Tækifæri úr greipum gengið? Davíð Ingason og Friðfinnur Hermannsson og Árni Sverrisson skrifa 22. desember 2016 07:00 Eftir áratuga umræður um að hefja beri skipulagða leit að krabbameini í ristli og endaþarmi hillir nú kannski undir að aðgerðir hefjist. Krabbameinsfélagið hefur að undirlagi ráðuneytisins gert tillögu að því hvernig þetta beri að framkvæma, en tvær tillögur bárust ráðuneytinu á sínum tíma um framkvæmd verkefnisins. Landlæknisembættið virðist hafa á endanum skorið úr um hvor leiðin yrði farin. Niðurstaða Krabbameinsfélagsins er að framkvæma þetta á svipaðan máta og t.d. Bretland og Finnland hafa valið að gera, með leit að blóði í hægðum sem oft er ávísun á að krabbamein sé til staðar. Engin trygging er fyrir hendi um þátttöku þessa tiltekna hóps sem valinn er og fær sendingu frá Krabbameinsfélaginu, auk þess sem hægðasýnið sem viðkomandi þarf að senda inn gefur einungis vísbendingu um hvernig staðan er á þessum tiltekna tíma, en segir ekkert til um hvort ástandið geti verið allt annað og alvarlegra eftir eitt ár, sem gerir það að verkum að endurtaka verður prófið, en gert er ráð fyrir að það verði gert á tveggja ára fresti. Þetta eru óneitanlega mikil vonbrigði fyrir okkur sem höfum fylgst með þessum málaflokki um árabil að þessi leið skuli verða fyrir valinu en ekki sú sem við áhugafólk um ristilskimun lögðum til. Hér er verið að missa af stórkostlegu tækifæri til að fyrirbyggja og fækka tilfellum þessa sjúkdóms. Á meðan tillaga Krabbameinsfélagsins felur vissulega í sér að við munum finna sjúkdóminn á fyrri stigum, að því gefnu að landsmenn muni taka vel undir aðferðafræði þá sem stungið er upp á, verðum við að benda enn og aftur á eins og við höfum gert í ræðu og riti mörg undanfarin ár að hér má gera betur með svipuðum tilkostnaði og mun meiri ávinningi. Aðferðafræðin sem við áhugafólk höfum ásamt mörgum læknum talað fyrir er að kalla inn landsmenn á tilteknum aldri í ristilspeglun til að útiloka að sjúkdómurinn sé til staðar og/eða að fjarlæga forstig sjúkdómsins, svokallaða sepa, sem síðar geta valdið krabbameini. Með því má eins og flestir hljóta að gera sér grein fyrir spara líf og langvarandi veikindi og ekki síst fjármagn í heilbrigðiskerfi sem sífellt kallar á meira fé sakir hlutfallslegrar öldrunar þjóðarinnar annars vegar og fjölgunar íbúa landsins hins vegar. Þá er jafnframt komin skráning yfir þá einstaklinga sem hafa greinst með forstigseinkenni og hægt að gera ráðstafanir til þess að þeir verði í reglubundnu eftirliti í framhaldinu.Meiri ávinningur Að finna sjúkdóminn fyrr getur vissulega hjálpað mörgum verðandi fórnarlömbum þessa sjúkdóms en augljóst ætti að vera að ávinningurinn er meiri af að fyrirbyggja sjúkdóminn. Það þýðir færri skurðaðgerðir og eftirmeðferðir. Þetta hafa fróðir menn sýnt fram á mörgum sinnum á undanförnum árum með reiknisdæmum og sannfærandi málflutningi sbr. grein læknanna Ásgeirs Theódórs og Tryggva Stefánssonar í desemberblaði Læknablaðsins. https://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/12/nr/6153. Sú aðferðafræði sem við tölum fyrir að ristilspegla alla í ákveðnum árgangi er möguleg á Íslandi vegna hagkvæmni smæðarinnar. Við eigum eins og sakir standa nógu marga meltingarsérfræðinga sem geta framkvæmt þann fjölda speglana sem nauðsynlegt er að framkvæma og góð aðstaða er fyrir hendi. Sú afturhaldsemi og skortur á framsýni þeirra aðila sem talað hafa fyrir hinni hefðbundnu aðferð ber vitni um sorglega minnimáttarkennd. Það eru vissulega ýmsir ókostir sem fylgja því að vera lítil þjóð en því fylgja líka kostir. Hér er samkvæmt okkar skilningi gullið tækifæri til að nýta kosti smæðarinnar sem við ættum ekki að láta okkur úr greipum ganga. Það er hægt að fækka tilfellum krabbameins í ristli og endaþarmi og sjá til þess að þjóðfélagið muni ekki bera aukinn kostnað af í hinu stóra samhengi og þegar til lengri tíma er litið. Það er vilji margra þjóða að fara þá leið sem við höfum lagt til hér, en íbúafjöldinn gerir það að verkum að það er ekki framkvæmanlegt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir áratuga umræður um að hefja beri skipulagða leit að krabbameini í ristli og endaþarmi hillir nú kannski undir að aðgerðir hefjist. Krabbameinsfélagið hefur að undirlagi ráðuneytisins gert tillögu að því hvernig þetta beri að framkvæma, en tvær tillögur bárust ráðuneytinu á sínum tíma um framkvæmd verkefnisins. Landlæknisembættið virðist hafa á endanum skorið úr um hvor leiðin yrði farin. Niðurstaða Krabbameinsfélagsins er að framkvæma þetta á svipaðan máta og t.d. Bretland og Finnland hafa valið að gera, með leit að blóði í hægðum sem oft er ávísun á að krabbamein sé til staðar. Engin trygging er fyrir hendi um þátttöku þessa tiltekna hóps sem valinn er og fær sendingu frá Krabbameinsfélaginu, auk þess sem hægðasýnið sem viðkomandi þarf að senda inn gefur einungis vísbendingu um hvernig staðan er á þessum tiltekna tíma, en segir ekkert til um hvort ástandið geti verið allt annað og alvarlegra eftir eitt ár, sem gerir það að verkum að endurtaka verður prófið, en gert er ráð fyrir að það verði gert á tveggja ára fresti. Þetta eru óneitanlega mikil vonbrigði fyrir okkur sem höfum fylgst með þessum málaflokki um árabil að þessi leið skuli verða fyrir valinu en ekki sú sem við áhugafólk um ristilskimun lögðum til. Hér er verið að missa af stórkostlegu tækifæri til að fyrirbyggja og fækka tilfellum þessa sjúkdóms. Á meðan tillaga Krabbameinsfélagsins felur vissulega í sér að við munum finna sjúkdóminn á fyrri stigum, að því gefnu að landsmenn muni taka vel undir aðferðafræði þá sem stungið er upp á, verðum við að benda enn og aftur á eins og við höfum gert í ræðu og riti mörg undanfarin ár að hér má gera betur með svipuðum tilkostnaði og mun meiri ávinningi. Aðferðafræðin sem við áhugafólk höfum ásamt mörgum læknum talað fyrir er að kalla inn landsmenn á tilteknum aldri í ristilspeglun til að útiloka að sjúkdómurinn sé til staðar og/eða að fjarlæga forstig sjúkdómsins, svokallaða sepa, sem síðar geta valdið krabbameini. Með því má eins og flestir hljóta að gera sér grein fyrir spara líf og langvarandi veikindi og ekki síst fjármagn í heilbrigðiskerfi sem sífellt kallar á meira fé sakir hlutfallslegrar öldrunar þjóðarinnar annars vegar og fjölgunar íbúa landsins hins vegar. Þá er jafnframt komin skráning yfir þá einstaklinga sem hafa greinst með forstigseinkenni og hægt að gera ráðstafanir til þess að þeir verði í reglubundnu eftirliti í framhaldinu.Meiri ávinningur Að finna sjúkdóminn fyrr getur vissulega hjálpað mörgum verðandi fórnarlömbum þessa sjúkdóms en augljóst ætti að vera að ávinningurinn er meiri af að fyrirbyggja sjúkdóminn. Það þýðir færri skurðaðgerðir og eftirmeðferðir. Þetta hafa fróðir menn sýnt fram á mörgum sinnum á undanförnum árum með reiknisdæmum og sannfærandi málflutningi sbr. grein læknanna Ásgeirs Theódórs og Tryggva Stefánssonar í desemberblaði Læknablaðsins. https://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/12/nr/6153. Sú aðferðafræði sem við tölum fyrir að ristilspegla alla í ákveðnum árgangi er möguleg á Íslandi vegna hagkvæmni smæðarinnar. Við eigum eins og sakir standa nógu marga meltingarsérfræðinga sem geta framkvæmt þann fjölda speglana sem nauðsynlegt er að framkvæma og góð aðstaða er fyrir hendi. Sú afturhaldsemi og skortur á framsýni þeirra aðila sem talað hafa fyrir hinni hefðbundnu aðferð ber vitni um sorglega minnimáttarkennd. Það eru vissulega ýmsir ókostir sem fylgja því að vera lítil þjóð en því fylgja líka kostir. Hér er samkvæmt okkar skilningi gullið tækifæri til að nýta kosti smæðarinnar sem við ættum ekki að láta okkur úr greipum ganga. Það er hægt að fækka tilfellum krabbameins í ristli og endaþarmi og sjá til þess að þjóðfélagið muni ekki bera aukinn kostnað af í hinu stóra samhengi og þegar til lengri tíma er litið. Það er vilji margra þjóða að fara þá leið sem við höfum lagt til hér, en íbúafjöldinn gerir það að verkum að það er ekki framkvæmanlegt. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar