Okkar Kópavogur – Kársnesið Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 21. desember 2016 11:33 Á fundi sem Kópavogsbær boðaði til í Kársnesskóla þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn voru kynntar skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog. Þróunarsvæðið er vestast á nesinu og einnig norðan megin í Fossvoginum. Nokkuð margir lögðu leið sína á þennan fund og kynningin var ekki af verri endanum. Flott myndasýning af öllu sem hugsanlega gæti verið byggt á svæðinu ásamt því að farið var yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á nesinu. Ég ætla ekki að gleyma jákvæðninni sem var í boði bæjarstjórans og skipulagsfulltrúans. Jákvæðnin fólst í: - brú yfir Fossvoginn, fyrir gangandi, hjólandi og strætó - 1200 íbúðum - 35.000 m2 atvinnuhúsnæði - eitt hótel og mögulega fleiri - fasteignaverð myndi hækka með tíð og tíma Ég verð að viðurkenna að ég vil mjög gjarnan sjá breytingar á þessu umrædda svæði en ég smitaðist ekki af þessari ofur jákvæðni. Af hverju? Samkvæmt tillögum þá er verið að skoða þrengingu á Kársnesbrautinni austan Urðarbrautar og einnig Borgarholtsbrautar vegna aukinnar umferðar bíla. Þessar breytingar á gatnakerfinu myndu auka öryggi og styrking almenningssamgangna ásamt brúnni myndu dreifa umferðarálagi! Samkvæmt spám og útreikningum er áætlað að umferð um Kársnesbrautina myndi aukast úr um það bil 6.500 bílum á dag í 16.300 bíla á dag. Nei, fyrirgefið mér 12.300 bíla á dag vegna styrkingar almenningssamgangna! Ef markmiðið er að efla bíllausan lífstíl þá gefur þetta góð fyrirheit um framtíðina og minnkandi umferð um Kársnesið. Kársnesbraut er skilgreind sem umferðarmikil gata og viðbúið að hljóðstyrkur hækki um 1-7 dB(A) á framkvæmdatíma. Við ákveðið hús við götuna voru gerðar mælingar á umferðarhávaða í maí 1994. Þær sýndu umferðarhávaða utanhúss upp á 61,6 dB(A). Það væri gaman að heyra frá bæjaryfirvöldum hvort nýrri mælingar liggi fyrir þar sem umferð hefur margfaldast á þeim 22 árum sem liðin eru frá ofangreindri mælingu. Ég er að rembast við að vera jákvæður því ég vil mjög gjarnan að þetta svæði verði fallegt en ég skil ekki hugmyndafræðina. Er markmiðið að endurvekja brandarann um gatnakerfið í Kópavogi? Hvernig eiga göturnar á Kársnesinu að þola alla þessa umferð? Eiga allir íbúar Kársness að taka upp bíllausan lífstíl af því að í samanburðarborginni Þrándheimi er þetta allt svo æðislegt? Nær golfstraumurinn alla leið þangað? Á fundinum leið mér eins og að bæjarstjórinn og skipulagsfulltrúinn væru að gefa mér sítrónu og með jákvæðni og sannfæringarkrafti reyndu að segja mér að þetta væri appelsína. Íbúalýðræðið sem bæjaryfirvöld eru að bjóða upp á er ekkert annað en sýndarlýðræði. Hvernig væri að þið færuð að vinna fyrir fólkið ykkar ekki verktakana sem vilja bara byggja meira og hærra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á fundi sem Kópavogsbær boðaði til í Kársnesskóla þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn voru kynntar skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog. Þróunarsvæðið er vestast á nesinu og einnig norðan megin í Fossvoginum. Nokkuð margir lögðu leið sína á þennan fund og kynningin var ekki af verri endanum. Flott myndasýning af öllu sem hugsanlega gæti verið byggt á svæðinu ásamt því að farið var yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á nesinu. Ég ætla ekki að gleyma jákvæðninni sem var í boði bæjarstjórans og skipulagsfulltrúans. Jákvæðnin fólst í: - brú yfir Fossvoginn, fyrir gangandi, hjólandi og strætó - 1200 íbúðum - 35.000 m2 atvinnuhúsnæði - eitt hótel og mögulega fleiri - fasteignaverð myndi hækka með tíð og tíma Ég verð að viðurkenna að ég vil mjög gjarnan sjá breytingar á þessu umrædda svæði en ég smitaðist ekki af þessari ofur jákvæðni. Af hverju? Samkvæmt tillögum þá er verið að skoða þrengingu á Kársnesbrautinni austan Urðarbrautar og einnig Borgarholtsbrautar vegna aukinnar umferðar bíla. Þessar breytingar á gatnakerfinu myndu auka öryggi og styrking almenningssamgangna ásamt brúnni myndu dreifa umferðarálagi! Samkvæmt spám og útreikningum er áætlað að umferð um Kársnesbrautina myndi aukast úr um það bil 6.500 bílum á dag í 16.300 bíla á dag. Nei, fyrirgefið mér 12.300 bíla á dag vegna styrkingar almenningssamgangna! Ef markmiðið er að efla bíllausan lífstíl þá gefur þetta góð fyrirheit um framtíðina og minnkandi umferð um Kársnesið. Kársnesbraut er skilgreind sem umferðarmikil gata og viðbúið að hljóðstyrkur hækki um 1-7 dB(A) á framkvæmdatíma. Við ákveðið hús við götuna voru gerðar mælingar á umferðarhávaða í maí 1994. Þær sýndu umferðarhávaða utanhúss upp á 61,6 dB(A). Það væri gaman að heyra frá bæjaryfirvöldum hvort nýrri mælingar liggi fyrir þar sem umferð hefur margfaldast á þeim 22 árum sem liðin eru frá ofangreindri mælingu. Ég er að rembast við að vera jákvæður því ég vil mjög gjarnan að þetta svæði verði fallegt en ég skil ekki hugmyndafræðina. Er markmiðið að endurvekja brandarann um gatnakerfið í Kópavogi? Hvernig eiga göturnar á Kársnesinu að þola alla þessa umferð? Eiga allir íbúar Kársness að taka upp bíllausan lífstíl af því að í samanburðarborginni Þrándheimi er þetta allt svo æðislegt? Nær golfstraumurinn alla leið þangað? Á fundinum leið mér eins og að bæjarstjórinn og skipulagsfulltrúinn væru að gefa mér sítrónu og með jákvæðni og sannfæringarkrafti reyndu að segja mér að þetta væri appelsína. Íbúalýðræðið sem bæjaryfirvöld eru að bjóða upp á er ekkert annað en sýndarlýðræði. Hvernig væri að þið færuð að vinna fyrir fólkið ykkar ekki verktakana sem vilja bara byggja meira og hærra!
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar