Ábyrga ferðaþjónustu Sævar Skaptason skrifar 28. desember 2016 09:00 Ferðaþjónusta á Íslandi er mikilvæg atvinnugrein sem getur stuðlað að langtíma velferð og góðum orðstír þjóðarinnar. Þverfaglegt samstarf margra ólíkra aðila er best til þess fallið að slíkt geti átt sér stað og var það m.a. einn af hornsteinum í stofnun Íslenska ferðaklasans á sínum tíma. Að hafa hugann stöðugt við leiðir til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja, auka verðmætasköpun og byggja upp atvinnugrein í sátt við samfélag og íbúa eru lykilatriði að langtíma uppbyggingu. Ör vöxtur í ferðaþjónustu kallar á að við styrkjum það góða orðspor sem upphaflega kom okkur á kortið hjá gestum okkar um allan heim. Ísland er best þekkt fyrir stórfenglega náttúru, menningu og sögu, gestrisni og fjölbreytileika, hvort sem það er í veðurfari eða sköpunargleði gestgjafanna. Allt eru þetta þættir sem gætu á einn eða annan hátt skaðast ef ekki er rétt með farið. Það er því mikil ábyrgð sem felst í því að taka á móti gestum, sýna þeim landið og verða hluti af upplifun þess og ferðalagi. Til þess að við getum sem best orðið góðir gestgjafar til lengri tíma í alþjóðlegri samkeppni þurfum við að koma okkur saman um hvernig gestgjafar við viljum vera. Til þess að auka samstöðu allra fyrirtækja sem starfa beint eða óbeint við ferðaþjónustu hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, hrint af stað hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Með sameiginlegri yfirlýsingu munu fyrirtækin verða í fararbroddi fyrir sjálfbærni og samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu. Þannig munu bæði fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref sem og önnur sem eru lengra komin vinna markvisst með þau gildi sem verkefnið stendur fyrir, þ.e. sýna það bæði í orði og verki að þau sýni ábyrgð í því samfélagi og nærumhverfi sem fyrirtækin starfa í. Hvatningarverkefni Festu og Íslenska ferðaklasans er unnið í samstarfi aðila ferðaþjónustunnar s.s. SAF, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, markaðsstofa landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Yfirlýsingin um ábyrga ferðaþjónustu verður undirrituð strax á nýju ári og er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verndari verkefnisins. Ég hvet alla ferðaþjónustuaðila sem og aðra aðila sem með einhverjum hætti tengjast ferðaþjónustu til þess að kynna sér málið og skrá sig til leiks. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðum framkvæmdaaðilanna, Festu og Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi er mikilvæg atvinnugrein sem getur stuðlað að langtíma velferð og góðum orðstír þjóðarinnar. Þverfaglegt samstarf margra ólíkra aðila er best til þess fallið að slíkt geti átt sér stað og var það m.a. einn af hornsteinum í stofnun Íslenska ferðaklasans á sínum tíma. Að hafa hugann stöðugt við leiðir til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja, auka verðmætasköpun og byggja upp atvinnugrein í sátt við samfélag og íbúa eru lykilatriði að langtíma uppbyggingu. Ör vöxtur í ferðaþjónustu kallar á að við styrkjum það góða orðspor sem upphaflega kom okkur á kortið hjá gestum okkar um allan heim. Ísland er best þekkt fyrir stórfenglega náttúru, menningu og sögu, gestrisni og fjölbreytileika, hvort sem það er í veðurfari eða sköpunargleði gestgjafanna. Allt eru þetta þættir sem gætu á einn eða annan hátt skaðast ef ekki er rétt með farið. Það er því mikil ábyrgð sem felst í því að taka á móti gestum, sýna þeim landið og verða hluti af upplifun þess og ferðalagi. Til þess að við getum sem best orðið góðir gestgjafar til lengri tíma í alþjóðlegri samkeppni þurfum við að koma okkur saman um hvernig gestgjafar við viljum vera. Til þess að auka samstöðu allra fyrirtækja sem starfa beint eða óbeint við ferðaþjónustu hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, hrint af stað hvatningarverkefni um ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Með sameiginlegri yfirlýsingu munu fyrirtækin verða í fararbroddi fyrir sjálfbærni og samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu. Þannig munu bæði fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref sem og önnur sem eru lengra komin vinna markvisst með þau gildi sem verkefnið stendur fyrir, þ.e. sýna það bæði í orði og verki að þau sýni ábyrgð í því samfélagi og nærumhverfi sem fyrirtækin starfa í. Hvatningarverkefni Festu og Íslenska ferðaklasans er unnið í samstarfi aðila ferðaþjónustunnar s.s. SAF, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, markaðsstofa landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Yfirlýsingin um ábyrga ferðaþjónustu verður undirrituð strax á nýju ári og er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verndari verkefnisins. Ég hvet alla ferðaþjónustuaðila sem og aðra aðila sem með einhverjum hætti tengjast ferðaþjónustu til þess að kynna sér málið og skrá sig til leiks. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðum framkvæmdaaðilanna, Festu og Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar