Börn beitt ofbeldi Ólafur William Hand skrifar 30. desember 2016 07:00 Það er því miður þannig að allt of mörg börn á Íslandi eru fórnalömb tálmunar. Tálmun felst í því að forsjárforeldri kemur í veg fyrir að barn fái að hitta umgengnisforeldrið. Meirihluti tálmunarmála er kominn til vegna beiskju og biturðar eftir sambandsslit og eru þau til þess fallin að skaða börnin. Það að forræðisforeldri geti afskiptalaust beitt barni fyrir sig sem vopni í sambandsslitamálum er ekki annað en andlegt ofbeldi gegn barninu og umgengnisforeldrinu. Allt ofbeldi á að vera refsivert samkvæmt lögum. Við eigum að vera löngu hætt að sætta okkur við ofbeldi sama hvaða nafni það nefnist. Kerfið á ekki að vera þannig uppbyggt að forræðisforeldri geti stundað ofbeldi gegn barni sínu án refsinga. Það eru allt of margir forræðisforeldrar sem nýta sér meingölluð lög til þess að beita ofbeldi af þessu tagi óhindrað svo árum skiptir. Þegar forsjárforeldri brýtur á rétti barns hefur umgengnisforeldrið aðeins einn kost í stöðunni og það er að óska eftir að sýslumaður beiti dagsektum á forsjárforeldrið þar til tálmun er hætt og umgengni komið á. Það er hins vegar sorgleg staðreynd að þetta úrræði virkar ekki. Afgreiðsla þessara mála tekur alltof langan tíma sem leiðir til þess að úrræðinu er sjaldnast eða nánast aldrei beitt. Skýringin er sú að sýslumaður vinnur eftir meingölluðum lögum sem í raun ýta undir að tálmun sé beitt án afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Foreldrum er skylt samkvæmt barnalögum að sækja sáttameðferð áður en dagsektum er beitt. Nú væri hægt og í raun eðlilegt að spyrja sig hvað sé verið að sætta? Það liggur fyrir samkomulag eða úrskurður sem er skýr að efni til um hvernig umgengni skuli hagað. Hver er þá tilgangur með sáttameðferð? Umgengnisforeldrið vill einungis að samkomulagið/úrskurðurinn sé virtur. Samt tekur þetta ferli marga mánuði. Sættir hafa þegar náðst með staðfestu samkomulagi á milli foreldra eða þá með úrskurði sýslumanns. Krafa um sáttameðferð þýðir í raun að litið er svo á að fyrri samningur er ekki virði þess pappírs sem hann er skrifaður á. Tálmun á að vera refsiverð og ákvæði um dagsektir eiga að vera refsiákvæði en ekki þvingunarákvæði. Ef foreldri beitir tálmun á ekki að bíða með að leggja á dagsektir heldur gera það strax og dugi það ekki á sýslumaður að óska eftir íhlutun lögreglu eins og gert er í öðrum refsimálum. Fórnarlambið, barnið, ætti að fá að hitta báða foreldra sína án þess að það þurfi að sæta því að málið dragist á langinn í kerfinu og skaði það enn frekar en þegar hefur verið gert með tálmuninni. Með því að gera smávægilegar breytingu á barnalögum, það er að binda tálmanir á umgengnisrétti viðurlögum refsilaga, má koma í veg fyrir flestar tálmanir eða allavega fækka þeim verulega með miklum sparnaði fyrir kerfi sem telur sig vera fjársvelt. Ferlið þarf að vera skilvirkara þannig að þegar krafa um dagsektir kemur fram á að afgreiða hana innan viku. Ef sýslumaður telur að málið þurfi frekari skoðun t.d. vegna öryggis barnsins eða heimilisaðstæðna ber honum að kanna það frekar innan skamms tíma. Með skilvirku kerfi fækkar þessum málum sjálfkrafa. Hvers vegna eru stjórnvöld treg við að taka upp refsingar við andlegu ofbeldi af því tagi sem tálmun er? Fastmótaðar hugmyndir um að réttur forræðisforeldris sé meiri en réttur barns og umgengnisforeldris eru það rótgrónar í kerfið að enginn hefur kjark eða vilja til þess að rugga bátnum sem samfélagið hefur sætt sig við í áratugi. Hafa ber í huga að kjarkur til að breyta kerfum, sem eingöngu eru til þess að viðhalda sjálfum sér, er forsenda þess að jafnrétti náist á öllum sviðum samfélagsins. Nýir og eldri þingmenn þurfa að sýna kjark til að berjast nú fyrir réttindum barna okkar, þeim sem skipta mestu máli í samfélagi okkar. Hættum að sætta okkur við hlutina af þeirri einföldu ástæðu að okkur finnst óþægilegt að ræða þá og gerum það sem þarf til að tryggja rétt