Trúverðugleiki eða öfgar Halldór Kvaran skrifar 22. desember 2016 07:00 Ástæða er til að fagna því að landeigendur á fyrirhuguðu svæði háspennulínu í Mývatnssveit hafa ákveðið að hefja sig upp úr meðalmennsku þöggunar gagnvart öfgakenndum málflutningi Landverndar og óska eftir aðild að málarekstri samtakanna vegna línulagnar milli Þeistareykja og Húsavíkur. Landeigendur færa trúverðug rök fyrir málstað sínum. Þeir mæla af skynsemi, bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi og sýna það í verki. Hins vegar fæ ég ekki séð skynsemi í öfgum, þráhyggju og kærugleði Landverndar. Dýrmæt náttúran þarf á trúverðugri bandamanni að halda, það segi ég af eigin reynslu sem einn eigenda ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum. Afskipti Landverndar af málum þar eru ekki traustvekjandi en hafa orðið til þess að ég fylgist betur en áður með því hvernig samtökin hegða sér og beita kröftum sínum í öðrum málum, í öðrum héruðum. Flest ber að sama brunni, því miður. Samfélagið þarf á sterkum innviðum að halda til að ganga sómasamlega og áfallalítið. Öflugt og öruggt dreifikerfi raforku er þar ofarlega á blaði. Landvernd lætur flutningsmál raforku til sín taka og taldi árið 2007 að undirbúningur og framkvæmd mats á umhverfisáhrifum, vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar við Húsavík og tilheyrandi línulagnar, væri fullnægjandi og jafnvel til fyrirmyndar. Nú hefur Landvernd snúið við blaðinu, kærir sem mest hún má og setur milljarðaframkvæmdir í uppnám með tilheyrandi tjóni og óvissu, tjóni sem sennilega mun lenda á almenningi á einn eða annan hátt.Sinnaskipti Forstjóri Landsnets benti á þessi sinnaskipti Landverndar nýlega á fundi Verkfræðingafélags Íslands um undirbúning verklegra framkvæmda. Formaður Landverndar var á fundinum og brást við ummælunum með því að segja að Landvernd nú væri annar og fjölmennari félagsskapur en 2007 og með aðrar áherslur en þá. Hlálegt er að formanninum tekst ekki einu sinni að fylkja eigin félagsmönnum um áherslur og öfgastefnu forystusveitar sinnar. Landvernd hefur til dæmis staðið fyrir undirskriftasöfnun á Vefnum vegna kærumála félagsins. Þar höfðu á dögunum ríflega 2.000 manns skrifað upp á stuðning við málarekstur Landverndar en í samtökunum eru um 5.000 skráðir félagar. Stuðningurinn svarar því einungis til um 40% „heimafólks“ Landverndar sjálfrar! Formenn í slíkri stöðu ættu að skilja hana sem skýr skilaboð um að hugsa sinn gang. Fyrir liggur að tilteknir landshlutar þurfa á öflugri tengingu við dreifikerfi raforku að halda. Þar skal nefna helst til sögu Norðausturland og þá eru kostirnir að styrkja Byggðalínuna eða leggja línu yfir Sprengisand. Hvorug leiðin er fær fái Landvernd að ráða ferðinni. Samtökin leggjast gegn raflínu um Sprengisand og lögmaður þeirra, sem reyndar er landeigandi í Öxnadal, beitir sér gegn línulögn um lönd sín. Hvað er þá til ráða? Nú um stundir eru dísilvélar ræstar til að mæta álagstoppum í raforkukerfinu á Norðausturlandi. Að öðrum kosti verður að skammta raforku í sjálfu orkuríkinu Íslandi. Meiri innflutningur olíu til að framleiða raforku á Íslandi, takk fyrir! Þannig birtast afleiðingar þessa anga öfgastefnunnar í umhverfismálum. Gagnvart okkur, sem rekum ferðaþjónustu á hálendinu, birtast öfgar Landverndar meðal annars í stöðugu andófi samtakanna í seinni tíð gegn bráðnauðsynlegum endurbótum á Kjalvegi. Viðhorf samtakanna virðast illu heilli hafa áhrif á fjárveitingavaldið og Vegagerðin fær ekki það sem hún þarf til að gera það sem gera þarf. Álagið á samgöngukerfið eykst stöðugt á sama tíma. Hvað gera ökumenn? Þeir krækja fyrir polla og pytti á leið sinni um Kjöl og afleiðingin verður utanvegaakstur í boði þeirra sem þykjast vilja vernda umhverfið. Náttúruvernd í verki eða hvað? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæða er til að fagna því að landeigendur á fyrirhuguðu svæði háspennulínu í Mývatnssveit hafa ákveðið að hefja sig upp úr meðalmennsku þöggunar gagnvart öfgakenndum málflutningi Landverndar og óska eftir aðild að málarekstri samtakanna vegna línulagnar milli Þeistareykja og Húsavíkur. Landeigendur færa trúverðug rök fyrir málstað sínum. Þeir mæla af skynsemi, bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi og sýna það í verki. Hins vegar fæ ég ekki séð skynsemi í öfgum, þráhyggju og kærugleði Landverndar. Dýrmæt náttúran þarf á trúverðugri bandamanni að halda, það segi ég af eigin reynslu sem einn eigenda ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum. Afskipti Landverndar af málum þar eru ekki traustvekjandi en hafa orðið til þess að ég fylgist betur en áður með því hvernig samtökin hegða sér og beita kröftum sínum í öðrum málum, í öðrum héruðum. Flest ber að sama brunni, því miður. Samfélagið þarf á sterkum innviðum að halda til að ganga sómasamlega og áfallalítið. Öflugt og öruggt dreifikerfi raforku er þar ofarlega á blaði. Landvernd lætur flutningsmál raforku til sín taka og taldi árið 2007 að undirbúningur og framkvæmd mats á umhverfisáhrifum, vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar við Húsavík og tilheyrandi línulagnar, væri fullnægjandi og jafnvel til fyrirmyndar. Nú hefur Landvernd snúið við blaðinu, kærir sem mest hún má og setur milljarðaframkvæmdir í uppnám með tilheyrandi tjóni og óvissu, tjóni sem sennilega mun lenda á almenningi á einn eða annan hátt.Sinnaskipti Forstjóri Landsnets benti á þessi sinnaskipti Landverndar nýlega á fundi Verkfræðingafélags Íslands um undirbúning verklegra framkvæmda. Formaður Landverndar var á fundinum og brást við ummælunum með því að segja að Landvernd nú væri annar og fjölmennari félagsskapur en 2007 og með aðrar áherslur en þá. Hlálegt er að formanninum tekst ekki einu sinni að fylkja eigin félagsmönnum um áherslur og öfgastefnu forystusveitar sinnar. Landvernd hefur til dæmis staðið fyrir undirskriftasöfnun á Vefnum vegna kærumála félagsins. Þar höfðu á dögunum ríflega 2.000 manns skrifað upp á stuðning við málarekstur Landverndar en í samtökunum eru um 5.000 skráðir félagar. Stuðningurinn svarar því einungis til um 40% „heimafólks“ Landverndar sjálfrar! Formenn í slíkri stöðu ættu að skilja hana sem skýr skilaboð um að hugsa sinn gang. Fyrir liggur að tilteknir landshlutar þurfa á öflugri tengingu við dreifikerfi raforku að halda. Þar skal nefna helst til sögu Norðausturland og þá eru kostirnir að styrkja Byggðalínuna eða leggja línu yfir Sprengisand. Hvorug leiðin er fær fái Landvernd að ráða ferðinni. Samtökin leggjast gegn raflínu um Sprengisand og lögmaður þeirra, sem reyndar er landeigandi í Öxnadal, beitir sér gegn línulögn um lönd sín. Hvað er þá til ráða? Nú um stundir eru dísilvélar ræstar til að mæta álagstoppum í raforkukerfinu á Norðausturlandi. Að öðrum kosti verður að skammta raforku í sjálfu orkuríkinu Íslandi. Meiri innflutningur olíu til að framleiða raforku á Íslandi, takk fyrir! Þannig birtast afleiðingar þessa anga öfgastefnunnar í umhverfismálum. Gagnvart okkur, sem rekum ferðaþjónustu á hálendinu, birtast öfgar Landverndar meðal annars í stöðugu andófi samtakanna í seinni tíð gegn bráðnauðsynlegum endurbótum á Kjalvegi. Viðhorf samtakanna virðast illu heilli hafa áhrif á fjárveitingavaldið og Vegagerðin fær ekki það sem hún þarf til að gera það sem gera þarf. Álagið á samgöngukerfið eykst stöðugt á sama tíma. Hvað gera ökumenn? Þeir krækja fyrir polla og pytti á leið sinni um Kjöl og afleiðingin verður utanvegaakstur í boði þeirra sem þykjast vilja vernda umhverfið. Náttúruvernd í verki eða hvað? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar