Þegar heimilið er ekki griðastaður Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. desember 2016 07:00 Ekkert barn velur sér foreldra. Flest eru sem betur fer heppin. Þau fæðast til foreldra sem hafa færni og getu til að hlúa að þeim og sinna þeim til fullorðinsára. En víkjum að börnunum sem ekki auðnast sú gæfa að fæðast til heilbrigðra og ábyrgra foreldra. Þetta eru börn foreldra sem af einhverjum ástæðum eru ekki færir um að sinna foreldrahlutverkinu. Við þessar aðstæður grípur stórfjölskyldan oft inn í og aðstoðar. Amma og afi lýsa sig reiðubúin til að taka að sér og annast barnabarn/börn sín, eða frændi og frænka. Þannig alast mörg börn upp í hlýjum og traustum faðmi fjölskyldumeðlima þegar mamma eða pabbi geta ekki verið til staðar. Í öðrum tilfellum þar sem hvorki foreldra né stórfjölskyldu nýtur við koma til skjalanna fósturforeldrar sem staðist hafa könnun barnaverndaryfirvalda til að annast umönnun þeirra til fullorðinsára. Þrátt fyrir samheldni fjölskyldna og vöktun yfir börnum þessa samfélags er á hverjum tíma hópur barna sem býr við óviðunandi og ótryggar aðstæður. Þessi börn búa á heimilum sem ekki er hægt að segja að sé griðastaður þeirra.Börn óttaslegin á eigin heimili Á aðventu og um jólahátíðina er vandinn jafnvel meira íþyngjandi en að öllu jöfnu, jafnvel þótt grunnvandi foreldranna sé í raun hinn sami. Það er vegna þess að um jólahátíðina er hvarvetna gerð sú krafa að allir eigi að vera kátir, glaðir og góðir hver við annan. Á jólum er í okkar samfélagi ekkert rými fyrir ótta, ógn eða óöryggi. Jól í okkar menningu er hátíð barnanna og því skýtur það skökku við að barn þurfi að vera hrætt og óttaslegið á eigin heimili. Börn sem búa við erfiðar aðstæður velta vöngum yfir og óttast hvort mamma/pabbi verði í lagi um þessi jól. Verður ofbeldi, neysla, öskur og rifrildi? Vandamál foreldra, einkum þau sem einkennast af stjórnleysi, taka iðulega á sig alvarlega mynd um hátíðir eins og jól. Aðventunni getur fylgt meiri streita eða hömluleysi af einhverju tagi. Meira er um mannfagnaði og félagslegar uppákomur eru gjarnan tíðari. Hegðun þeirra sem eru óstöðugir fyrir og glíma t.a.m. við fíkn nær oft hæstu hæðum á þessum árstíma. Þetta vita börnin sem búa við þessar aðstæður af eigin reynslu. Óhjákvæmilega bera börnin sem hér um ræðir heimilislíf sitt saman við heimilislíf t.d. vina sinna þar sem sambærilegur vandi er ekki til staðar. Þau horfa á fölskvalausa gleði og tilhlökkun á þeim heimilum og óska þess að aðstæður væru svona heima hjá þeim. Af hverju eru hlutirnir ekki bara í lagi heima hjá mér? Börnin sem kvíða jólahátíðinni langar að hlakka til jólanna. Sum þora ekki að leyfa sér það ef allt skyldi síðan bregðast. Einhver kunna að hugsa „vonandi sleppur þetta, þótt ekki væri nema rétt á meðan við borðum og opnum pakkana“.Meðvirknin festir rætur Börn í þessum aðstæðum eiga iðulega mjög erfitt með að ræða þessi mál utan heimilis. Þeim hefur jafnvel verið kennt og þau áminnt um að þetta sé leyndarmál sem enginn annar má vita um. Segi þau frá geti eitthvað hræðilegt gerst. Þau kjósa því e.t.v. að bera þessa byrði ein og óstudd. Sjúkdómurinn meðvirkni nær oft að festa rætur í hjörtum barnanna eins og hjá öðrum aðstandendum. Allt verður að líta eðlilega út á yfirborðinu og gildir þá einu þótt innviðirnir séu rústir einar. Vandi af þessu tagi sem hér hefur verið lýst getur verið afar dulinn. Það reynir á okkur öll að vera vakandi ekki bara yfir okkar börnum heldur einnig yfir öðrum börnum í fjölskyldum okkar, vinum barna okkar og þeim börnum sem við mætum daglega eða verða á vegi okkar. Stundum er vitað um vanda sem þennan í fjölskyldum en ákveðið að blanda sér ekki í hann af ótta við reiðiviðbrögð. Aðrir óttast að fari þeir að blanda sér í málið taki það á sig enn verri mynd, jafnvel fyrir barnið. En það er ekki einungis skyldan sem knýr fólk til að láta sig málefni barna varða heldur einnig samviskan og færni fólks að setja sig í spor barna. Að láta kyrrt liggja gegn eigin samvisku kallar auk þess síðar meir á ítrekaðar vangaveltur um hvort það hefði verið hægt að gera eitthvað til að aðstoða. Í vafamálum eru tvö megingildi sem styðjast má við í þessu sambandi: Í fyrsta lagi, leyfum börnum ávallt að njóta vafans og í öðru lagi, það versta sem hægt er að gera er að gera ekki neitt. Með því að vera meðvitaður, láta sig málin varða, grípa inn í, skipta sér af, getum við hugsanlega tryggt barni öruggt skjól þessi jól og jafnvel stuðlað að breytingum til framtíðar. Þess má geta að í hugum margra barna er Kvennaathvarfið frekar griðastaður þeirra en heimilið. Í hugum sumra barna eru minningarnar um bestu jólin einmitt þegar dvalið var í Kvennaathvarfinu eða á öðrum öruggum stað. Þar var í það minnsta hægt að leggja höfuðið á koddann í þeirri vissu að svefni þeirra yrði ekki raskað, alla vega ekki þessa nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ekkert barn velur sér foreldra. Flest eru sem betur fer heppin. Þau fæðast til foreldra sem hafa færni og getu til að hlúa að þeim og sinna þeim til fullorðinsára. En víkjum að börnunum sem ekki auðnast sú gæfa að fæðast til heilbrigðra og ábyrgra foreldra. Þetta eru börn foreldra sem af einhverjum ástæðum eru ekki færir um að sinna foreldrahlutverkinu. Við þessar aðstæður grípur stórfjölskyldan oft inn í og aðstoðar. Amma og afi lýsa sig reiðubúin til að taka að sér og annast barnabarn/börn sín, eða frændi og frænka. Þannig alast mörg börn upp í hlýjum og traustum faðmi fjölskyldumeðlima þegar mamma eða pabbi geta ekki verið til staðar. Í öðrum tilfellum þar sem hvorki foreldra né stórfjölskyldu nýtur við koma til skjalanna fósturforeldrar sem staðist hafa könnun barnaverndaryfirvalda til að annast umönnun þeirra til fullorðinsára. Þrátt fyrir samheldni fjölskyldna og vöktun yfir börnum þessa samfélags er á hverjum tíma hópur barna sem býr við óviðunandi og ótryggar aðstæður. Þessi börn búa á heimilum sem ekki er hægt að segja að sé griðastaður þeirra.Börn óttaslegin á eigin heimili Á aðventu og um jólahátíðina er vandinn jafnvel meira íþyngjandi en að öllu jöfnu, jafnvel þótt grunnvandi foreldranna sé í raun hinn sami. Það er vegna þess að um jólahátíðina er hvarvetna gerð sú krafa að allir eigi að vera kátir, glaðir og góðir hver við annan. Á jólum er í okkar samfélagi ekkert rými fyrir ótta, ógn eða óöryggi. Jól í okkar menningu er hátíð barnanna og því skýtur það skökku við að barn þurfi að vera hrætt og óttaslegið á