Börn beitt ofbeldi Ólafur William Hand skrifar 30. desember 2016 07:00 Það er því miður þannig að allt of mörg börn á Íslandi eru fórnalömb tálmunar. Tálmun felst í því að forsjárforeldri kemur í veg fyrir að barn fái að hitta umgengnisforeldrið. Meirihluti tálmunarmála er kominn til vegna beiskju og biturðar eftir sambandsslit og eru þau til þess fallin að skaða börnin. Það að forræðisforeldri geti afskiptalaust beitt barni fyrir sig sem vopni í sambandsslitamálum er ekki annað en andlegt ofbeldi gegn barninu og umgengnisforeldrinu. Allt ofbeldi á að vera refsivert samkvæmt lögum. Við eigum að vera löngu hætt að sætta okkur við ofbeldi sama hvaða nafni það nefnist. Kerfið á ekki að vera þannig uppbyggt að forræðisforeldri geti stundað ofbeldi gegn barni sínu án refsinga. Það eru allt of margir forræðisforeldrar sem nýta sér meingölluð lög til þess að beita ofbeldi af þessu tagi óhindrað svo árum skiptir. Þegar forsjárforeldri brýtur á rétti barns hefur umgengnisforeldrið aðeins einn kost í stöðunni og það er að óska eftir að sýslumaður beiti dagsektum á forsjárforeldrið þar til tálmun er hætt og umgengni komið á. Það er hins vegar sorgleg staðreynd að þetta úrræði virkar ekki. Afgreiðsla þessara mála tekur alltof langan tíma sem leiðir til þess að úrræðinu er sjaldnast eða nánast aldrei beitt. Skýringin er sú að sýslumaður vinnur eftir meingölluðum lögum sem í raun ýta undir að tálmun sé beitt án afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Foreldrum er skylt samkvæmt barnalögum að sækja sáttameðferð áður en dagsektum er beitt. Nú væri hægt og í raun eðlilegt að spyrja sig hvað sé verið að sætta? Það liggur fyrir samkomulag eða úrskurður sem er skýr að efni til um hvernig umgengni skuli hagað. Hver er þá tilgangur með sáttameðferð? Umgengnisforeldrið vill einungis að samkomulagið/úrskurðurinn sé virtur. Samt tekur þetta ferli marga mánuði. Sættir hafa þegar náðst með staðfestu samkomulagi á milli foreldra eða þá með úrskurði sýslumanns. Krafa um sáttameðferð þýðir í raun að litið er svo á að fyrri samningur er ekki virði þess pappírs sem hann er skrifaður á. Tálmun á að vera refsiverð og ákvæði um dagsektir eiga að vera refsiákvæði en ekki þvingunarákvæði. Ef foreldri beitir tálmun á ekki að bíða með að leggja á dagsektir heldur gera það strax og dugi það ekki á sýslumaður að óska eftir íhlutun lögreglu eins og gert er í öðrum refsimálum. Fórnarlambið, barnið, ætti að fá að hitta báða foreldra sína án þess að það þurfi að sæta því að málið dragist á langinn í kerfinu og skaði það enn frekar en þegar hefur verið gert með tálmuninni. Með því að gera smávægilegar breytingu á barnalögum, það er að binda tálmanir á umgengnisrétti viðurlögum refsilaga, má koma í veg fyrir flestar tálmanir eða allavega fækka þeim verulega með miklum sparnaði fyrir kerfi sem telur sig vera fjársvelt. Ferlið þarf að vera skilvirkara þannig að þegar krafa um dagsektir kemur fram á að afgreiða hana innan viku. Ef sýslumaður telur að málið þurfi frekari skoðun t.d. vegna öryggis barnsins eða heimilisaðstæðna ber honum að kanna það frekar innan skamms tíma. Með skilvirku kerfi fækkar þessum málum sjálfkrafa. Hvers vegna eru stjórnvöld treg við að taka upp refsingar við andlegu ofbeldi af því tagi sem tálmun er? Fastmótaðar hugmyndir um að réttur forræðisforeldris sé meiri en réttur barns og umgengnisforeldris eru það rótgrónar í kerfið að enginn hefur kjark eða vilja til þess að rugga bátnum sem samfélagið hefur sætt sig við í áratugi. Hafa ber í huga að kjarkur til að breyta kerfum, sem eingöngu eru til þess að viðhalda sjálfum sér, er forsenda þess að jafnrétti náist á öllum sviðum samfélagsins. Nýir og eldri þingmenn þurfa að sýna kjark til að berjast nú fyrir réttindum barna okkar, þeim sem skipta mestu máli í samfélagi okkar. Hættum að sætta okkur við hlutina af þeirri einföldu ástæðu að okkur finnst óþægilegt að ræða þá og gerum það sem þarf til að tryggja rétt barna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það er því miður þannig að allt of mörg börn á Íslandi eru fórnalömb tálmunar. Tálmun felst í því að forsjárforeldri kemur í veg fyrir að barn fái að hitta umgengnisforeldrið. Meirihluti tálmunarmála er kominn til vegna beiskju og biturðar eftir sambandsslit og eru þau til þess fallin að skaða börnin. Það að forræðisforeldri geti afskiptalaust beitt barni fyrir sig sem vopni í sambandsslitamálum er ekki annað en andlegt ofbeldi gegn barninu og umgengnisforeldrinu. Allt ofbeldi á að vera refsivert samkvæmt lögum. Við eigum að vera löngu hætt að sætta okkur við ofbeldi sama hvaða nafni það nefnist. Kerfið á ekki að vera þannig uppbyggt að forræðisforeldri geti stundað ofbeldi gegn barni sínu án refsinga. Það eru allt of margir forræðisforeldrar sem nýta sér meingölluð lög til þess að beita ofbeldi af þessu tagi óhindrað svo árum skiptir. Þegar forsjárforeldri brýtur á rétti barns hefur umgengnisforeldrið aðeins einn kost í stöðunni og það er að óska eftir að sýslumaður beiti dagsektum á forsjárforeldrið þar til tálmun er hætt og umgengni komið á. Það er hins vegar sorgleg staðreynd að þetta úrræði virkar ekki. Afgreiðsla þessara mála tekur alltof langan tíma sem leiðir til þess að úrræðinu er sjaldnast eða nánast aldrei beitt. Skýringin er sú að sýslumaður vinnur eftir meingölluðum lögum sem í raun ýta undir að tálmun sé beitt án afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Foreldrum er skylt samkvæmt barnalögum að sækja sáttameðferð áður en dagsektum er beitt. Nú væri hægt og í raun eðlilegt að spyrja sig hvað sé verið að sætta? Það liggur fyrir samkomulag eða úrskurður sem er skýr að efni til um hvernig umgengni skuli hagað. Hver er þá tilgangur með sáttameðferð? Umgengnisforeldrið vill einungis að samkomulagið/úrskurðurinn sé virtur. Samt tekur þetta ferli marga mánuði. Sættir hafa þegar náðst með staðfestu samkomulagi á milli foreldra eða þá með úrskurði sýslumanns. Krafa um sáttameðferð þýðir í raun að litið er svo á að fyrri samningur er ekki virði þess pappírs sem hann er skrifaður á. Tálmun á að vera refsiverð og ákvæði um dagsektir eiga að vera refsiákvæði en ekki þvingunarákvæði. Ef foreldri beitir tálmun á ekki að bíða með að leggja á dagsektir heldur gera það strax og dugi það ekki á sýslumaður að óska eftir íhlutun lögreglu eins og gert er í öðrum refsimálum. Fórnarlambið, barnið, ætti að fá að hitta báða foreldra sína án þess að það þurfi að sæta því að málið dragist á langinn í kerfinu og skaði það enn frekar en þegar hefur verið gert með tálmuninni. Með því að gera smávægilegar breytingu á barnalögum, það er að binda tálmanir á umgengnisrétti viðurlögum refsilaga, má koma í veg fyrir flestar tálmanir eða allavega fækka þeim verulega með miklum sparnaði fyrir kerfi sem telur sig vera fjársvelt. Ferlið þarf að vera skilvirkara þannig að þegar krafa um dagsektir kemur fram á að afgreiða hana innan viku. Ef sýslumaður telur að málið þurfi frekari skoðun t.d. vegna öryggis barnsins eða heimilisaðstæðna ber honum að kanna það frekar innan skamms tíma. Með skilvirku kerfi fækkar þessum málum sjálfkrafa. Hvers vegna eru stjórnvöld treg við að taka upp refsingar við andlegu ofbeldi af því tagi sem tálmun er? Fastmótaðar hugmyndir um að réttur forræðisforeldris sé meiri en réttur barns og umgengnisforeldris eru það rótgrónar í kerfið að enginn hefur kjark eða vilja til þess að rugga bátnum sem samfélagið hefur sætt sig við í áratugi. Hafa ber í huga að kjarkur til að breyta kerfum, sem eingöngu eru til þess að viðhalda sjálfum sér, er forsenda þess að jafnrétti náist á öllum sviðum samfélagsins. Nýir og eldri þingmenn þurfa að sýna kjark til að berjast nú fyrir réttindum barna okkar, þeim sem skipta mestu máli í samfélagi okkar. Hættum að sætta okkur við hlutina af þeirri einföldu ástæðu að okkur finnst óþægilegt að ræða þá og gerum það sem þarf til að tryggja rétt barna okkar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun