Innlent

Slökkvilið kallað að Árbæjarkirkju vegna sinuelds

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Slökkviliðsmenn voru kallaðir til Árbæjarkirkju síðdegis í dag vegna þess að það logaði í sinu við kirkjuna.

Vel gekk að slökkva eldinn sem var minniháttar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki vitað hvað olli eldinum en það eru allar líkur á að hann hafi verið af mannavöldum. Umhverfið mun jafna sig fljótt á þessum smávægilega loga en sjá má aðgerðir slökkviliðs á meðfylgjandi myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×