barna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er því miður þannig að allt of mörg börn á Íslandi eru fórnalömb tálmunar. Tálmun felst í því að forsjárforeldri kemur í veg fyrir að barn fái að hitta umgengnisforeldrið. Meirihluti tálmunarmála er kominn til vegna beiskju og biturðar eftir sambandsslit og eru þau til þess fallin að skaða börnin. Það að forræðisforeldri geti afskiptalaust beitt barni fyrir sig sem vopni í sambandsslitamálum er ekki annað en andlegt ofbeldi gegn barninu og umgengnisforeldrinu. Allt ofbeldi á að vera refsivert samkvæmt lögum. Við eigum að vera löngu hætt að sætta okkur við ofbeldi sama hvaða nafni það nefnist. Kerfið á ekki að vera þannig uppbyggt að forræðisforeldri geti stundað ofbeldi gegn barni sínu án refsinga. Það eru allt of margir forræðisforeldrar sem nýta sér meingölluð lög til þess að beita ofbeldi af þessu tagi óhindrað svo árum skiptir. Þegar forsjárforeldri brýtur á rétti barns hefur umgengnisforeldrið aðeins einn kost í stöðunni og það er að óska eftir að sýslumaður beiti dagsektum á forsjárforeldrið þar til tálmun er hætt og umgengni komið á. Það er hins vegar sorgleg staðreynd að þetta úrræði virkar ekki. Afgreiðsla þessara mála tekur alltof langan tíma sem leiðir til þess að úrræðinu er sjaldnast eða nánast aldrei beitt. Skýringin er sú að sýslumaður vinnur eftir meingölluðum lögum sem í raun ýta undir að tálmun sé beitt án afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Foreldrum er skylt samkvæmt barnalögum að sækja sáttameðferð áður en dagsektum er beitt. Nú væri hægt og í raun eðlilegt að spyrja sig hvað sé verið að sætta? Það liggur fyrir samkomulag eða úrskurður sem er skýr að efni til um hvernig umgengni skuli hagað. Hver er þá tilgangur með sáttameðferð? Umgengnisforeldrið vill einungis að samkomulagið/úrskurðurinn sé virtur. Samt tekur þetta ferli marga mánuði. Sættir hafa þegar náðst með staðfestu samkomulagi á milli foreldra eða þá með úrskurði sýslumanns. Krafa um sáttameðferð þýðir í raun að litið er svo á að fyrri samningur er ekki virði þess pappírs sem hann er skrifaður á. Tálmun á að vera refsiverð og ákvæði um dagsektir eiga að vera refsiákvæði en ekki þvingunarákvæði. Ef foreldri beitir tálmun á ekki að bíða með að leggja á dagsektir heldur gera það strax og dugi það ekki á sýslumaður að óska eftir íhlutun lögreglu eins og gert er í öðrum refsimálum. Fórnarlambið, barnið, ætti að fá að hitta báða foreldra sína án þess að það þurfi að sæta því að málið dragist á langinn í kerfinu og skaði það enn frekar en þegar hefur verið gert með tálmuninni. Með því að gera smávægilegar breytingu á barnalögum, það er að binda tálmanir á umgengnisrétti viðurlögum refsilaga, má koma í veg fyrir flestar tálmanir eða allavega fækka þeim verulega með miklum sparnaði fyrir kerfi sem telur sig vera fjársvelt. Ferlið þarf að vera skilvirkara þannig að þegar krafa um dagsektir kemur fram á að afgreiða hana innan viku. Ef sýslumaður telur að málið þurfi frekari skoðun t.d. vegna öryggis barnsins eða heimilisaðstæðna ber honum að kanna það frekar innan skamms tíma. Með skilvirku kerfi fækkar þessum málum sjálfkrafa. Hvers vegna eru stjórnvöld treg við að taka upp refsingar við andlegu ofbeldi af því tagi sem tálmun er? Fastmótaðar hugmyndir um að réttur forræðisforeldris sé meiri en réttur barns og umgengnisforeldris eru það rótgrónar í kerfið að enginn hefur kjark eða vilja til þess að rugga bátnum sem samfélagið hefur sætt sig við í áratugi. Hafa ber í huga að kjarkur til að breyta kerfum, sem eingöngu eru til þess að viðhalda sjálfum sér, er forsenda þess að jafnrétti náist á öllum sviðum samfélagsins. Nýir og eldri þingmenn þurfa að sýna kjark til að berjast nú fyrir réttindum barna okkar, þeim sem skipta mestu máli í samfélagi okkar. Hættum að sætta okkur við hlutina af þeirri einföldu ástæðu að okkur finnst óþægilegt að ræða þá og gerum það sem þarf til að tryggja rétt barna okkar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun