Innlent

Fiskbollur í karrísósu í umferð sem ekki eru öruggar til neyslu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hér má sjá mynd af vörunni sem innkölluð hefur verið.
Hér má sjá mynd af vörunni sem innkölluð hefur verið. Vísir/Aðsend
Ora hefur tekið úr sölu og innkallar nú Ora Fiskbollur í Karrísósu í 850 gramma umbúðum. Varan er með lotunúmerið: L1A0912 0070 og best fyrir dagsetninguna 31. 03. 2020.

„Ástæða innköllunarinnar er að mistök urðu við hitun vörunar og hún telst því ekki örugg til neyslu. Með öryggi neytenda í forgangi er því ákveðið að innkalla þetta lotunúmer,“ segir í tilkynningu frá Ora.

Þetta ákveðna lotunúmer hefur fengist í eftirfarandi verslunum:  Verslunin Hlíðarkaup, Krónan, Nóatún, Kaupfélag Skagfirðinga, Nettó og Úrval. Neytendum sem keypt hafa vöruna er í tilkynningunni bent á að þeir geti skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt.

„ORA biður neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur skapast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×