Stjórnmál og aðferðafræði hönnunar Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 28. september 2016 09:00 Fyrir nokkrum árum kom út bókin Change by Design eftir Tim Brown, forstjóra IDEO, þar sem hann ræddi um aðferðafræði hönnunar (e. design thinking), hvernig hún gæti umbreytt fyrirtækjum og stofnunum og hvatt til nýsköpunar. Nú þegar við búum okkur undir kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að markaðssetja sig fyrir okkur kjósendum, verður mér oft hugsað til þessarar bókar og velti ég því fyrir mér hvernig það væri ef aðferðafræði hönnunar væri notuð í stjórnmálum og á vinnustaðnum Alþingi. Það er áhugavert að ræða málefnin með lokaniðurstöðuna í huga, fara í ferðalag til framtíðar og velja viljandi aðferðina til að ná ákveðinni niðurstöðu í stað þess að rífast um hvað og hvernig. Gefum okkur að aðferðafræði hönnunar væri valin í vinnuhópi um nýtt hátæknisjúkrahús. Þá þyrfti að spyrja hvernig við sæjum sjúkrahúsið eftir 50 ár og þá mögulega þróun á þjónustu og umhverfi þess. Ef við verðum komin með sjálfkeyrandi sjúkrabíla, hvernig þyrfti aðkoman að vera og gatnakerfið í kring um spítalann? Ef sjúkraþyrlur verða orðnar fljúgandi sjúkrabílar sem lentu á bílastæði fyrir utan spítalann, hvar þyrftu slík sjúkrabílastæði að vera, hvernig kæmu þeir síðan að spítalanum? Væru sjúkrabílaundirgöng álitlegur kostur til að komast beint inn í móttöku? Ef svo er, hvers þarf að gæta svo það gangi upp? Ef tæknin verður komin á þann stað að hægt verði að tengja armband við sjúklinga strax í sjúkrabílnum og lesa þannig allar upplýsingar fljótt og örugglega í gegnum upplýsingakerfi spítalans, væri það örugg aðferð? Hver yrði upplifun starfsfólks og sjúklinga í þessu ferli? Gætu upplýsingar farið beint til nánasta aðstandanda sem viðkomandi sjúklingur hefur valið inni á sínu sjúkrasvæði og uppfærist árlega við gerð skattaskýrslunnar? Þegar leitast er við að svara spurningum sem þessum, þarf að átta sig á hvað þarf að hanna til að slíkt gæti orðið að veruleika. Hvað og hvernig eru spurningar sem ýta undir nýsköpun. Hér er ekki ætlunin að koma með tillögur varðandi hátæknisjúkrahúsið heldur eingöngu spinna upp mögulegar samræður í þverfaglegu teymi þar sem aðferðafræði hönnunar er höfð að leiðarljósi. Þessi aðferðafræði býður upp á forvitnilegar tilraunir, fleiri möguleika og nýsköpun. Ef alþingismenn ynnu í þverpólitískum teymum, kölluðu ekki eingöngu eftir áliti hagsmunaaðila heldur nýttu sér einnig aðferðafræði hönnunar til að vinna að heildarsýn og mögulegum sviðsmyndum sem nýttar væru við ákvarðanir, gætu niðurstöðurnar orðið aðrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum kom út bókin Change by Design eftir Tim Brown, forstjóra IDEO, þar sem hann ræddi um aðferðafræði hönnunar (e. design thinking), hvernig hún gæti umbreytt fyrirtækjum og stofnunum og hvatt til nýsköpunar. Nú þegar við búum okkur undir kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að markaðssetja sig fyrir okkur kjósendum, verður mér oft hugsað til þessarar bókar og velti ég því fyrir mér hvernig það væri ef aðferðafræði hönnunar væri notuð í stjórnmálum og á vinnustaðnum Alþingi. Það er áhugavert að ræða málefnin með lokaniðurstöðuna í huga, fara í ferðalag til framtíðar og velja viljandi aðferðina til að ná ákveðinni niðurstöðu í stað þess að rífast um hvað og hvernig. Gefum okkur að aðferðafræði hönnunar væri valin í vinnuhópi um nýtt hátæknisjúkrahús. Þá þyrfti að spyrja hvernig við sæjum sjúkrahúsið eftir 50 ár og þá mögulega þróun á þjónustu og umhverfi þess. Ef við verðum komin með sjálfkeyrandi sjúkrabíla, hvernig þyrfti aðkoman að vera og gatnakerfið í kring um spítalann? Ef sjúkraþyrlur verða orðnar fljúgandi sjúkrabílar sem lentu á bílastæði fyrir utan spítalann, hvar þyrftu slík sjúkrabílastæði að vera, hvernig kæmu þeir síðan að spítalanum? Væru sjúkrabílaundirgöng álitlegur kostur til að komast beint inn í móttöku? Ef svo er, hvers þarf að gæta svo það gangi upp? Ef tæknin verður komin á þann stað að hægt verði að tengja armband við sjúklinga strax í sjúkrabílnum og lesa þannig allar upplýsingar fljótt og örugglega í gegnum upplýsingakerfi spítalans, væri það örugg aðferð? Hver yrði upplifun starfsfólks og sjúklinga í þessu ferli? Gætu upplýsingar farið beint til nánasta aðstandanda sem viðkomandi sjúklingur hefur valið inni á sínu sjúkrasvæði og uppfærist árlega við gerð skattaskýrslunnar? Þegar leitast er við að svara spurningum sem þessum, þarf að átta sig á hvað þarf að hanna til að slíkt gæti orðið að veruleika. Hvað og hvernig eru spurningar sem ýta undir nýsköpun. Hér er ekki ætlunin að koma með tillögur varðandi hátæknisjúkrahúsið heldur eingöngu spinna upp mögulegar samræður í þverfaglegu teymi þar sem aðferðafræði hönnunar er höfð að leiðarljósi. Þessi aðferðafræði býður upp á forvitnilegar tilraunir, fleiri möguleika og nýsköpun. Ef alþingismenn ynnu í þverpólitískum teymum, kölluðu ekki eingöngu eftir áliti hagsmunaaðila heldur nýttu sér einnig aðferðafræði hönnunar til að vinna að heildarsýn og mögulegum sviðsmyndum sem nýttar væru við ákvarðanir, gætu niðurstöðurnar orðið aðrar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun