Tækifæri úr greipum gengið? Davíð Ingason og Friðfinnur Hermannsson og Árni Sverrisson skrifa 22. desember 2016 07:00 Eftir áratuga umræður um að hefja beri skipulagða leit að krabbameini í ristli og endaþarmi hillir nú kannski undir að aðgerðir hefjist. Krabbameinsfélagið hefur að undirlagi ráðuneytisins gert tillögu að því hvernig þetta beri að framkvæma, en tvær tillögur bárust ráðuneytinu á sínum tíma um framkvæmd verkefnisins. Landlæknisembættið virðist hafa á endanum skorið úr um hvor leiðin yrði farin. Niðurstaða Krabbameinsfélagsins er að framkvæma þetta á svipaðan máta og t.d. Bretland og Finnland hafa valið að gera, með leit að blóði í hægðum sem oft er ávísun á að krabbamein sé til staðar. Engin trygging er fyrir hendi um þátttöku þessa tiltekna hóps sem valinn er og fær sendingu frá Krabbameinsfélaginu, auk þess sem hægðasýnið sem viðkomandi þarf að senda inn gefur einungis vísbendingu um hvernig staðan er á þessum tiltekna tíma, en segir ekkert til um hvort ástandið geti verið allt annað og alvarlegra eftir eitt ár, sem gerir það að verkum að endurtaka verður prófið, en gert er ráð fyrir að það verði gert á tveggja ára fresti. Þetta eru óneitanlega mikil vonbrigði fyrir okkur sem höfum fylgst með þessum málaflokki um árabil að þessi leið skuli verða fyrir valinu en ekki sú sem við áhugafólk um ristilskimun lögðum til. Hér er verið að missa af stórkostlegu tækifæri til að fyrirbyggja og fækka tilfellum þessa sjúkdóms. Á meðan tillaga Krabbameinsfélagsins felur vissulega í sér að við munum finna sjúkdóminn á fyrri stigum, að því gefnu að landsmenn muni taka vel undir aðferðafræði þá sem stungið er upp á, verðum við að benda enn og aftur á eins og við höfum gert í ræðu og riti mörg undanfarin ár að hér má gera betur með svipuðum tilkostnaði og mun meiri ávinningi. Aðferðafræðin sem við áhugafólk höfum ásamt mörgum læknum talað fyrir er að kalla inn landsmenn á tilteknum aldri í ristilspeglun til að útiloka að sjúkdómurinn sé til staðar og/eða að fjarlæga forstig sjúkdómsins, svokallaða sepa, sem síðar geta valdið krabbameini. Með því má eins og flestir hljóta að gera sér grein fyrir spara líf og langvarandi veikindi og ekki síst fjármagn í heilbrigðiskerfi sem sífellt kallar á meira fé sakir hlutfallslegrar öldrunar þjóðarinnar annars vegar og fjölgunar íbúa landsins hins vegar. Þá er jafnframt komin skráning yfir þá einstaklinga sem hafa greinst með forstigseinkenni og hægt að gera ráðstafanir til þess að þeir verði í reglubundnu eftirliti í framhaldinu.Meiri ávinningur Að finna sjúkdóminn fyrr getur vissulega hjálpað mörgum verðandi fórnarlömbum þessa sjúkdóms en augljóst ætti að vera að ávinningurinn er meiri af að fyrirbyggja sjúkdóminn. Það þýðir færri skurðaðgerðir og eftirmeðferðir. Þetta hafa fróðir menn sýnt fram á mörgum sinnum á undanförnum árum með reiknisdæmum og sannfærandi málflutningi sbr. grein læknanna Ásgeirs Theódórs og Tryggva Stefánssonar í desemberblaði Læknablaðsins. https://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/12/nr/6153. Sú aðferðafræði sem við tölum fyrir að ristilspegla alla í ákveðnum árgangi er möguleg á Íslandi vegna hagkvæmni smæðarinnar. Við eigum eins og sakir standa nógu marga meltingarsérfræðinga sem geta framkvæmt þann fjölda speglana sem nauðsynlegt er að framkvæma og góð aðstaða er fyrir hendi. Sú afturhaldsemi og skortur á framsýni þeirra aðila sem talað hafa fyrir hinni hefðbundnu aðferð ber vitni um sorglega minnimáttarkennd. Það eru vissulega ýmsir ókostir sem fylgja því að vera lítil þjóð en því fylgja líka kostir. Hér er samkvæmt okkar skilningi gullið tækifæri til að nýta kosti smæðarinnar sem við ættum ekki að láta okkur úr greipum ganga. Það er hægt að fækka tilfellum krabbameins í ristli og endaþarmi og sjá til þess að þjóðfélagið muni ekki bera aukinn kostnað af í hinu stóra samhengi og þegar til lengri tíma er litið. Það er vilji margra þjóða að fara þá leið sem við höfum lagt til hér, en íbúafjöldinn gerir það að verkum að það er ekki framkvæmanlegt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eftir áratuga umræður um að hefja beri skipulagða leit að krabbameini í ristli og endaþarmi hillir nú kannski undir að aðgerðir hefjist. Krabbameinsfélagið hefur að undirlagi ráðuneytisins gert tillögu að því hvernig þetta beri að framkvæma, en tvær tillögur bárust ráðuneytinu á sínum tíma um framkvæmd verkefnisins. Landlæknisembættið virðist hafa á endanum skorið úr um hvor leiðin yrði farin. Niðurstaða Krabbameinsfélagsins er að framkvæma þetta á svipaðan máta og t.d. Bretland og Finnland hafa valið að gera, með leit að blóði í hægðum sem oft er ávísun á að krabbamein sé til staðar. Engin trygging er fyrir hendi um þátttöku þessa tiltekna hóps sem valinn er og fær sendingu frá Krabbameinsfélaginu, auk þess sem hægðasýnið sem viðkomandi þarf að senda inn gefur einungis vísbendingu um hvernig staðan er á þessum tiltekna tíma, en segir ekkert til um hvort ástandið geti verið allt annað og alvarlegra eftir eitt ár, sem gerir það að verkum að endurtaka verður prófið, en gert er ráð fyrir að það verði gert á tveggja ára fresti. Þetta eru óneitanlega mikil vonbrigði fyrir okkur sem höfum fylgst með þessum málaflokki um árabil að þessi leið skuli verða fyrir valinu en ekki sú sem við áhugafólk um ristilskimun lögðum til. Hér er verið að missa af stórkostlegu tækifæri til að fyrirbyggja og fækka tilfellum þessa sjúkdóms. Á meðan tillaga Krabbameinsfélagsins felur vissulega í sér að við munum finna sjúkdóminn á fyrri stigum, að því gefnu að landsmenn muni taka vel undir aðferðafræði þá sem stungið er upp á, verðum við að benda enn og aftur á eins og við höfum gert í ræðu og riti mörg undanfarin ár að hér má gera betur með svipuðum tilkostnaði og mun meiri ávinningi. Aðferðafræðin sem við áhugafólk höfum ásamt mörgum læknum talað fyrir er að kalla inn landsmenn á tilteknum aldri í ristilspeglun til að útiloka að sjúkdómurinn sé til staðar og/eða að fjarlæga forstig sjúkdómsins, svokallaða sepa, sem síðar geta valdið krabbameini. Með því má eins og flestir hljóta að gera sér grein fyrir spara líf og langvarandi veikindi og ekki síst fjármagn í heilbrigðiskerfi sem sífellt kallar á meira fé sakir hlutfallslegrar öldrunar þjóðarinnar annars vegar og fjölgunar íbúa landsins hins vegar. Þá er jafnframt komin skráning yfir þá einstaklinga sem hafa greinst með forstigseinkenni og hægt að gera ráðstafanir til þess að þeir verði í reglubundnu eftirliti í framhaldinu.Meiri ávinningur Að finna sjúkdóminn fyrr getur vissulega hjálpað mörgum verðandi fórnarlömbum þessa sjúkdóms en augljóst ætti að vera að ávinningurinn er meiri af að fyrirbyggja sjúkdóminn. Það þýðir færri skurðaðgerðir og eftirmeðferðir. Þetta hafa fróðir menn sýnt fram á mörgum sinnum á undanförnum árum með reiknisdæmum og sannfærandi málflutningi sbr. grein læknanna Ásgeirs Theódórs og Tryggva Stefánssonar í desemberblaði Læknablaðsins. https://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/12/nr/6153. Sú aðferðafræði sem við tölum fyrir að ristilspegla alla í ákveðnum árgangi er möguleg á Íslandi vegna hagkvæmni smæðarinnar. Við eigum eins og sakir standa nógu marga meltingarsérfræðinga sem geta framkvæmt þann fjölda speglana sem nauðsynlegt er að framkvæma og góð aðstaða er fyrir hendi. Sú afturhaldsemi og skortur á framsýni þeirra aðila sem talað hafa fyrir hinni hefðbundnu aðferð ber vitni um sorglega minnimáttarkennd. Það eru vissulega ýmsir ókostir sem fylgja því að vera lítil þjóð en því fylgja líka kostir. Hér er samkvæmt okkar skilningi gullið tækifæri til að nýta kosti smæðarinnar sem við ættum ekki að láta okkur úr greipum ganga. Það er hægt að fækka tilfellum krabbameins í ristli og endaþarmi og sjá til þess að þjóðfélagið muni ekki bera aukinn kostnað af í hinu stóra samhengi og þegar til lengri tíma er litið. Það er vilji margra þjóða að fara þá leið sem við höfum lagt til hér, en íbúafjöldinn gerir það að verkum að það er ekki framkvæmanlegt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar