Stjórnmál og aðferðafræði hönnunar Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 28. september 2016 09:00 Fyrir nokkrum árum kom út bókin Change by Design eftir Tim Brown, forstjóra IDEO, þar sem hann ræddi um aðferðafræði hönnunar (e. design thinking), hvernig hún gæti umbreytt fyrirtækjum og stofnunum og hvatt til nýsköpunar. Nú þegar við búum okkur undir kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að markaðssetja sig fyrir okkur kjósendum, verður mér oft hugsað til þessarar bókar og velti ég því fyrir mér hvernig það væri ef aðferðafræði hönnunar væri notuð í stjórnmálum og á vinnustaðnum Alþingi. Það er áhugavert að ræða málefnin með lokaniðurstöðuna í huga, fara í ferðalag til framtíðar og velja viljandi aðferðina til að ná ákveðinni niðurstöðu í stað þess að rífast um hvað og hvernig. Gefum okkur að aðferðafræði hönnunar væri valin í vinnuhópi um nýtt hátæknisjúkrahús. Þá þyrfti að spyrja hvernig við sæjum sjúkrahúsið eftir 50 ár og þá mögulega þróun á þjónustu og umhverfi þess. Ef við verðum komin með sjálfkeyrandi sjúkrabíla, hvernig þyrfti aðkoman að vera og gatnakerfið í kring um spítalann? Ef sjúkraþyrlur verða orðnar fljúgandi sjúkrabílar sem lentu á bílastæði fyrir utan spítalann, hvar þyrftu slík sjúkrabílastæði að vera, hvernig kæmu þeir síðan að spítalanum? Væru sjúkrabílaundirgöng álitlegur kostur til að komast beint inn í móttöku? Ef svo er, hvers þarf að gæta svo það gangi upp? Ef tæknin verður komin á þann stað að hægt verði að tengja armband við sjúklinga strax í sjúkrabílnum og lesa þannig allar upplýsingar fljótt og örugglega í gegnum upplýsingakerfi spítalans, væri það örugg aðferð? Hver yrði upplifun starfsfólks og sjúklinga í þessu ferli? Gætu upplýsingar farið beint til nánasta aðstandanda sem viðkomandi sjúklingur hefur valið inni á sínu sjúkrasvæði og uppfærist árlega við gerð skattaskýrslunnar? Þegar leitast er við að svara spurningum sem þessum, þarf að átta sig á hvað þarf að hanna til að slíkt gæti orðið að veruleika. Hvað og hvernig eru spurningar sem ýta undir nýsköpun. Hér er ekki ætlunin að koma með tillögur varðandi hátæknisjúkrahúsið heldur eingöngu spinna upp mögulegar samræður í þverfaglegu teymi þar sem aðferðafræði hönnunar er höfð að leiðarljósi. Þessi aðferðafræði býður upp á forvitnilegar tilraunir, fleiri möguleika og nýsköpun. Ef alþingismenn ynnu í þverpólitískum teymum, kölluðu ekki eingöngu eftir áliti hagsmunaaðila heldur nýttu sér einnig aðferðafræði hönnunar til að vinna að heildarsýn og mögulegum sviðsmyndum sem nýttar væru við ákvarðanir, gætu niðurstöðurnar orðið aðrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum kom út bókin Change by Design eftir Tim Brown, forstjóra IDEO, þar sem hann ræddi um aðferðafræði hönnunar (e. design thinking), hvernig hún gæti umbreytt fyrirtækjum og stofnunum og hvatt til nýsköpunar. Nú þegar við búum okkur undir kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að markaðssetja sig fyrir okkur kjósendum, verður mér oft hugsað til þessarar bókar og velti ég því fyrir mér hvernig það væri ef aðferðafræði hönnunar væri notuð í stjórnmálum og á vinnustaðnum Alþingi. Það er áhugavert að ræða málefnin með lokaniðurstöðuna í huga, fara í ferðalag til framtíðar og velja viljandi aðferðina til að ná ákveðinni niðurstöðu í stað þess að rífast um hvað og hvernig. Gefum okkur að aðferðafræði hönnunar væri valin í vinnuhópi um nýtt hátæknisjúkrahús. Þá þyrfti að spyrja hvernig við sæjum sjúkrahúsið eftir 50 ár og þá mögulega þróun á þjónustu og umhverfi þess. Ef við verðum komin með sjálfkeyrandi sjúkrabíla, hvernig þyrfti aðkoman að vera og gatnakerfið í kring um spítalann? Ef sjúkraþyrlur verða orðnar fljúgandi sjúkrabílar sem lentu á bílastæði fyrir utan spítalann, hvar þyrftu slík sjúkrabílastæði að vera, hvernig kæmu þeir síðan að spítalanum? Væru sjúkrabílaundirgöng álitlegur kostur til að komast beint inn í móttöku? Ef svo er, hvers þarf að gæta svo það gangi upp? Ef tæknin verður komin á þann stað að hægt verði að tengja armband við sjúklinga strax í sjúkrabílnum og lesa þannig allar upplýsingar fljótt og örugglega í gegnum upplýsingakerfi spítalans, væri það örugg aðferð? Hver yrði upplifun starfsfólks og sjúklinga í þessu ferli? Gætu upplýsingar farið beint til nánasta aðstandanda sem viðkomandi sjúklingur hefur valið inni á sínu sjúkrasvæði og uppfærist árlega við gerð skattaskýrslunnar? Þegar leitast er við að svara spurningum sem þessum, þarf að átta sig á hvað þarf að hanna til að slíkt gæti orðið að veruleika. Hvað og hvernig eru spurningar sem ýta undir nýsköpun. Hér er ekki ætlunin að koma með tillögur varðandi hátæknisjúkrahúsið heldur eingöngu spinna upp mögulegar samræður í þverfaglegu teymi þar sem aðferðafræði hönnunar er höfð að leiðarljósi. Þessi aðferðafræði býður upp á forvitnilegar tilraunir, fleiri möguleika og nýsköpun. Ef alþingismenn ynnu í þverpólitískum teymum, kölluðu ekki eingöngu eftir áliti hagsmunaaðila heldur nýttu sér einnig aðferðafræði hönnunar til að vinna að heildarsýn og mögulegum sviðsmyndum sem nýttar væru við ákvarðanir, gætu niðurstöðurnar orðið aðrar.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun