„Maðurinn er heilabilaður!“ Ívar Halldórsson skrifar 24. október 2016 18:17 Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar