Stjórnmál og aðferðafræði hönnunar Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 28. september 2016 09:00 Fyrir nokkrum árum kom út bókin Change by Design eftir Tim Brown, forstjóra IDEO, þar sem hann ræddi um aðferðafræði hönnunar (e. design thinking), hvernig hún gæti umbreytt fyrirtækjum og stofnunum og hvatt til nýsköpunar. Nú þegar við búum okkur undir kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að markaðssetja sig fyrir okkur kjósendum, verður mér oft hugsað til þessarar bókar og velti ég því fyrir mér hvernig það væri ef aðferðafræði hönnunar væri notuð í stjórnmálum og á vinnustaðnum Alþingi. Það er áhugavert að ræða málefnin með lokaniðurstöðuna í huga, fara í ferðalag til framtíðar og velja viljandi aðferðina til að ná ákveðinni niðurstöðu í stað þess að rífast um hvað og hvernig. Gefum okkur að aðferðafræði hönnunar væri valin í vinnuhópi um nýtt hátæknisjúkrahús. Þá þyrfti að spyrja hvernig við sæjum sjúkrahúsið eftir 50 ár og þá mögulega þróun á þjónustu og umhverfi þess. Ef við verðum komin með sjálfkeyrandi sjúkrabíla, hvernig þyrfti aðkoman að vera og gatnakerfið í kring um spítalann? Ef sjúkraþyrlur verða orðnar fljúgandi sjúkrabílar sem lentu á bílastæði fyrir utan spítalann, hvar þyrftu slík sjúkrabílastæði að vera, hvernig kæmu þeir síðan að spítalanum? Væru sjúkrabílaundirgöng álitlegur kostur til að komast beint inn í móttöku? Ef svo er, hvers þarf að gæta svo það gangi upp? Ef tæknin verður komin á þann stað að hægt verði að tengja armband við sjúklinga strax í sjúkrabílnum og lesa þannig allar upplýsingar fljótt og örugglega í gegnum upplýsingakerfi spítalans, væri það örugg aðferð? Hver yrði upplifun starfsfólks og sjúklinga í þessu ferli? Gætu upplýsingar farið beint til nánasta aðstandanda sem viðkomandi sjúklingur hefur valið inni á sínu sjúkrasvæði og uppfærist árlega við gerð skattaskýrslunnar? Þegar leitast er við að svara spurningum sem þessum, þarf að átta sig á hvað þarf að hanna til að slíkt gæti orðið að veruleika. Hvað og hvernig eru spurningar sem ýta undir nýsköpun. Hér er ekki ætlunin að koma með tillögur varðandi hátæknisjúkrahúsið heldur eingöngu spinna upp mögulegar samræður í þverfaglegu teymi þar sem aðferðafræði hönnunar er höfð að leiðarljósi. Þessi aðferðafræði býður upp á forvitnilegar tilraunir, fleiri möguleika og nýsköpun. Ef alþingismenn ynnu í þverpólitískum teymum, kölluðu ekki eingöngu eftir áliti hagsmunaaðila heldur nýttu sér einnig aðferðafræði hönnunar til að vinna að heildarsýn og mögulegum sviðsmyndum sem nýttar væru við ákvarðanir, gætu niðurstöðurnar orðið aðrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum kom út bókin Change by Design eftir Tim Brown, forstjóra IDEO, þar sem hann ræddi um aðferðafræði hönnunar (e. design thinking), hvernig hún gæti umbreytt fyrirtækjum og stofnunum og hvatt til nýsköpunar. Nú þegar við búum okkur undir kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að markaðssetja sig fyrir okkur kjósendum, verður mér oft hugsað til þessarar bókar og velti ég því fyrir mér hvernig það væri ef aðferðafræði hönnunar væri notuð í stjórnmálum og á vinnustaðnum Alþingi. Það er áhugavert að ræða málefnin með lokaniðurstöðuna í huga, fara í ferðalag til framtíðar og velja viljandi aðferðina til að ná ákveðinni niðurstöðu í stað þess að rífast um hvað og hvernig. Gefum okkur að aðferðafræði hönnunar væri valin í vinnuhópi um nýtt hátæknisjúkrahús. Þá þyrfti að spyrja hvernig við sæjum sjúkrahúsið eftir 50 ár og þá mögulega þróun á þjónustu og umhverfi þess. Ef við verðum komin með sjálfkeyrandi sjúkrabíla, hvernig þyrfti aðkoman að vera og gatnakerfið í kring um spítalann? Ef sjúkraþyrlur verða orðnar fljúgandi sjúkrabílar sem lentu á bílastæði fyrir utan spítalann, hvar þyrftu slík sjúkrabílastæði að vera, hvernig kæmu þeir síðan að spítalanum? Væru sjúkrabílaundirgöng álitlegur kostur til að komast beint inn í móttöku? Ef svo er, hvers þarf að gæta svo það gangi upp? Ef tæknin verður komin á þann stað að hægt verði að tengja armband við sjúklinga strax í sjúkrabílnum og lesa þannig allar upplýsingar fljótt og örugglega í gegnum upplýsingakerfi spítalans, væri það örugg aðferð? Hver yrði upplifun starfsfólks og sjúklinga í þessu ferli? Gætu upplýsingar farið beint til nánasta aðstandanda sem viðkomandi sjúklingur hefur valið inni á sínu sjúkrasvæði og uppfærist árlega við gerð skattaskýrslunnar? Þegar leitast er við að svara spurningum sem þessum, þarf að átta sig á hvað þarf að hanna til að slíkt gæti orðið að veruleika. Hvað og hvernig eru spurningar sem ýta undir nýsköpun. Hér er ekki ætlunin að koma með tillögur varðandi hátæknisjúkrahúsið heldur eingöngu spinna upp mögulegar samræður í þverfaglegu teymi þar sem aðferðafræði hönnunar er höfð að leiðarljósi. Þessi aðferðafræði býður upp á forvitnilegar tilraunir, fleiri möguleika og nýsköpun. Ef alþingismenn ynnu í þverpólitískum teymum, kölluðu ekki eingöngu eftir áliti hagsmunaaðila heldur nýttu sér einnig aðferðafræði hönnunar til að vinna að heildarsýn og mögulegum sviðsmyndum sem nýttar væru við ákvarðanir, gætu niðurstöðurnar orðið aðrar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar