuhús eru hituð með heitu vatni úr eigin borholu og drykkjarvatn fæst úr eigin borholu. Meira að segja er framleidd raforka árið um kring fyrir starfsemina í eigin vatnsaflsvirkjun í 700 metra hæð yfir sjávarmáli! Skipulagsvaldi og heimildum sveitarfélaga til að veita framkvæmdaleyfi á miðhálendinu eru þröngar skorður settar. Framkvæmdir verða að samræmast landskipulagsstefnu, vera í samræmi við aðalskipulag og standast ákvæði laga og reglna um umhverfismál, hollustuhætti og fleira. Framkvæmdaáform Fannborgar ehf. í Ásgarði fóru í gegnum allt þetta ferli. Nýtt móttökuhús með gistiálmu var líka kynnt almenningi á þann hátt sem skipulagslög mæla fyrir um. Framkvæmdin eykur sjálfbærni ferðaþjónustunnar og ætti því að falla samtökum á borð við Landvernd vel í geð. Nei, Landvernd vill frekar hafa mörg gömul hús sem mjög dýrt er að kynda og halda við. Fannborg ætlar hins vegar að farga flestum smáhýsunum og reisa í staðinn fallega, samfellda byggingu úr timbri á tveimur hæðum þar sem unnt er að veita þá þjónustu sem gestir óska eftir að fá. Formaður Landverndar skýlir sér á bak við álit Ferðamálastofu sem í umsagnarferli vildi að Skipulagsstofnun íhugaði að láta meta umhverfisáhrif fyrsta áfangans. Hinir sex umsagnaraðilarnir töldu ekki þörf á því og Skipulagsstofnun komst að sömu niðurstöðu eftir að hafa haft málið til meðferðar í tíu vikur. Þetta nefnir formaðurinn ekki einu orði. Auðvitað ekki, tilgangurinn helgar meðalið! Ómaksins vert er að nefna að ferðaþjónustan í Ásgarði er ekki á víðerni í skilningi náttúruverndarlaga. Hún er á stað sem er deiliskipulagður fyrir starfsemi eins og þar er rekin, meira en fimm kílómetrum frá hverasvæðunum, helsta aðdráttarafli Kerlingarfjalla. Nýja húsið breytir ekki öðru en því að góð þjónusta verður betri, sjálfbær rekstur sjálfbærari og forsendur skapast fyrir heilsársrekstri. Aðstandendur Fannborgar, sem á og rekur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum, hafa lagt sig sérstaklega eftir því að umgangast náttúruperluna eins og hún á skilið og verja hana ágangi. Það er gert í umboði almennings og náttúrunnar sjálfrar. Formaður Landverndar lætur gjarnan í það skína að Fannborg vilji ráðskast með þjóðlenduna Kerlingarfjöll eins og hún eigi þau. Þá sér hann sérstaka ástæðu til að nefna í blaðagrein að það sé „alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað“.Staðfestir raunverulega landvernd Að Landvernd veitist þannig að Hrunamannahreppi er býsna sérstakt, einkum og sér í lagi í ljósi þess að umhverfisráðherra staðfestir fljótlega friðlýsingu Kerlingarfjalla ásamt sveitarfélögum sem hafa forræði svæðisins, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Staðfestingin jafngildir yfirlýsingu um raunverulega landvernd. Hrunamannahreppur átti frumkvæðið og nýtur heilshugar stuðnings Fannborgar. Landvernd hefur skapað sér hrokafulla og öfgakennda ímynd í seinni tíð. Samtökin ráða auðvitað vegferð sinni sjálf en það stendur upp á þau að svara því hvernig bregðast skuli við hraðvaxandi ferðamannastraumi á hálendinu og tilheyrandi ágangi á viðkvæmum náttúrusvæðum ef hvorki má gera vegslóða sæmilega ökufæra né byggja upp á helstu áningarstöðum? Illfærir hálendisslóðar stuðla að utanvegaakstri þegar ökumenn krækja fyrir dældir og skvompur. Eigendur nýjustu fólksflutningabíla, sem eyða mun minna eldsneyti en eldri bílar, halda rútum sínum frá hálendisleiðum til að verja þau skemmdum. Eðlilega. Landvernd vill óbreytt ástand og illfæra slóða. Er það í þágu „landverndar“? Það verður að segjast að í því máli, sem ég þekki best, hefur Landvernd hvað eftir annað verið staðin að slælegum og óvönduðum vinnubrögðum. Málflutningur samtakanna getur þannig verið beinlínis skaðlegur í baráttu fyrir verndun og nýtingu hálendisins í sátt við náttúruna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óbilgjarn málarekstur Landverndar gagnvart ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum sætir furðu. Þar heggur sá er hlífa skyldi. Sjálfbær rekstur og nýting grænna orkugjafa í hálendismiðstöðinni í Ásgarði vekur sérstaka athygli útlendra gesta sem þangað koma. Öll gisti- og þjónustuhús eru hituð með heitu vatni úr eigin borholu og drykkjarvatn fæst úr eigin borholu. Meira að segja er framleidd raforka árið um kring fyrir starfsemina í eigin vatnsaflsvirkjun í 700 metra hæð yfir sjávarmáli! Skipulagsvaldi og heimildum sveitarfélaga til að veita framkvæmdaleyfi á miðhálendinu eru þröngar skorður settar. Framkvæmdir verða að samræmast landskipulagsstefnu, vera í samræmi við aðalskipulag og standast ákvæði laga og reglna um umhverfismál, hollustuhætti og fleira. Framkvæmdaáform Fannborgar ehf. í Ásgarði fóru í gegnum allt þetta ferli. Nýtt móttökuhús með gistiálmu var líka kynnt almenningi á þann hátt sem skipulagslög mæla fyrir um. Framkvæmdin eykur sjálfbærni ferðaþjónustunnar og ætti því að falla samtökum á borð við Landvernd vel í geð. Nei, Landvernd vill frekar hafa mörg gömul hús sem mjög dýrt er að kynda og halda við. Fannborg ætlar hins vegar að farga flestum smáhýsunum og reisa í staðinn fallega, samfellda byggingu úr timbri á tveimur hæðum þar sem unnt er að veita þá þjónustu sem gestir óska eftir að fá. Formaður Landverndar skýlir sér á bak við álit Ferðamálastofu sem í umsagnarferli vildi að Skipulagsstofnun íhugaði að láta meta umhverfisáhrif fyrsta áfangans. Hinir sex umsagnaraðilarnir töldu ekki þörf á því og Skipulagsstofnun komst að sömu niðurstöðu eftir að hafa haft málið til meðferðar í tíu vikur. Þetta nefnir formaðurinn ekki einu orði. Auðvitað ekki, tilgangurinn helgar meðalið! Ómaksins vert er að nefna að ferðaþjónustan í Ásgarði er ekki á víðerni í skilningi náttúruverndarlaga. Hún er á stað sem er deiliskipulagður fyrir starfsemi eins og þar er rekin, meira en fimm kílómetrum frá hverasvæðunum, helsta aðdráttarafli Kerlingarfjalla. Nýja húsið breytir ekki öðru en því að góð þjónusta verður betri, sjálfbær rekstur sjálfbærari og forsendur skapast fyrir heilsársrekstri. Aðstandendur Fannborgar, sem á og rekur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum, hafa lagt sig sérstaklega eftir því að umgangast náttúruperluna eins og hún á skilið og verja hana ágangi. Það er gert í umboði almennings og náttúrunnar sjálfrar. Formaður Landverndar lætur gjarnan í það skína að Fannborg vilji ráðskast með þjóðlenduna Kerlingarfjöll eins og hún eigi þau. Þá sér hann sérstaka ástæðu til að nefna í blaðagrein að það sé „alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað“.Staðfestir raunverulega landvernd Að Landvernd veitist þannig að Hrunamannahreppi er býsna sérstakt, einkum og sér í lagi í ljósi þess að umhverfisráðherra staðfestir fljótlega friðlýsingu Kerlingarfjalla ásamt sveitarfélögum sem hafa forræði svæðisins, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Staðfestingin jafngildir yfirlýsingu um raunverulega landvernd. Hrunamannahreppur átti frumkvæðið og nýtur heilshugar stuðnings Fannborgar. Landvernd hefur skapað sér hrokafulla og öfgakennda ímynd í seinni tíð. Samtökin ráða auðvitað vegferð sinni sjálf en það stendur upp á þau að svara því hvernig bregðast skuli við hraðvaxandi ferðamannastraumi á hálendinu og tilheyrandi ágangi á viðkvæmum náttúrusvæðum ef hvorki má gera vegslóða sæmilega ökufæra né byggja upp á helstu áningarstöðum? Illfærir hálendisslóðar stuðla að utanvegaakstri þegar ökumenn krækja fyrir dældir og skvompur. Eigendur nýjustu fólksflutningabíla, sem eyða mun minna eldsneyti en eldri bílar, halda rútum sínum frá hálendisleiðum til að verja þau skemmdum. Eðlilega. Landvernd vill óbreytt ástand og illfæra slóða. Er það í þágu „landverndar“? Það verður að segjast að í því máli, sem ég þekki best, hefur Landvernd hvað eftir annað verið staðin að slælegum og óvönduðum vinnubrögðum. Málflutningur samtakanna getur þannig verið beinlínis skaðlegur í baráttu fyrir verndun og nýtingu hálendisins í sátt við náttúruna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun