"Flóttafólk kemur með fjölbreytta menntun og reynslu" Birta Björnsdóttir skrifar 19. maí 2016 19:30 Það eru TENT-samtökin sem stóðu að gerð skýrslunnar er samtökin hafa það að markmiði að aðstoða flóttafólk og koma í veg fyrir að fólk sé á vergangi. Í skýrslunni er stuðst við útreikninga frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en þar kemur meðal annars fram að áætlaður kostnaður við móttöku flóttafólks muni auka skuldir aðildarríkja Evrópusambandsins um samtas 68,8 milljarða evra á árunum 2015 til 2020. Hinsvegar muni þjóðarframleiðsla sömu ríkja aukast um samtals 126,6 millarða evra á sama tímabili. Þannig muni hver evra sem varið er í móttöku flóttafólks skila sér í nærri tveggja evru ávinningi á innan við fimm árum. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum segir það algengan misskilning að flóttafólk sé byrði á samfélögum. „Þvert á móti kemur flóttafólk oft með fjölbreytta menntun og reynslu sem skapar ákveðinn fjölbreytileika í atvinnulífi. Því er stundum haldið fram að flóttafólk komi og taki vinnu frá þeim sem fyrir eru eða leggist á kerfið en það er þvert á móti eins og þessi skýrsla staðfestir," segir Atli. Í dag var svo birt niðurstaða könnunar sem Amnesty International lét gera á heimsvísu, þar sem 27 þúsund manns frá 27 löndum þvert á heimsálfur svöruðu. Samkvæmt henni vilja um 80% íbúa heimsins taka á móti flóttafólki en misjafnt var þó hversu margir vildu bjóða flóttamönnum að búa hjá sér, vildu fá þá í hverfið sitt eða einfaldlega bjóða þá velkomna til að búa í landinu sínu. Atli segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart. „Gott dæmi um þetta er Kæra Eygló-átakið þar sem mikill fjöldi fólks steig fram og vildi gera eitthvað fyrir flóttafólk. Þetta eru ekki tölur sem koma okkur á óvart en eru engu að síður afar ánægjulegar," segir Atli. Kínverjar, Þjóðverjar og Bretar eru jákvæðastir gagnvart flóttamönnum á meðan Rússar, Indónesar og Tælendingar eru neikvæðastir. Á alþjóðavísu sögðust aðeins 17% aðspurðra neita flóttamönnum inngöngu í landið sitt. Aðeins í Rússlandi sagðist 61% aðspurðra ekki hleypa flóttamönnum inn í landið. Atli segir upplýsingar sem þessar mikilvægar. „Stjórnvöld bæði hér og annars staðar hljóta að taka þetta til sín. Þessi svokallaða flóttamannakrísa sem er sögð vera í Evrópu er fyrst og fremst krísa flóttafólksins því það er ekki pólitískur vilji til að leysa þeirra vandamál. Ég held að þetta hljóti að hafa góð áhrif á það fólk sem á í vanda," segir Atli. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það eru TENT-samtökin sem stóðu að gerð skýrslunnar er samtökin hafa það að markmiði að aðstoða flóttafólk og koma í veg fyrir að fólk sé á vergangi. Í skýrslunni er stuðst við útreikninga frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en þar kemur meðal annars fram að áætlaður kostnaður við móttöku flóttafólks muni auka skuldir aðildarríkja Evrópusambandsins um samtas 68,8 milljarða evra á árunum 2015 til 2020. Hinsvegar muni þjóðarframleiðsla sömu ríkja aukast um samtals 126,6 millarða evra á sama tímabili. Þannig muni hver evra sem varið er í móttöku flóttafólks skila sér í nærri tveggja evru ávinningi á innan við fimm árum. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum segir það algengan misskilning að flóttafólk sé byrði á samfélögum. „Þvert á móti kemur flóttafólk oft með fjölbreytta menntun og reynslu sem skapar ákveðinn fjölbreytileika í atvinnulífi. Því er stundum haldið fram að flóttafólk komi og taki vinnu frá þeim sem fyrir eru eða leggist á kerfið en það er þvert á móti eins og þessi skýrsla staðfestir," segir Atli. Í dag var svo birt niðurstaða könnunar sem Amnesty International lét gera á heimsvísu, þar sem 27 þúsund manns frá 27 löndum þvert á heimsálfur svöruðu. Samkvæmt henni vilja um 80% íbúa heimsins taka á móti flóttafólki en misjafnt var þó hversu margir vildu bjóða flóttamönnum að búa hjá sér, vildu fá þá í hverfið sitt eða einfaldlega bjóða þá velkomna til að búa í landinu sínu. Atli segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart. „Gott dæmi um þetta er Kæra Eygló-átakið þar sem mikill fjöldi fólks steig fram og vildi gera eitthvað fyrir flóttafólk. Þetta eru ekki tölur sem koma okkur á óvart en eru engu að síður afar ánægjulegar," segir Atli. Kínverjar, Þjóðverjar og Bretar eru jákvæðastir gagnvart flóttamönnum á meðan Rússar, Indónesar og Tælendingar eru neikvæðastir. Á alþjóðavísu sögðust aðeins 17% aðspurðra neita flóttamönnum inngöngu í landið sitt. Aðeins í Rússlandi sagðist 61% aðspurðra ekki hleypa flóttamönnum inn í landið. Atli segir upplýsingar sem þessar mikilvægar. „Stjórnvöld bæði hér og annars staðar hljóta að taka þetta til sín. Þessi svokallaða flóttamannakrísa sem er sögð vera í Evrópu er fyrst og fremst krísa flóttafólksins því það er ekki pólitískur vilji til að leysa þeirra vandamál. Ég held að þetta hljóti að hafa góð áhrif á það fólk sem á í vanda," segir Atli.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira