Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 21:00 Stefán Rafn Sigurmannsson í leiknum í kvöld. vísir/valli Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. Auk þess að vera úr leik á EM 2016 eftir aðeins þrjá leiki þá á íslenska liðið ekki lengur möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og þá eru líkur á því að liðið verði í neðri styrkleikaflokki í undankeppni HM í Frakklandi sem gerir liðinu mun erfiðara fyrir að komast á næsta HM. Strákarnir settu stefnuna á fjórðu Ólympíuleikana í röð en nú er orðið ljóst að í fyrsta sinn síðan í Sydney 2000 verður Ísland ekki með handboltalið á leikunum. Verði íslenska liðið í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í umspilið um laus sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi þá fær liðið mögulega leiki á móti einni af bestu handboltaþjóðum Evrópu sem er mjög erfitt verkefni. Serbía endaði í 13. sæti á EM 2014 og var þá í efri styrkleikaflokki þegar dregið var í umspilið. Liðin sem enduðu í 14. til 16. sæti á EM í Danmörku 2014, Noregur, Tékkland og Svartfjallaland, voru öll í neðri styrkleikaflokki. Frakkar eru þegar komnir inn á HM á heimavelli árið 2017 og þrjár efstu þjóðirnar á EM 2016 komast einnig beint á HM og sleppa við umspilið. Næstu átta þjóðir fara hinsvegar í umspilið og gætu orðið mótherjar íslenska liðsins. Íslenska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Króatíu í kvöld og það gæti farið svo að Ísland mæti Króatíu í umspilinu í vor. Það eru margar aðrar sterkar þjóðir sem þurfa að fara umspilsleiðina inn á HM. Fari allt á versta veg mun íslenska landsliðið fyrst eiga möguleika á því að komast á stórmót þegar EM fer fram í Króatíu í janúar 2018.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. Auk þess að vera úr leik á EM 2016 eftir aðeins þrjá leiki þá á íslenska liðið ekki lengur möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og þá eru líkur á því að liðið verði í neðri styrkleikaflokki í undankeppni HM í Frakklandi sem gerir liðinu mun erfiðara fyrir að komast á næsta HM. Strákarnir settu stefnuna á fjórðu Ólympíuleikana í röð en nú er orðið ljóst að í fyrsta sinn síðan í Sydney 2000 verður Ísland ekki með handboltalið á leikunum. Verði íslenska liðið í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í umspilið um laus sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi þá fær liðið mögulega leiki á móti einni af bestu handboltaþjóðum Evrópu sem er mjög erfitt verkefni. Serbía endaði í 13. sæti á EM 2014 og var þá í efri styrkleikaflokki þegar dregið var í umspilið. Liðin sem enduðu í 14. til 16. sæti á EM í Danmörku 2014, Noregur, Tékkland og Svartfjallaland, voru öll í neðri styrkleikaflokki. Frakkar eru þegar komnir inn á HM á heimavelli árið 2017 og þrjár efstu þjóðirnar á EM 2016 komast einnig beint á HM og sleppa við umspilið. Næstu átta þjóðir fara hinsvegar í umspilið og gætu orðið mótherjar íslenska liðsins. Íslenska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Króatíu í kvöld og það gæti farið svo að Ísland mæti Króatíu í umspilinu í vor. Það eru margar aðrar sterkar þjóðir sem þurfa að fara umspilsleiðina inn á HM. Fari allt á versta veg mun íslenska landsliðið fyrst eiga möguleika á því að komast á stórmót þegar EM fer fram í Króatíu í janúar 2018.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35