Stofnar hjálparsamtök til að aðstoða við uppbyggingu í Ekvador eftir jarðskjálftann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 14:58 Frá skólanum í Canoa en börnin geta ekki mætt þangað næstu tvo mánuði vegna eyðileggingarinnar. Hildur ætlar því að bjóða þeim upp á ljósmyndanámskeið. mynd/hildur „Lífið mitt núna verður alltaf fyrir og eftir jarðskjálftann í Ekvador,“ segir Hildur Valsdóttir, íslensk kona sem búsett er í strandbænum Canoa í Ekvador en bærinn varð illa úti í öflugum jarðskjálfta sem varð í landinu þann 16. apríl síðastliðinn. Tæplega 700 manns létust í skjálftanum, tugir þúsunda slösuðust og fjöldi fólks missti heimili sitt. Þegar Vísir náði tali af Hildi í gær var hún stödd í höfuðborg Ekvador Quito. Þá var stór jarðskjálfti nýbúinn að ríða yfir en um nóttina varð einnig öflugur skjálfti. Hildur ætlaði upphaflega bara að vera í um þrjá mánuði í Ekvador en nú lítur út fyrir að hún verði þar þangað til í nóvember. Hún ætlar að stofna hjálparsamtök til að halda utan um uppbyggingarstarf í Canoa en seinasta mánuðinn hefur hún ásamt öðrum í bænum staðið í ströngu við að koma upp bráðabirgðahúsnæði og hreinlætisaðstöðu í kjölfar skjálftans í apríl.Bráðabirgðaskýli í Canoa.mynd/vísir„Við höfum verið að byggja skýli úr plasti en það er bara tímabundin lausn í rauninni og nú ætlum við að fara að byggja skýli úr vörubrettum sem eiga að geta enst lengur. Það er alveg nauðsynlegt því það má gera ráð fyrir því að fólk verði í bráðabirgðahúsnæði í að minnsta kosti næsta árið,“ segir Hildur. Síðustu tvær vikur hefur hún reyndar verið í Quito og bæ þar nálægt sem heitir Baños en þegar hún fór frá Canoa var búið að setja upp skýli fyrir alla í bænum sem misst höfðu húsnæði í skjálftanum og þá var búið að koma upp nægum birgðum af mat og drykkjarvatn. Rennandi vatn er hins vegar enn af skornum skammti og þá er ekki rafmagn komið á í bænum. Þá á enn eftir að hreinsa upp húsarústir svo hægt sé að byrja að byggja upp á ný. Hildur hefur þó ekki setið auðum höndum í Quito heldur hafið undirbúning að stofnun hjálparsamtakanna sem og undirbúið ljósmyndanámskeið sem hún ætlar að halda fyrir krakka sem búa í Canoa. „Þau eiga að vera byrjuð í skólanum en það verður ekki skóli hjá þeim allavega næstu tvo mánuði svo mig langar í samstarfi við norska kunningjakonu mína sem er ljósmyndari að bjóða þeim upp á þetta námskeið svo þau hafi eitthvað fyrir stafni. Krakkarnir fá einnota myndavélar og við viljum kenna þeim hvernig hægt er að nota ljósmyndina sem listform og til að tjá hvernig manni líður því það hefur til dæmis ekki verið mikil andleg aðstoð í boði fyrir fólk svo það geti tekist á við það sem gerðist,“ segir Hildur. Síðan jarðskjálftinn hefur Hildur safnað pening til að geta hjálpað til við uppbygginguna í Canoa og stofnun hjálparsamtakanna er eins konar framhald á því starfi. „Með samtökunum vilju við hjálpa fólkinu í Canoa að byggja samfélagið upp á nýtt, aðstoða við að byggja ný hús, stuðla að atvinnusköpun og setja upp ýmis konar námskeið sem geta nýst íbúum hér,“ segir Hildur.Frá Canoa.mynd/hildurAðspurð hversu mikla aðstoð stjórnvöld veiti íbúum segir Hildur að þau séu með eitt lítið tjald í bænum þar sem hægt sé að hitta fulltrúa þeirra en þeir viti lítið. Þá ætla stjórnvöld að styrkja þá fjárhagslega sem áttu hús og misstu þau í skjálftanum en það ferli mun langan tíma. Auk þess liggi ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætli að hjálpa fólki sem bjó í leiguhúsnæði og missti allt. Hildur segir að hún hafi fengið ótrúlega góð viðbrögð frá Íslandi og Noregi við söfnuninni. „Það eru alveg ótrúlega margir sem hafa aðstoðað. Ég er síðan að skipuleggja lítið festival í Noregi í bænum þar sem foreldrar mínir búa sem ég hugsa sem fjáröflun fyrir hjálparsamtökin. Ég er komin í samband við fólk þar sem er að aðstoða mig við undirbúninginn og við stefnum á að hafa hátíðina í september. Ég ætla síðan að skoða það hvort ég geti gert eitthvað svipað á Íslandi,“ segir Hildur. Vilji fólk leggja uppbyggingarstarfi Hildar í Canoa lið er hægt að styrkja það með því að leggja inn á reikning 0111-26-13822, kennitala 270486-4289. Tengdar fréttir „Ég hélt í marga tíma að ég væri að fara að deyja“ Hildur Valsdóttir er búsett í Canoa í Ekvador en bærinn er einn af þeim sem varð hvað verst úti í jarðskjálfta sem skók landið síðastliðinn laugardag. 22. apríl 2016 17:30 Fundu sex manns á lífi í húsarústum í Manta í Ekvador 413 hafa fundist látnir og 231 er enn saknað. 19. apríl 2016 16:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
„Lífið mitt núna verður alltaf fyrir og eftir jarðskjálftann í Ekvador,“ segir Hildur Valsdóttir, íslensk kona sem búsett er í strandbænum Canoa í Ekvador en bærinn varð illa úti í öflugum jarðskjálfta sem varð í landinu þann 16. apríl síðastliðinn. Tæplega 700 manns létust í skjálftanum, tugir þúsunda slösuðust og fjöldi fólks missti heimili sitt. Þegar Vísir náði tali af Hildi í gær var hún stödd í höfuðborg Ekvador Quito. Þá var stór jarðskjálfti nýbúinn að ríða yfir en um nóttina varð einnig öflugur skjálfti. Hildur ætlaði upphaflega bara að vera í um þrjá mánuði í Ekvador en nú lítur út fyrir að hún verði þar þangað til í nóvember. Hún ætlar að stofna hjálparsamtök til að halda utan um uppbyggingarstarf í Canoa en seinasta mánuðinn hefur hún ásamt öðrum í bænum staðið í ströngu við að koma upp bráðabirgðahúsnæði og hreinlætisaðstöðu í kjölfar skjálftans í apríl.Bráðabirgðaskýli í Canoa.mynd/vísir„Við höfum verið að byggja skýli úr plasti en það er bara tímabundin lausn í rauninni og nú ætlum við að fara að byggja skýli úr vörubrettum sem eiga að geta enst lengur. Það er alveg nauðsynlegt því það má gera ráð fyrir því að fólk verði í bráðabirgðahúsnæði í að minnsta kosti næsta árið,“ segir Hildur. Síðustu tvær vikur hefur hún reyndar verið í Quito og bæ þar nálægt sem heitir Baños en þegar hún fór frá Canoa var búið að setja upp skýli fyrir alla í bænum sem misst höfðu húsnæði í skjálftanum og þá var búið að koma upp nægum birgðum af mat og drykkjarvatn. Rennandi vatn er hins vegar enn af skornum skammti og þá er ekki rafmagn komið á í bænum. Þá á enn eftir að hreinsa upp húsarústir svo hægt sé að byrja að byggja upp á ný. Hildur hefur þó ekki setið auðum höndum í Quito heldur hafið undirbúning að stofnun hjálparsamtakanna sem og undirbúið ljósmyndanámskeið sem hún ætlar að halda fyrir krakka sem búa í Canoa. „Þau eiga að vera byrjuð í skólanum en það verður ekki skóli hjá þeim allavega næstu tvo mánuði svo mig langar í samstarfi við norska kunningjakonu mína sem er ljósmyndari að bjóða þeim upp á þetta námskeið svo þau hafi eitthvað fyrir stafni. Krakkarnir fá einnota myndavélar og við viljum kenna þeim hvernig hægt er að nota ljósmyndina sem listform og til að tjá hvernig manni líður því það hefur til dæmis ekki verið mikil andleg aðstoð í boði fyrir fólk svo það geti tekist á við það sem gerðist,“ segir Hildur. Síðan jarðskjálftinn hefur Hildur safnað pening til að geta hjálpað til við uppbygginguna í Canoa og stofnun hjálparsamtakanna er eins konar framhald á því starfi. „Með samtökunum vilju við hjálpa fólkinu í Canoa að byggja samfélagið upp á nýtt, aðstoða við að byggja ný hús, stuðla að atvinnusköpun og setja upp ýmis konar námskeið sem geta nýst íbúum hér,“ segir Hildur.Frá Canoa.mynd/hildurAðspurð hversu mikla aðstoð stjórnvöld veiti íbúum segir Hildur að þau séu með eitt lítið tjald í bænum þar sem hægt sé að hitta fulltrúa þeirra en þeir viti lítið. Þá ætla stjórnvöld að styrkja þá fjárhagslega sem áttu hús og misstu þau í skjálftanum en það ferli mun langan tíma. Auk þess liggi ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætli að hjálpa fólki sem bjó í leiguhúsnæði og missti allt. Hildur segir að hún hafi fengið ótrúlega góð viðbrögð frá Íslandi og Noregi við söfnuninni. „Það eru alveg ótrúlega margir sem hafa aðstoðað. Ég er síðan að skipuleggja lítið festival í Noregi í bænum þar sem foreldrar mínir búa sem ég hugsa sem fjáröflun fyrir hjálparsamtökin. Ég er komin í samband við fólk þar sem er að aðstoða mig við undirbúninginn og við stefnum á að hafa hátíðina í september. Ég ætla síðan að skoða það hvort ég geti gert eitthvað svipað á Íslandi,“ segir Hildur. Vilji fólk leggja uppbyggingarstarfi Hildar í Canoa lið er hægt að styrkja það með því að leggja inn á reikning 0111-26-13822, kennitala 270486-4289.
Tengdar fréttir „Ég hélt í marga tíma að ég væri að fara að deyja“ Hildur Valsdóttir er búsett í Canoa í Ekvador en bærinn er einn af þeim sem varð hvað verst úti í jarðskjálfta sem skók landið síðastliðinn laugardag. 22. apríl 2016 17:30 Fundu sex manns á lífi í húsarústum í Manta í Ekvador 413 hafa fundist látnir og 231 er enn saknað. 19. apríl 2016 16:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
„Ég hélt í marga tíma að ég væri að fara að deyja“ Hildur Valsdóttir er búsett í Canoa í Ekvador en bærinn er einn af þeim sem varð hvað verst úti í jarðskjálfta sem skók landið síðastliðinn laugardag. 22. apríl 2016 17:30
Fundu sex manns á lífi í húsarústum í Manta í Ekvador 413 hafa fundist látnir og 231 er enn saknað. 19. apríl 2016 16:13