eigin heimili. Börn sem búa við erfiðar aðstæður velta vöngum yfir og óttast hvort mamma/pabbi verði í lagi um þessi jól. Verður ofbeldi, neysla, öskur og rifrildi? Vandamál foreldra, einkum þau sem einkennast af stjórnleysi, taka iðulega á sig alvarlega mynd um hátíðir eins og jól. Aðventunni getur fylgt meiri streita eða hömluleysi af einhverju tagi. Meira er um mannfagnaði og félagslegar uppákomur eru gjarnan tíðari. Hegðun þeirra sem eru óstöðugir fyrir og glíma t.a.m. við fíkn nær oft hæstu hæðum á þessum árstíma. Þetta vita börnin sem búa við þessar aðstæður af eigin reynslu. Óhjákvæmilega bera börnin sem hér um ræðir heimilislíf sitt saman við heimilislíf t.d. vina sinna þar sem sambærilegur vandi er ekki til staðar. Þau horfa á fölskvalausa gleði og tilhlökkun á þeim heimilum og óska þess að aðstæður væru svona heima hjá þeim. Af hverju eru hlutirnir ekki bara í lagi heima hjá mér? Börnin sem kvíða jólahátíðinni langar að hlakka til jólanna. Sum þora ekki að leyfa sér það ef allt skyldi síðan bregðast. Einhver kunna að hugsa „vonandi sleppur þetta, þótt ekki væri nema rétt á meðan við borðum og opnum pakkana“.Meðvirknin festir rætur Börn í þessum aðstæðum eiga iðulega mjög erfitt með að ræða þessi mál utan heimilis. Þeim hefur jafnvel verið kennt og þau áminnt um að þetta sé leyndarmál sem enginn annar má vita um. Segi þau frá geti eitthvað hræðilegt gerst. Þau kjósa því e.t.v. að bera þessa byrði ein og óstudd. Sjúkdómurinn meðvirkni nær oft að festa rætur í hjörtum barnanna eins og hjá öðrum aðstandendum. Allt verður að líta eðlilega út á yfirborðinu og gildir þá einu þótt innviðirnir séu rústir einar. Vandi af þessu tagi sem hér hefur verið lýst getur verið afar dulinn. Það reynir á okkur öll að vera vakandi ekki bara yfir okkar börnum heldur einnig yfir öðrum börnum í fjölskyldum okkar, vinum barna okkar og þeim börnum sem við mætum daglega eða verða á vegi okkar. Stundum er vitað um vanda sem þennan í fjölskyldum en ákveðið að blanda sér ekki í hann af ótta við reiðiviðbrögð. Aðrir óttast að fari þeir að blanda sér í málið taki það á sig enn verri mynd, jafnvel fyrir barnið. En það er ekki einungis skyldan sem knýr fólk til að láta sig málefni barna varða heldur einnig samviskan og færni fólks að setja sig í spor barna. Að láta kyrrt liggja gegn eigin samvisku kallar auk þess síðar meir á ítrekaðar vangaveltur um hvort það hefði verið hægt að gera eitthvað til að aðstoða. Í vafamálum eru tvö megingildi sem styðjast má við í þessu sambandi: Í fyrsta lagi, leyfum börnum ávallt að njóta vafans og í öðru lagi, það versta sem hægt er að gera er að gera ekki neitt. Með því að vera meðvitaður, láta sig málin varða, grípa inn í, skipta sér af, getum við hugsanlega tryggt barni öruggt skjól þessi jól og jafnvel stuðlað að breytingum til framtíðar. Þess má geta að í hugum margra barna er Kvennaathvarfið frekar griðastaður þeirra en heimilið. Í hugum sumra barna eru minningarnar um bestu jólin einmitt þegar dvalið var í Kvennaathvarfinu eða á öðrum öruggum stað. Þar var í það minnsta hægt að leggja höfuðið á koddann í þeirri vissu að svefni þeirra yrði ekki raskað, alla vega ekki þessa nótt.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun