Frá öðru landi Veronika Ómarsdóttir skrifar 22. desember 2016 07:00 Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun