Stofnar hjálparsamtök til að aðstoða við uppbyggingu í Ekvador eftir jarðskjálftann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 14:58 Frá skólanum í Canoa en börnin geta ekki mætt þangað næstu tvo mánuði vegna eyðileggingarinnar. Hildur ætlar því að bjóða þeim upp á ljósmyndanámskeið. mynd/hildur „Lífið mitt núna verður alltaf fyrir og eftir jarðskjálftann í Ekvador,“ segir Hildur Valsdóttir, íslensk kona sem búsett er í strandbænum Canoa í Ekvador en bærinn varð illa úti í öflugum jarðskjálfta sem varð í landinu þann 16. apríl síðastliðinn. Tæplega 700 manns létust í skjálftanum, tugir þúsunda slösuðust og fjöldi fólks missti heimili sitt. Þegar Vísir náði tali af Hildi í gær var hún stödd í höfuðborg Ekvador Quito. Þá var stór jarðskjálfti nýbúinn að ríða yfir en um nóttina varð einnig öflugur skjálfti. Hildur ætlaði upphaflega bara að vera í um þrjá mánuði í Ekvador en nú lítur út fyrir að hún verði þar þangað til í nóvember. Hún ætlar að stofna hjálparsamtök til að halda utan um uppbyggingarstarf í Canoa en seinasta mánuðinn hefur hún ásamt öðrum í bænum staðið í ströngu við að koma upp bráðabirgðahúsnæði og hreinlætisaðstöðu í kjölfar skjálftans í apríl.Bráðabirgðaskýli í Canoa.mynd/vísir„Við höfum verið að byggja skýli úr plasti en það er bara tímabundin lausn í rauninni og nú ætlum við að fara að byggja skýli úr vörubrettum sem eiga að geta enst lengur. Það er alveg nauðsynlegt því það má gera ráð fyrir því að fólk verði í bráðabirgðahúsnæði í að minnsta kosti næsta árið,“ segir Hildur. Síðustu tvær vikur hefur hún reyndar verið í Quito og bæ þar nálægt sem heitir Baños en þegar hún fór frá Canoa var búið að setja upp skýli fyrir alla í bænum sem misst höfðu húsnæði í skjálftanum og þá var búið að koma upp nægum birgðum af mat og drykkjarvatn. Rennandi vatn er hins vegar enn af skornum skammti og þá er ekki rafmagn komið á í bænum. Þá á enn eftir að hreinsa upp húsarústir svo hægt sé að byrja að byggja upp á ný. Hildur hefur þó ekki setið auðum höndum í Quito heldur hafið undirbúning að stofnun hjálparsamtakanna sem og undirbúið ljósmyndanámskeið sem hún ætlar að halda fyrir krakka sem búa í Canoa. „Þau eiga að vera byrjuð í skólanum en það verður ekki skóli hjá þeim allavega næstu tvo mánuði svo mig langar í samstarfi við norska kunningjakonu mína sem er ljósmyndari að bjóða þeim upp á þetta námskeið svo þau hafi eitthvað fyrir stafni. Krakkarnir fá einnota myndavélar og við viljum kenna þeim hvernig hægt er að nota ljósmyndina sem listform og til að tjá hvernig manni líður því það hefur til dæmis ekki verið mikil andleg aðstoð í boði fyrir fólk svo það geti tekist á við það sem gerðist,“ segir Hildur. Síðan jarðskjálftinn hefur Hildur safnað pening til að geta hjálpað til við uppbygginguna í Canoa og stofnun hjálparsamtakanna er eins konar framhald á því starfi. „Með samtökunum vilju við hjálpa fólkinu í Canoa að byggja samfélagið upp á nýtt, aðstoða við að byggja ný hús, stuðla að atvinnusköpun og setja upp ýmis konar námskeið sem geta nýst íbúum hér,“ segir Hildur.Frá Canoa.mynd/hildurAðspurð hversu mikla aðstoð stjórnvöld veiti íbúum segir Hildur að þau séu með eitt lítið tjald í bænum þar sem hægt sé að hitta fulltrúa þeirra en þeir viti lítið. Þá ætla stjórnvöld að styrkja þá fjárhagslega sem áttu hús og misstu þau í skjálftanum en það ferli mun langan tíma. Auk þess liggi ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætli að hjálpa fólki sem bjó í leiguhúsnæði og missti allt. Hildur segir að hún hafi fengið ótrúlega góð viðbrögð frá Íslandi og Noregi við söfnuninni. „Það eru alveg ótrúlega margir sem hafa aðstoðað. Ég er síðan að skipuleggja lítið festival í Noregi í bænum þar sem foreldrar mínir búa sem ég hugsa sem fjáröflun fyrir hjálparsamtökin. Ég er komin í samband við fólk þar sem er að aðstoða mig við undirbúninginn og við stefnum á að hafa hátíðina í september. Ég ætla síðan að skoða það hvort ég geti gert eitthvað svipað á Íslandi,“ segir Hildur. Vilji fólk leggja uppbyggingarstarfi Hildar í Canoa lið er hægt að styrkja það með því að leggja inn á reikning 0111-26-13822, kennitala 270486-4289. Tengdar fréttir „Ég hélt í marga tíma að ég væri að fara að deyja“ Hildur Valsdóttir er búsett í Canoa í Ekvador en bærinn er einn af þeim sem varð hvað verst úti í jarðskjálfta sem skók landið síðastliðinn laugardag. 22. apríl 2016 17:30 Fundu sex manns á lífi í húsarústum í Manta í Ekvador 413 hafa fundist látnir og 231 er enn saknað. 19. apríl 2016 16:13 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
„Lífið mitt núna verður alltaf fyrir og eftir jarðskjálftann í Ekvador,“ segir Hildur Valsdóttir, íslensk kona sem búsett er í strandbænum Canoa í Ekvador en bærinn varð illa úti í öflugum jarðskjálfta sem varð í landinu þann 16. apríl síðastliðinn. Tæplega 700 manns létust í skjálftanum, tugir þúsunda slösuðust og fjöldi fólks missti heimili sitt. Þegar Vísir náði tali af Hildi í gær var hún stödd í höfuðborg Ekvador Quito. Þá var stór jarðskjálfti nýbúinn að ríða yfir en um nóttina varð einnig öflugur skjálfti. Hildur ætlaði upphaflega bara að vera í um þrjá mánuði í Ekvador en nú lítur út fyrir að hún verði þar þangað til í nóvember. Hún ætlar að stofna hjálparsamtök til að halda utan um uppbyggingarstarf í Canoa en seinasta mánuðinn hefur hún ásamt öðrum í bænum staðið í ströngu við að koma upp bráðabirgðahúsnæði og hreinlætisaðstöðu í kjölfar skjálftans í apríl.Bráðabirgðaskýli í Canoa.mynd/vísir„Við höfum verið að byggja skýli úr plasti en það er bara tímabundin lausn í rauninni og nú ætlum við að fara að byggja skýli úr vörubrettum sem eiga að geta enst lengur. Það er alveg nauðsynlegt því það má gera ráð fyrir því að fólk verði í bráðabirgðahúsnæði í að minnsta kosti næsta árið,“ segir Hildur. Síðustu tvær vikur hefur hún reyndar verið í Quito og bæ þar nálægt sem heitir Baños en þegar hún fór frá Canoa var búið að setja upp skýli fyrir alla í bænum sem misst höfðu húsnæði í skjálftanum og þá var búið að koma upp nægum birgðum af mat og drykkjarvatn. Rennandi vatn er hins vegar enn af skornum skammti og þá er ekki rafmagn komið á í bænum. Þá á enn eftir að hreinsa upp húsarústir svo hægt sé að byrja að byggja upp á ný. Hildur hefur þó ekki setið auðum höndum í Quito heldur hafið undirbúning að stofnun hjálparsamtakanna sem og undirbúið ljósmyndanámskeið sem hún ætlar að halda fyrir krakka sem búa í Canoa. „Þau eiga að vera byrjuð í skólanum en það verður ekki skóli hjá þeim allavega næstu tvo mánuði svo mig langar í samstarfi við norska kunningjakonu mína sem er ljósmyndari að bjóða þeim upp á þetta námskeið svo þau hafi eitthvað fyrir stafni. Krakkarnir fá einnota myndavélar og við viljum kenna þeim hvernig hægt er að nota ljósmyndina sem listform og til að tjá hvernig manni líður því það hefur til dæmis ekki verið mikil andleg aðstoð í boði fyrir fólk svo það geti tekist á við það sem gerðist,“ segir Hildur. Síðan jarðskjálftinn hefur Hildur safnað pening til að geta hjálpað til við uppbygginguna í Canoa og stofnun hjálparsamtakanna er eins konar framhald á því starfi. „Með samtökunum vilju við hjálpa fólkinu í Canoa að byggja samfélagið upp á nýtt, aðstoða við að byggja ný hús, stuðla að atvinnusköpun og setja upp ýmis konar námskeið sem geta nýst íbúum hér,“ segir Hildur.Frá Canoa.mynd/hildurAðspurð hversu mikla aðstoð stjórnvöld veiti íbúum segir Hildur að þau séu með eitt lítið tjald í bænum þar sem hægt sé að hitta fulltrúa þeirra en þeir viti lítið. Þá ætla stjórnvöld að styrkja þá fjárhagslega sem áttu hús og misstu þau í skjálftanum en það ferli mun langan tíma. Auk þess liggi ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætli að hjálpa fólki sem bjó í leiguhúsnæði og missti allt. Hildur segir að hún hafi fengið ótrúlega góð viðbrögð frá Íslandi og Noregi við söfnuninni. „Það eru alveg ótrúlega margir sem hafa aðstoðað. Ég er síðan að skipuleggja lítið festival í Noregi í bænum þar sem foreldrar mínir búa sem ég hugsa sem fjáröflun fyrir hjálparsamtökin. Ég er komin í samband við fólk þar sem er að aðstoða mig við undirbúninginn og við stefnum á að hafa hátíðina í september. Ég ætla síðan að skoða það hvort ég geti gert eitthvað svipað á Íslandi,“ segir Hildur. Vilji fólk leggja uppbyggingarstarfi Hildar í Canoa lið er hægt að styrkja það með því að leggja inn á reikning 0111-26-13822, kennitala 270486-4289.
Tengdar fréttir „Ég hélt í marga tíma að ég væri að fara að deyja“ Hildur Valsdóttir er búsett í Canoa í Ekvador en bærinn er einn af þeim sem varð hvað verst úti í jarðskjálfta sem skók landið síðastliðinn laugardag. 22. apríl 2016 17:30 Fundu sex manns á lífi í húsarústum í Manta í Ekvador 413 hafa fundist látnir og 231 er enn saknað. 19. apríl 2016 16:13 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
„Ég hélt í marga tíma að ég væri að fara að deyja“ Hildur Valsdóttir er búsett í Canoa í Ekvador en bærinn er einn af þeim sem varð hvað verst úti í jarðskjálfta sem skók landið síðastliðinn laugardag. 22. apríl 2016 17:30
Fundu sex manns á lífi í húsarústum í Manta í Ekvador 413 hafa fundist látnir og 231 er enn saknað. 19. apríl 2016 16:13