Verðlækkun ógnar strandveiðum Vigfús Ásbjörnsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Strandveiðar hafa fest sig í sessi sem útgerðarmynstur innan laga um stjórn fiskveiða. Þær hófust í júní 2009 og voru lögfestar í maí 2010. Alls eru strandveiðitímabilin því orðin átta talsins – veiðarnar stundaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. 664 bátar stunduðu strandveiðar á sl. sumri. Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur barist fyrir auknu frelsi til strandveiða. Reglur um veiðarnar verði óbreyttar að því undanskildu að ekki komi til stöðvunar í byrjun eða um miðjan mánuð eins og kerfið er nú uppbyggt. Viðmiðun mánaðarins leyfir aðeins að róið sé í örfáa daga. Breytt strandveiðileyfi eins og LS gerir kröfu um mundi gefa viðkomandi heimild til að róa 4 daga í viku alla fjóra mánuðina. Tillögur LS fengu góðan hljómgrunn í aðdraganda alþingiskosninganna þann 29. október sl. Margvíslegum þáttum þeim til rökstuðnings var velt upp, eins og:strandveiðar skapa meiri sátt um stjórn fiskveiða,strandveiðar brúa minnkandi framboð sem gjarnan verður yfir sumarið á ferskum fiski,strandveiðar gefa ungum aðilum tækifæri á að spreyta sig sem sjómenn og skipstjórar,strandveiðar efla mannlíf hinna dreifðu byggða,strandveiðar gefa jákvæða sýn á sjávarútveginn þegar þær gæða hafnir landsins lífi. Óveðursský hafa hrannast upp að undanförnu varðandi verðmæti sjávarafurða. Einkum er það sterk króna sem veldur mönnum áhyggjum, en ekki hefur tekist að hækka fiskverð í takt við fall á gjaldmiðlum þeirra þjóða sem selt er til gagnvart krónu. Samhliða þessum þætti hefur kostnaður aukist og því fyrirsjáanlegt að tekjur strandveiðimanna dragast saman ef ekkert verður að gert. Ef svo ólíklega vill til að strandveiðikerfið verði óbreytt er hægt að reikna með að aflaverðmæti lækki um 30% milli ára. Það þýðir í raun að útgerð, miðað við óbreytt strandveiðikerfi, getur engan veginn staðið undir sér þó miðað sé við aflahæstu báta á hverju svæði, sem er þó aðeins brot af heildinni. Áhyggjur strandveiðimanna eru því skiljanlegar og því brýnt að ný ríkisstjórn láti málið til sín taka og verði við kröfum LS. Smábátaeigendur þurfa nú sem aldrei fyrr að herða róðurinn fyrir bættum rekstrarskilyrðum. Þar eru ekki aðeins strandveiðarnar undir, útgerð allra smábáta glímir við aðsteðjandi vanda sem stjórnvöld verða að koma að. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðar hafa fest sig í sessi sem útgerðarmynstur innan laga um stjórn fiskveiða. Þær hófust í júní 2009 og voru lögfestar í maí 2010. Alls eru strandveiðitímabilin því orðin átta talsins – veiðarnar stundaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. 664 bátar stunduðu strandveiðar á sl. sumri. Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur barist fyrir auknu frelsi til strandveiða. Reglur um veiðarnar verði óbreyttar að því undanskildu að ekki komi til stöðvunar í byrjun eða um miðjan mánuð eins og kerfið er nú uppbyggt. Viðmiðun mánaðarins leyfir aðeins að róið sé í örfáa daga. Breytt strandveiðileyfi eins og LS gerir kröfu um mundi gefa viðkomandi heimild til að róa 4 daga í viku alla fjóra mánuðina. Tillögur LS fengu góðan hljómgrunn í aðdraganda alþingiskosninganna þann 29. október sl. Margvíslegum þáttum þeim til rökstuðnings var velt upp, eins og:strandveiðar skapa meiri sátt um stjórn fiskveiða,strandveiðar brúa minnkandi framboð sem gjarnan verður yfir sumarið á ferskum fiski,strandveiðar gefa ungum aðilum tækifæri á að spreyta sig sem sjómenn og skipstjórar,strandveiðar efla mannlíf hinna dreifðu byggða,strandveiðar gefa jákvæða sýn á sjávarútveginn þegar þær gæða hafnir landsins lífi. Óveðursský hafa hrannast upp að undanförnu varðandi verðmæti sjávarafurða. Einkum er það sterk króna sem veldur mönnum áhyggjum, en ekki hefur tekist að hækka fiskverð í takt við fall á gjaldmiðlum þeirra þjóða sem selt er til gagnvart krónu. Samhliða þessum þætti hefur kostnaður aukist og því fyrirsjáanlegt að tekjur strandveiðimanna dragast saman ef ekkert verður að gert. Ef svo ólíklega vill til að strandveiðikerfið verði óbreytt er hægt að reikna með að aflaverðmæti lækki um 30% milli ára. Það þýðir í raun að útgerð, miðað við óbreytt strandveiðikerfi, getur engan veginn staðið undir sér þó miðað sé við aflahæstu báta á hverju svæði, sem er þó aðeins brot af heildinni. Áhyggjur strandveiðimanna eru því skiljanlegar og því brýnt að ný ríkisstjórn láti málið til sín taka og verði við kröfum LS. Smábátaeigendur þurfa nú sem aldrei fyrr að herða róðurinn fyrir bættum rekstrarskilyrðum. Þar eru ekki aðeins strandveiðarnar undir, útgerð allra smábáta glímir við aðsteðjandi vanda sem stjórnvöld verða að koma að. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar