Ábyrga ferðaþjónustu Sævar Skaptason skrifar 28. desember 2016 09:00 Ferðaþjónusta á Íslandi er mikilvæg atvinnugrein sem getur stuðlað að langtíma velferð og góðum orðstír þjóðarinnar. Þverfaglegt samstarf margra ólíkra aðila er best til þess fallið að slíkt geti átt sér stað og var það m.a. einn af hornsteinum í stofnun Íslenska ferðaklasans á sínum tíma. Að hafa hugann stöðugt við leiðir til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja, auka verðmætasköpun og byggja upp atvinnugrein í sátt við samfélag og íbúa eru lykilatriði að langtíma uppbyggingu. Ör vöxtur í ferðaþjónustu kallar á að við styrkjum það góða orðspor sem upphaflega kom okkur á kortið hjá gestum okkar um allan heim. Ísland er best þekkt fyrir stórfenglega náttúru, menningu og sögu, gestrisni og fjölbreytileika, hvort sem það er í veðurfari eða sköpunargleði gestgjafanna. Allt eru þetta þættir sem gætu á einn eða annan hátt skaðast ef ekki er rétt með farið. Það er því mikil ábyrgð sem felst í því að taka á móti gestum, sýna þeim landið og verða hluti af upplifun þess og ferðalagi. Til þess að við getum sem best orðið góðir gestgjafar til lengri tíma í alþjóðlegri samkeppni þurfum við að koma okkur saman um hvernig gestgjafar við viljum vera. Til þess að auka samstöðu allra fyrirtækja sem starfa beint eða óbeint við ferðaþjónustu hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, hrint af stað hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Með sameiginlegri yfirlýsingu munu fyrirtækin verða í fararbroddi fyrir sjálfbærni og samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu. Þannig munu bæði fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref sem og önnur sem eru lengra komin vinna markvisst með þau gildi sem verkefnið stendur fyrir, þ.e. sýna það bæði í orði og verki að þau sýni ábyrgð í því samfélagi og nærumhverfi sem fyrirtækin starfa í. Hvatningarverkefni Festu og Íslenska ferðaklasans er unnið í samstarfi aðila ferðaþjónustunnar s.s. SAF, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, markaðsstofa landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Yfirlýsingin um ábyrga ferðaþjónustu verður undirrituð strax á nýju ári og er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verndari verkefnisins. Ég hvet alla ferðaþjónustuaðila sem og aðra aðila sem með einhverjum hætti tengjast ferðaþjónustu til þess að kynna sér málið og skrá sig til leiks. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðum framkvæmdaaðilanna, Festu og Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi er mikilvæg atvinnugrein sem getur stuðlað að langtíma velferð og góðum orðstír þjóðarinnar. Þverfaglegt samstarf margra ólíkra aðila er best til þess fallið að slíkt geti átt sér stað og var það m.a. einn af hornsteinum í stofnun Íslenska ferðaklasans á sínum tíma. Að hafa hugann stöðugt við leiðir til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja, auka verðmætasköpun og byggja upp atvinnugrein í sátt við samfélag og íbúa eru lykilatriði að langtíma uppbyggingu. Ör vöxtur í ferðaþjónustu kallar á að við styrkjum það góða orðspor sem upphaflega kom okkur á kortið hjá gestum okkar um allan heim. Ísland er best þekkt fyrir stórfenglega náttúru, menningu og sögu, gestrisni og fjölbreytileika, hvort sem það er í veðurfari eða sköpunargleði gestgjafanna. Allt eru þetta þættir sem gætu á einn eða annan hátt skaðast ef ekki er rétt með farið. Það er því mikil ábyrgð sem felst í því að taka á móti gestum, sýna þeim landið og verða hluti af upplifun þess og ferðalagi. Til þess að við getum sem best orðið góðir gestgjafar til lengri tíma í alþjóðlegri samkeppni þurfum við að koma okkur saman um hvernig gestgjafar við viljum vera. Til þess að auka samstöðu allra fyrirtækja sem starfa beint eða óbeint við ferðaþjónustu hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, hrint af stað hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Með sameiginlegri yfirlýsingu munu fyrirtækin verða í fararbroddi fyrir sjálfbærni og samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu. Þannig munu bæði fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref sem og önnur sem eru lengra komin vinna markvisst með þau gildi sem verkefnið stendur fyrir, þ.e. sýna það bæði í orði og verki að þau sýni ábyrgð í því samfélagi og nærumhverfi sem fyrirtækin starfa í. Hvatningarverkefni Festu og Íslenska ferðaklasans er unnið í samstarfi aðila ferðaþjónustunnar s.s. SAF, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, markaðsstofa landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Yfirlýsingin um ábyrga ferðaþjónustu verður undirrituð strax á nýju ári og er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verndari verkefnisins. Ég hvet alla ferðaþjónustuaðila sem og aðra aðila sem með einhverjum hætti tengjast ferðaþjónustu til þess að kynna sér málið og skrá sig til leiks. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðum framkvæmdaaðilanna, Festu og Íslenska ferðaklasans.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun