Erlent

Fyrrum forseti Argentínu ákærð fyrir spillingu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Cristina Fernandez de Kirchner.
Cristina Fernandez de Kirchner.
Fyrrum forseti Argentínu, Cristina Fernandez de Kirchner hefur verið ákærð fyrir spillingarmál. Þetta er ljóst eftir að alríkisdómari þar í landi staðfesti ákæruatriði yfir henni. BBC greinir frá.

Cristina var forseti landsins á árunum 2007-2015 en hún verður ákærð vegna þess að talið er að ríkisstjórn hennar hafi gert tugi opinbera samninga við viðskiptamann sem er nátengdur fjölskyldu hennar.

Hún hefur harðneitað sök og segir að ákæran sé liður í því að núverandi forseti landsins, Maurico Macri bruggi launráð gegn sér. Þá hefur hún opinberað gögn sem hún segir að sýni fram á að engin óeðlileg viðskiptatengsl hafi verið í stjórnartíð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×