Staffan Olsson ekki til í að fórna faxinu fyrir Ólympíusæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2016 12:30 Staffan Olsson. Vísir/EPA Staffan Olsson er að hætta sem þjálfari sænska handboltalandsliðsins en nú er bara spurning um hvort það verði eftir EM eða hvort liðið komist á Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu. Svíar þurfa hagstæð úrslit út úr tveimur síðustu leikjum sínum í milliriðlinum á EM í Póllandi ætli þeir að komast í umspilið. Liðið mætir Dönum í dag og Ungverjum á morgun. Svíar eru eins og er tveimur stigum á eftir Rússum sem eiga bara einn leik eftir og hann er á móti Spáni. Staffan Olsson og Ola Lindgren eru búnir að vera með sænska landsliðið í sjö ár en hafa ákveðið að segja þetta gott. „Allt tekur einhvern tímann enda. Ég vil lifa í núinu og það væri frábært að koma sænska liðinu inn á Ólympíuleikana. Það er draumurinn," sagði Staffan Olsson við Expressen. „Ég held að ég og Ola höfum staðið okkur vel. Við höfum gert mistök en líka fullt af góðum hlutum. Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega," sagði Olsson. Besti árangur liðsins er þegar Svíar náðu í silfur á ÓL í London en Staffan Olsson sjálfur vann þrjú silfurverðlaun á ÓL sem leikmaður sænska liðsins. Staffan Olsson er þekktur fyrir sitt mikla hár sem hann hefur verið með alla tíð síðan að hann var leikmaður sænska landsliðsins. Staffan Olsson eða Faxi eins og hann var kallaður var einn af aðalóvinum íslensku þjóðarinnar þegar hann og félagar í sænska landsliðið fóru illa með íslensku strákana. Staffan Olsson er ekki tilbúinn að fórna hárinu fyrir sæti á Ólympíuleikum. „Nei. Ég veðjaði hárinu á einum Ólympíuleikum ef okkur tækist að vinna gullið en hér eftir ætla ég að reyna að halda hárinu mínu eins lengi og ég get," sagði Staffan. Staffan Olsson er ekki aðeins þjálfari sænska landsliðsins því hann er einnig aðstoðarþjálfari Zvonimir Serdarusic hjá Paris Saint-Germain. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Staffan Olsson er að hætta sem þjálfari sænska handboltalandsliðsins en nú er bara spurning um hvort það verði eftir EM eða hvort liðið komist á Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu. Svíar þurfa hagstæð úrslit út úr tveimur síðustu leikjum sínum í milliriðlinum á EM í Póllandi ætli þeir að komast í umspilið. Liðið mætir Dönum í dag og Ungverjum á morgun. Svíar eru eins og er tveimur stigum á eftir Rússum sem eiga bara einn leik eftir og hann er á móti Spáni. Staffan Olsson og Ola Lindgren eru búnir að vera með sænska landsliðið í sjö ár en hafa ákveðið að segja þetta gott. „Allt tekur einhvern tímann enda. Ég vil lifa í núinu og það væri frábært að koma sænska liðinu inn á Ólympíuleikana. Það er draumurinn," sagði Staffan Olsson við Expressen. „Ég held að ég og Ola höfum staðið okkur vel. Við höfum gert mistök en líka fullt af góðum hlutum. Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega," sagði Olsson. Besti árangur liðsins er þegar Svíar náðu í silfur á ÓL í London en Staffan Olsson sjálfur vann þrjú silfurverðlaun á ÓL sem leikmaður sænska liðsins. Staffan Olsson er þekktur fyrir sitt mikla hár sem hann hefur verið með alla tíð síðan að hann var leikmaður sænska landsliðsins. Staffan Olsson eða Faxi eins og hann var kallaður var einn af aðalóvinum íslensku þjóðarinnar þegar hann og félagar í sænska landsliðið fóru illa með íslensku strákana. Staffan Olsson er ekki tilbúinn að fórna hárinu fyrir sæti á Ólympíuleikum. „Nei. Ég veðjaði hárinu á einum Ólympíuleikum ef okkur tækist að vinna gullið en hér eftir ætla ég að reyna að halda hárinu mínu eins lengi og ég get," sagði Staffan. Staffan Olsson er ekki aðeins þjálfari sænska landsliðsins því hann er einnig aðstoðarþjálfari Zvonimir Serdarusic hjá Paris Saint-Germain.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita