Kalifornía hættir stuðningsgreiðslum til kaupenda rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 10:28 Nissan Leaf rafmagnsbíll. Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent
Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent