Menntun í heimabyggð Bjarni Jónsson skrifar 12. september 2016 07:30 Skólarnir eru lífæð byggðanna og þar slá hjörtu íbúanna. Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar – öll menntun í heimabyggð skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og val á búsetu fólks. Framhaldsnám í heimabyggð hefur verið sérstakt baráttumál landsbyggðarinnar á undanförnum árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18 ár og foreldrar vilja ógjarnan senda börn sín ung að heiman í fjarlæga landshluta til að geta sótt þá menntun sem þau eiga rétt á. Stöðugt þarf að verja fjárveitingar til eldri framhaldsskólanna hvar sem er á landinu. Mér verður m.a. hugsað til Menntaskólans á Ísafirði og Fjölbrautaskólanna á Akranesi og Sauðárkróki. Mennt er máttur. Það þurfti að berjast fyrir stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, Menntaskólans í Borgarnesi, Menntaskólans á Tröllaskaga og framhaldsdeildanna í Vesturbyggð á Patreksfirði og nú síðast á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi svo dæmi séu nefnd. Með samstöðu og einbeittum vilja heimamanna og velvilja stjórnvalda tókst að koma á þessu mikla hagsmunamáli íbúanna. Sem sveitarstjórnarmaður, á vettvangi landshlutasamtakanna og sem formaður skólanefndar FNV var ánægjulegt að geta stutt þessa baráttu heimafólks fyrir auknu framboði menntunar á svæðunum. Framhaldsdeildirnar á Hólmavík, Hvammstanga og á Blönduósi hafa FNV á Sauðárkróki sem móðurskóla sinn en framhaldsdeildin á Patreksfirði sækir til Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.Nærsamfélagið skiptir máli Unglingsárin eru tími mikilla umbrota hjá hverjum einstaklingi og ákvarðanir teknar sem skipta miklu máli fyrir framtíðina bæði í leik og starfi. Fyrir fjölskylduna eru það hrein mannréttindi að geta verið í sem mestum samvistum við unglingana sína á þessum tíma og veitt þeim allan stuðning og hvatningu sem nærsamfélagið getur lagt þeim til. Þessar staðreyndir eru í raun áréttaðar í sjálfræðislögunum, en með þeim hafa heimili og fjölskylda axlað ábyrgð á börnum sínum að átján ára aldri og því er eðlilegt að skipulag menntunar í landinu taki mið af því. Auk þess er sá kostnaður óheyrilegur sem leggst á fjölskyldur við að senda börn langan veg til að njóta sjálfsagðrar menntunar og ekki á allra færi að standa undir honum.Sóknarfærin eru í menntun Fjölbreytt námsframboð í heimabyggð styrkir sjálfsímyndina, eykur samkeppnishæfni og hefur margfeldisáhrif í nærsamfélaginu. Framfarir í fjarskiptatækni bjóða upp á margþættan stuðning og möguleika í þessu starfi. Með stofnun framhaldsdeildanna á smærri stöðum hafa opnast nýir möguleikar fyrir fólk sem ekki átti tök á í uppvextinum að sækja sér framhaldsmenntun. Það var því mikil skammsýni og afturför þegar núverandi stjórnvöld ákváðu að takmarka framlög og stuðning ríkisins til framhaldsskólanna við nemendur undir 25 ára aldri. Sóknarfæri landsbyggðarinnar ásamt jafnrétti íbúanna eru einmitt fólgin í því að geta fléttað þetta tvennt saman, framhaldsmenntun ungs fólks og eldri íbúa, sem vegna fjarlægðar og kostnaðar gátu ekki sótt sér þessa grunnmenntun á sínum tíma.Framhaldsskólarnir hafi möguleika til sóknar Framhaldsskólarnir, móðurskólar framhaldsmenntunar í landinu, sem og hinar nýju framhaldsdeildir út um land, þurfa að búa við öryggi og möguleika til sóknar. Óvissan um fjármagn og óttinn við niðurskurð og lokanir deilda ásamt auknum kröfum um lágmarksfjölda í einstökum áföngum frá ári til árs gerir starfsumhverfið óöruggt. Mikilvægt er að framhaldsskólarnir fái aukinn skilning og fjárstuðning til að þróa námið og endurnýja og bæta tæknibúnað sinn. Verður mér þar sérstaklega hugsað til verknámsins þar sem ég þekki best til við Fjölbrautaskólana á Akranesi og Sauðárkróki, sem þurfa verulega aukinn stuðning, en þar er unnið afar gott starf. Þörfin fyrir bætta stöðu þessarar menntunar sýnir sig best í hinni gríðarlegu eftirspurn eftir iðnmenntuðum starfsmönnum á flestum sviðum atvinnulífsins. Íbúarnir og starfsfólkið vill að sjálfsögðu hafa skólann sinn og nám barna sinna í öruggum höndum á heimaslóð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Skólarnir eru lífæð byggðanna og þar slá hjörtu íbúanna. Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar – öll menntun í heimabyggð skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og val á búsetu fólks. Framhaldsnám í heimabyggð hefur verið sérstakt baráttumál landsbyggðarinnar á undanförnum árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18 ár og foreldrar vilja ógjarnan senda börn sín ung að heiman í fjarlæga landshluta til að geta sótt þá menntun sem þau eiga rétt á. Stöðugt þarf að verja fjárveitingar til eldri framhaldsskólanna hvar sem er á landinu. Mér verður m.a. hugsað til Menntaskólans á Ísafirði og Fjölbrautaskólanna á Akranesi og Sauðárkróki. Mennt er máttur. Það þurfti að berjast fyrir stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, Menntaskólans í Borgarnesi, Menntaskólans á Tröllaskaga og framhaldsdeildanna í Vesturbyggð á Patreksfirði og nú síðast á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi svo dæmi séu nefnd. Með samstöðu og einbeittum vilja heimamanna og velvilja stjórnvalda tókst að koma á þessu mikla hagsmunamáli íbúanna. Sem sveitarstjórnarmaður, á vettvangi landshlutasamtakanna og sem formaður skólanefndar FNV var ánægjulegt að geta stutt þessa baráttu heimafólks fyrir auknu framboði menntunar á svæðunum. Framhaldsdeildirnar á Hólmavík, Hvammstanga og á Blönduósi hafa FNV á Sauðárkróki sem móðurskóla sinn en framhaldsdeildin á Patreksfirði sækir til Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.Nærsamfélagið skiptir máli Unglingsárin eru tími mikilla umbrota hjá hverjum einstaklingi og ákvarðanir teknar sem skipta miklu máli fyrir framtíðina bæði í leik og starfi. Fyrir fjölskylduna eru það hrein mannréttindi að geta verið í sem mestum samvistum við unglingana sína á þessum tíma og veitt þeim allan stuðning og hvatningu sem nærsamfélagið getur lagt þeim til. Þessar staðreyndir eru í raun áréttaðar í sjálfræðislögunum, en með þeim hafa heimili og fjölskylda axlað ábyrgð á börnum sínum að átján ára aldri og því er eðlilegt að skipulag menntunar í landinu taki mið af því. Auk þess er sá kostnaður óheyrilegur sem leggst á fjölskyldur við að senda börn langan veg til að njóta sjálfsagðrar menntunar og ekki á allra færi að standa undir honum.Sóknarfærin eru í menntun Fjölbreytt námsframboð í heimabyggð styrkir sjálfsímyndina, eykur samkeppnishæfni og hefur margfeldisáhrif í nærsamfélaginu. Framfarir í fjarskiptatækni bjóða upp á margþættan stuðning og möguleika í þessu starfi. Með stofnun framhaldsdeildanna á smærri stöðum hafa opnast nýir möguleikar fyrir fólk sem ekki átti tök á í uppvextinum að sækja sér framhaldsmenntun. Það var því mikil skammsýni og afturför þegar núverandi stjórnvöld ákváðu að takmarka framlög og stuðning ríkisins til framhaldsskólanna við nemendur undir 25 ára aldri. Sóknarfæri landsbyggðarinnar ásamt jafnrétti íbúanna eru einmitt fólgin í því að geta fléttað þetta tvennt saman, framhaldsmenntun ungs fólks og eldri íbúa, sem vegna fjarlægðar og kostnaðar gátu ekki sótt sér þessa grunnmenntun á sínum tíma.Framhaldsskólarnir hafi möguleika til sóknar Framhaldsskólarnir, móðurskólar framhaldsmenntunar í landinu, sem og hinar nýju framhaldsdeildir út um land, þurfa að búa við öryggi og möguleika til sóknar. Óvissan um fjármagn og óttinn við niðurskurð og lokanir deilda ásamt auknum kröfum um lágmarksfjölda í einstökum áföngum frá ári til árs gerir starfsumhverfið óöruggt. Mikilvægt er að framhaldsskólarnir fái aukinn skilning og fjárstuðning til að þróa námið og endurnýja og bæta tæknibúnað sinn. Verður mér þar sérstaklega hugsað til verknámsins þar sem ég þekki best til við Fjölbrautaskólana á Akranesi og Sauðárkróki, sem þurfa verulega aukinn stuðning, en þar er unnið afar gott starf. Þörfin fyrir bætta stöðu þessarar menntunar sýnir sig best í hinni gríðarlegu eftirspurn eftir iðnmenntuðum starfsmönnum á flestum sviðum atvinnulífsins. Íbúarnir og starfsfólkið vill að sjálfsögðu hafa skólann sinn og nám barna sinna í öruggum höndum á heimaslóð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun