Okkar Kópavogur – Kársnesið Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 21. desember 2016 11:33 Á fundi sem Kópavogsbær boðaði til í Kársnesskóla þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn voru kynntar skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog. Þróunarsvæðið er vestast á nesinu og einnig norðan megin í Fossvoginum. Nokkuð margir lögðu leið sína á þennan fund og kynningin var ekki af verri endanum. Flott myndasýning af öllu sem hugsanlega gæti verið byggt á svæðinu ásamt því að farið var yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á nesinu. Ég ætla ekki að gleyma jákvæðninni sem var í boði bæjarstjórans og skipulagsfulltrúans. Jákvæðnin fólst í: - brú yfir Fossvoginn, fyrir gangandi, hjólandi og strætó - 1200 íbúðum - 35.000 m2 atvinnuhúsnæði - eitt hótel og mögulega fleiri - fasteignaverð myndi hækka með tíð og tíma Ég verð að viðurkenna að ég vil mjög gjarnan sjá breytingar á þessu umrædda svæði en ég smitaðist ekki af þessari ofur jákvæðni. Af hverju? Samkvæmt tillögum þá er verið að skoða þrengingu á Kársnesbrautinni austan Urðarbrautar og einnig Borgarholtsbrautar vegna aukinnar umferðar bíla. Þessar breytingar á gatnakerfinu myndu auka öryggi og styrking almenningssamgangna ásamt brúnni myndu dreifa umferðarálagi! Samkvæmt spám og útreikningum er áætlað að umferð um Kársnesbrautina myndi aukast úr um það bil 6.500 bílum á dag í 16.300 bíla á dag. Nei, fyrirgefið mér 12.300 bíla á dag vegna styrkingar almenningssamgangna! Ef markmiðið er að efla bíllausan lífstíl þá gefur þetta góð fyrirheit um framtíðina og minnkandi umferð um Kársnesið. Kársnesbraut er skilgreind sem umferðarmikil gata og viðbúið að hljóðstyrkur hækki um 1-7 dB(A) á framkvæmdatíma. Við ákveðið hús við götuna voru gerðar mælingar á umferðarhávaða í maí 1994. Þær sýndu umferðarhávaða utanhúss upp á 61,6 dB(A). Það væri gaman að heyra frá bæjaryfirvöldum hvort nýrri mælingar liggi fyrir þar sem umferð hefur margfaldast á þeim 22 árum sem liðin eru frá ofangreindri mælingu. Ég er að rembast við að vera jákvæður því ég vil mjög gjarnan að þetta svæði verði fallegt en ég skil ekki hugmyndafræðina. Er markmiðið að endurvekja brandarann um gatnakerfið í Kópavogi? Hvernig eiga göturnar á Kársnesinu að þola alla þessa umferð? Eiga allir íbúar Kársness að taka upp bíllausan lífstíl af því að í samanburðarborginni Þrándheimi er þetta allt svo æðislegt? Nær golfstraumurinn alla leið þangað? Á fundinum leið mér eins og að bæjarstjórinn og skipulagsfulltrúinn væru að gefa mér sítrónu og með jákvæðni og sannfæringarkrafti reyndu að segja mér að þetta væri appelsína. Íbúalýðræðið sem bæjaryfirvöld eru að bjóða upp á er ekkert annað en sýndarlýðræði. Hvernig væri að þið færuð að vinna fyrir fólkið ykkar ekki verktakana sem vilja bara byggja meira og hærra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á fundi sem Kópavogsbær boðaði til í Kársnesskóla þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn voru kynntar skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog. Þróunarsvæðið er vestast á nesinu og einnig norðan megin í Fossvoginum. Nokkuð margir lögðu leið sína á þennan fund og kynningin var ekki af verri endanum. Flott myndasýning af öllu sem hugsanlega gæti verið byggt á svæðinu ásamt því að farið var yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á nesinu. Ég ætla ekki að gleyma jákvæðninni sem var í boði bæjarstjórans og skipulagsfulltrúans. Jákvæðnin fólst í: - brú yfir Fossvoginn, fyrir gangandi, hjólandi og strætó - 1200 íbúðum - 35.000 m2 atvinnuhúsnæði - eitt hótel og mögulega fleiri - fasteignaverð myndi hækka með tíð og tíma Ég verð að viðurkenna að ég vil mjög gjarnan sjá breytingar á þessu umrædda svæði en ég smitaðist ekki af þessari ofur jákvæðni. Af hverju? Samkvæmt tillögum þá er verið að skoða þrengingu á Kársnesbrautinni austan Urðarbrautar og einnig Borgarholtsbrautar vegna aukinnar umferðar bíla. Þessar breytingar á gatnakerfinu myndu auka öryggi og styrking almenningssamgangna ásamt brúnni myndu dreifa umferðarálagi! Samkvæmt spám og útreikningum er áætlað að umferð um Kársnesbrautina myndi aukast úr um það bil 6.500 bílum á dag í 16.300 bíla á dag. Nei, fyrirgefið mér 12.300 bíla á dag vegna styrkingar almenningssamgangna! Ef markmiðið er að efla bíllausan lífstíl þá gefur þetta góð fyrirheit um framtíðina og minnkandi umferð um Kársnesið. Kársnesbraut er skilgreind sem umferðarmikil gata og viðbúið að hljóðstyrkur hækki um 1-7 dB(A) á framkvæmdatíma. Við ákveðið hús við götuna voru gerðar mælingar á umferðarhávaða í maí 1994. Þær sýndu umferðarhávaða utanhúss upp á 61,6 dB(A). Það væri gaman að heyra frá bæjaryfirvöldum hvort nýrri mælingar liggi fyrir þar sem umferð hefur margfaldast á þeim 22 árum sem liðin eru frá ofangreindri mælingu. Ég er að rembast við að vera jákvæður því ég vil mjög gjarnan að þetta svæði verði fallegt en ég skil ekki hugmyndafræðina. Er markmiðið að endurvekja brandarann um gatnakerfið í Kópavogi? Hvernig eiga göturnar á Kársnesinu að þola alla þessa umferð? Eiga allir íbúar Kársness að taka upp bíllausan lífstíl af því að í samanburðarborginni Þrándheimi er þetta allt svo æðislegt? Nær golfstraumurinn alla leið þangað? Á fundinum leið mér eins og að bæjarstjórinn og skipulagsfulltrúinn væru að gefa mér sítrónu og með jákvæðni og sannfæringarkrafti reyndu að segja mér að þetta væri appelsína. Íbúalýðræðið sem bæjaryfirvöld eru að bjóða upp á er ekkert annað en sýndarlýðræði. Hvernig væri að þið færuð að vinna fyrir fólkið ykkar ekki verktakana sem vilja bara byggja meira og hærra!
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar