Sjaldan fleiri Gunnlaugur Stefánsson skrifar 23. desember 2016 07:00 Sjaldan koma fleiri saman opinberlega af einu tilefni en á aðfangadagskvöldi klukkan sex í kirkjum landsins. Og aldrei er meira sungið á Íslandi en einmitt þá. Og svo aftur á jólanótt fyllast margar kirkjurnar af fólki. Þetta fer hljótt í fjölmiðlum, ekki efst á baugi, hvorki fyrir eða eftir jól. Um þetta er tæpast spurt í aðdraganda jóla og má sín lítils í umræðunni um verslunarsiði og matseðil hátíðarinnar. En samt flykkist fólkið til kirkju til að samfagna, njóta helgi og kærleika, festa tilefni jólanna í huga og hjarta. Syngja saman sálmana, hlusta á guðspjallið og fá í veganesti orðið til hugleiðingar um lífið og tilgang þess. Lyfta anda í hæðir, helga hátíð blessun og friði. Bernskuminning mín er samofin hörðum bekknum í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem ég beið alltaf lengi með fjölskyldu minni eftir því að messan hæfist á aðfangadagskvöldi. Engar skreytingar hef ég rannsakað betur með augum mínum en myndirnar og orðin sem þar standa á veggjum. Óþolimótt barnshjartað skynjaði þó nándina við hið heilaga. Eitthvað einstakt og fagurt eins og umvafið dýrð sem barnið skynjar betur en menntað vitið. Svo þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn og orgelið fyllti kirkjuna með hljómfalli sínu, þá varð bókstaflega heilagt. Við erum í sporum genginna kynslóða í kirkjunni á jólum. Margir geta ekki hugsað sér jól öðruvísi en að njóta þar samfélags. Þá verður svo ljóst hve fólkið metur mikils að rækta fallega menningu í heilögu umhverfi og halda fast við gróna siði sem reynst hafa lífinu vel. Það staðfestir samfélagið í kirkjum landsins á jólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Sjaldan koma fleiri saman opinberlega af einu tilefni en á aðfangadagskvöldi klukkan sex í kirkjum landsins. Og aldrei er meira sungið á Íslandi en einmitt þá. Og svo aftur á jólanótt fyllast margar kirkjurnar af fólki. Þetta fer hljótt í fjölmiðlum, ekki efst á baugi, hvorki fyrir eða eftir jól. Um þetta er tæpast spurt í aðdraganda jóla og má sín lítils í umræðunni um verslunarsiði og matseðil hátíðarinnar. En samt flykkist fólkið til kirkju til að samfagna, njóta helgi og kærleika, festa tilefni jólanna í huga og hjarta. Syngja saman sálmana, hlusta á guðspjallið og fá í veganesti orðið til hugleiðingar um lífið og tilgang þess. Lyfta anda í hæðir, helga hátíð blessun og friði. Bernskuminning mín er samofin hörðum bekknum í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem ég beið alltaf lengi með fjölskyldu minni eftir því að messan hæfist á aðfangadagskvöldi. Engar skreytingar hef ég rannsakað betur með augum mínum en myndirnar og orðin sem þar standa á veggjum. Óþolimótt barnshjartað skynjaði þó nándina við hið heilaga. Eitthvað einstakt og fagurt eins og umvafið dýrð sem barnið skynjar betur en menntað vitið. Svo þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn og orgelið fyllti kirkjuna með hljómfalli sínu, þá varð bókstaflega heilagt. Við erum í sporum genginna kynslóða í kirkjunni á jólum. Margir geta ekki hugsað sér jól öðruvísi en að njóta þar samfélags. Þá verður svo ljóst hve fólkið metur mikils að rækta fallega menningu í heilögu umhverfi og halda fast við gróna siði sem reynst hafa lífinu vel. Það staðfestir samfélagið í kirkjum landsins á jólum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar