Patrekur: Þreytan hefur ekkert háð Haukunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2016 06:00 Patrekur á hliðarlínunni í landsleik með Austurríki. vísir/eva björk Í kvöld fæst úr því skorið hvort Haukar eða Afturelding fagna Íslandsmeistaratitlinum í handbolta karla. Oddaleikur liðanna fer fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði og hefst klukkan 20.00. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í úrslitum Olís-deildar karla. Úrslitaeinvígið í ár er öllu meira spennandi en í fyrra þar sem Haukar unnu 3-0 og tryggðu sér tíunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þjálfari Hauka þá var Patrekur Jóhannesson og Fréttablaðið fékk austurríska landsliðsþjálfarann til að rýna í oddaleikinn í kvöld.Fín auglýsing fyrir handboltann „Einvígið hefur verið gott og spennandi eins og hinn almenni áhugamaður vill. Það hefur verið vel mætt á þessa leiki og handboltinn hefur haft gott af þessu. Gæðin í leikjunum hafa verið góð og þetta er fín auglýsing fyrir handboltann,“ sagði Patrekur sem hefur reynslu af oddaleikjum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Árið 1995 var hann leikmaður KA sem tapaði fyrir Val í oddaleik, 30-27, og 19 árum síðar var hann þjálfari Hauka sem lutu í gras fyrir Eyjamönnum á heimavelli, 28-29. „Það er allt undir, þetta er bara síðasti leikurinn. Þetta verður örugglega svipað og þessir leikir hafa verið, liðin eru áþekk. Mér finnst Haukarnir hafa leyst það vel að vera án Tjörva [Þorgeirssonar] sem er frábær leikmaður. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ sagði Patrekur. Hann hallast síður að því að þreytan muni hafa áhrif á Hauka í kvöld en þeir geta lítið skipt fyrir utan eftir að Tjörvi datt út.Úr leik liðanna.vísir/ernirHaukarnir virka ekki þreyttir „Mér sýnist ekki. Ef maður horfir á Janus [Daða Smárason], þá sést það ekkert á hans leik. Hann er stanslaust að og spilar oftast allan leikinn,“ sagði Patrekur. „Þreytan hefur ekkert háð þeim hingað til. Auðvitað er Afturelding með fleiri menn til að skipta inn á en þegar ég horfi yfir Haukana virka þeir ekki þreyttir. Þetta er líka síðasti leikurinn og þá fá menn oft aukakraft.“ Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar, hefur glímt við meiðsli í úrslitakeppninni en lék talsvert í vörninni í síðasta leik. Patrekur segir að innkoma Böðvars geti skipt máli. „Ef 6-0 vörnin er ekki að virka eiga þeir möguleika á að skipta yfir í 5-1 vörn með Böðvar fyrir framan. Það er alltaf gott að geta spilað allavega tvö varnarafbrigði,“ sagði Patrekur. Hann er, líkt og margir, hrifinn af Mikk Pinnonen, eistneskum leikmanni Aftureldingar, sem hefur skorað 31 mark í leikjunum fjórum í úrslitaeinvíginu. „Það tók hann smá tíma að venjast deildinni en hann hefur verið frábær og það er gott fyrir Aftureldingu að hafa þennan leikmann. Það er gaman að horfa á hann spila og þetta er góður handboltamaður. Hann passar vel inn í lið Aftureldingar og er góður liðsmaður,“ sagði Patrekur um Pinnonen sem kom til Aftureldingar í byrjun árs. Giedrius Morkunas var magnaður í úrslitakeppninni í fyrra og átti stóran þátt í því að Haukar fóru taplausir í gegnum hana. Litháinn hefur ekki fundið sig jafn vel í ár og í síðasta leik ákvað Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, að byrja með hinn 19 ára Grétar Ara Guðjónsson í markinu. Og unglingalandsliðsmaðurinn þakkaði traustið og varði 25 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Patrekur á erfitt með að lesa í eftirmann sinn hjá Haukum og hvorn markvörðinn hann láti byrja í kvöld.Hvor byrjar í markinu í kvöld; Morkunas eða Grétar?vísir/anton brinkSkiptir ekki öllu máli hvor byrjar „Það er góð spurning. Í fyrra var maður bara vanur því að Giedrius væri með um 70% markvörslu og hann er búinn að vera frábær fyrir Haukana, líka í ár þótt hann hafi ekki alveg náð sömu hæðum í úrslitakeppninni,“ sagði Patrekur. Þetta sýnir líka hvað það er mikilvægt að vera með tvo góða markmenn. Það skiptir kannski ekki öllu máli hvor þeirra byrjar, þeir eru báðir það öflugir.“ Patrekur er á því að hans gömlu lærisveinar klári oddaleikinn í kvöld og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta verður hörkuleikur en ég held að Haukarnir taki þetta,“ sagði Patrekur sem er nú í óða önn að undirbúa austurríska landsliðið fyrir umspilsleiki við það danska um sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Olís-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Í kvöld fæst úr því skorið hvort Haukar eða Afturelding fagna Íslandsmeistaratitlinum í handbolta karla. Oddaleikur liðanna fer fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði og hefst klukkan 20.00. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í úrslitum Olís-deildar karla. Úrslitaeinvígið í ár er öllu meira spennandi en í fyrra þar sem Haukar unnu 3-0 og tryggðu sér tíunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þjálfari Hauka þá var Patrekur Jóhannesson og Fréttablaðið fékk austurríska landsliðsþjálfarann til að rýna í oddaleikinn í kvöld.Fín auglýsing fyrir handboltann „Einvígið hefur verið gott og spennandi eins og hinn almenni áhugamaður vill. Það hefur verið vel mætt á þessa leiki og handboltinn hefur haft gott af þessu. Gæðin í leikjunum hafa verið góð og þetta er fín auglýsing fyrir handboltann,“ sagði Patrekur sem hefur reynslu af oddaleikjum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Árið 1995 var hann leikmaður KA sem tapaði fyrir Val í oddaleik, 30-27, og 19 árum síðar var hann þjálfari Hauka sem lutu í gras fyrir Eyjamönnum á heimavelli, 28-29. „Það er allt undir, þetta er bara síðasti leikurinn. Þetta verður örugglega svipað og þessir leikir hafa verið, liðin eru áþekk. Mér finnst Haukarnir hafa leyst það vel að vera án Tjörva [Þorgeirssonar] sem er frábær leikmaður. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ sagði Patrekur. Hann hallast síður að því að þreytan muni hafa áhrif á Hauka í kvöld en þeir geta lítið skipt fyrir utan eftir að Tjörvi datt út.Úr leik liðanna.vísir/ernirHaukarnir virka ekki þreyttir „Mér sýnist ekki. Ef maður horfir á Janus [Daða Smárason], þá sést það ekkert á hans leik. Hann er stanslaust að og spilar oftast allan leikinn,“ sagði Patrekur. „Þreytan hefur ekkert háð þeim hingað til. Auðvitað er Afturelding með fleiri menn til að skipta inn á en þegar ég horfi yfir Haukana virka þeir ekki þreyttir. Þetta er líka síðasti leikurinn og þá fá menn oft aukakraft.“ Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar, hefur glímt við meiðsli í úrslitakeppninni en lék talsvert í vörninni í síðasta leik. Patrekur segir að innkoma Böðvars geti skipt máli. „Ef 6-0 vörnin er ekki að virka eiga þeir möguleika á að skipta yfir í 5-1 vörn með Böðvar fyrir framan. Það er alltaf gott að geta spilað allavega tvö varnarafbrigði,“ sagði Patrekur. Hann er, líkt og margir, hrifinn af Mikk Pinnonen, eistneskum leikmanni Aftureldingar, sem hefur skorað 31 mark í leikjunum fjórum í úrslitaeinvíginu. „Það tók hann smá tíma að venjast deildinni en hann hefur verið frábær og það er gott fyrir Aftureldingu að hafa þennan leikmann. Það er gaman að horfa á hann spila og þetta er góður handboltamaður. Hann passar vel inn í lið Aftureldingar og er góður liðsmaður,“ sagði Patrekur um Pinnonen sem kom til Aftureldingar í byrjun árs. Giedrius Morkunas var magnaður í úrslitakeppninni í fyrra og átti stóran þátt í því að Haukar fóru taplausir í gegnum hana. Litháinn hefur ekki fundið sig jafn vel í ár og í síðasta leik ákvað Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, að byrja með hinn 19 ára Grétar Ara Guðjónsson í markinu. Og unglingalandsliðsmaðurinn þakkaði traustið og varði 25 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Patrekur á erfitt með að lesa í eftirmann sinn hjá Haukum og hvorn markvörðinn hann láti byrja í kvöld.Hvor byrjar í markinu í kvöld; Morkunas eða Grétar?vísir/anton brinkSkiptir ekki öllu máli hvor byrjar „Það er góð spurning. Í fyrra var maður bara vanur því að Giedrius væri með um 70% markvörslu og hann er búinn að vera frábær fyrir Haukana, líka í ár þótt hann hafi ekki alveg náð sömu hæðum í úrslitakeppninni,“ sagði Patrekur. Þetta sýnir líka hvað það er mikilvægt að vera með tvo góða markmenn. Það skiptir kannski ekki öllu máli hvor þeirra byrjar, þeir eru báðir það öflugir.“ Patrekur er á því að hans gömlu lærisveinar klári oddaleikinn í kvöld og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta verður hörkuleikur en ég held að Haukarnir taki þetta,“ sagði Patrekur sem er nú í óða önn að undirbúa austurríska landsliðið fyrir umspilsleiki við það danska um sæti á HM í Frakklandi á næsta ári.
Olís-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita