Stuðningráð fyrir veika Jón Sigurgeirsson skrifar 10. desember 2016 07:00 Árið 1948 komu menn sem útskrifaðir voru af geðsjúkrahúsi í New York saman á kaffihúsi. Þeir áttuðu sig á að margir sem legið höfðu með þeim höfðu komið aftur og aftur og ekki fundið sig í lífinu utan sjúkrahússins. Þeir sem hafa dottið út úr rútínu daglegs lífs þurfa aðlögun að samfélaginu aftur. Þessi umræða varð upphaf að stofnun fyrsta klúbbhússins sem nú eru orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Upphaflega byggðu þeir á orðunum We are not alone eða við stöndum ekki ein. Félagsskapnum áskotnaðist hús á Manhattan og var gosbrunnur í garðinum. Húsið gekk undir nafninu Fountain House eða brunnhús og er alþjóðahreyfingin kennd við það. Í húsinu mótaðist kerfi sem byggðist upp á því að auka sjálfstraust félaga og skapa andrúmsloft sem var ólíkt því sem þeir höfðu upplifað á sjúkrahúsum. Félagar og starfsfólk vann saman sem jafningjar að öllu sem gera þurfti í starfseminni. Allt rými var aðgengilegt öllum og starfsfólk hafði ekki sér aðstöðu fyrir sig. Allar ákvarðanir voru teknar í samhljómi án atkvæðagreiðslu og stjórn í daglegum rekstri var á herðum félaga og starfsfólks í sameiningu. Dagur í klúbbnum átti að líkjast degi á vinnustað. Með ýmsum ráðum voru félagar studdir til fullrar þátttöku í daglegu lífi með stuðningi til vinnu, í húsnæðisleit og öðru slíku.Hefur breytt lífi fjölda einstaklinga Nú er þessi starfsemi alþjóðleg og mótuð af stöðlum og gæðaeftirliti. Rannsóknir í háskólum hafa sýnt að það fé sem varið er til starfseminnar er lítið miðað við þjóðfélagslegan sparnað sem fólginn er í bættri heilsu, meiri atvinnuþátttöku og færri innlögnum þeirra sem njóta góðs af kerfinu. Þá er ekki meðtalinn sá ávinningur sem félagar hafa í bættri heilsu og betra lífi. Hér á landi er Klúbburinn Geysir í Skipholti 29. Hann er rekinn í anda þessa kerfis. Hann hefur verið gæðavottaður reglulega og staðist fyllstu kröfur. Hann hefur starfað í yfir 16 ár og hefur breytt lífi mikils fjölda einstaklinga. Eina skilyrði fyrir þátttöku er að líða eða hafa liðið af andlegum veikindum. Ég hvet alla sem eru í þeirri stöðu eða þekkja menn í þörf fyrir klúbbinn að kynna sér hann frekar. Hann hefur heimasíðu kgeysir.is. Hægt er að hafa samband í síma 5515166 með t-pósti kgeysir@kgeysir.is eða koma á staðinn. Höfundur er félagi og stjórnarmaður í Klúbbnum Geysi og í ráðgjafahópi Alþjóðahreyfingar Klúbbhúsa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Árið 1948 komu menn sem útskrifaðir voru af geðsjúkrahúsi í New York saman á kaffihúsi. Þeir áttuðu sig á að margir sem legið höfðu með þeim höfðu komið aftur og aftur og ekki fundið sig í lífinu utan sjúkrahússins. Þeir sem hafa dottið út úr rútínu daglegs lífs þurfa aðlögun að samfélaginu aftur. Þessi umræða varð upphaf að stofnun fyrsta klúbbhússins sem nú eru orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Upphaflega byggðu þeir á orðunum We are not alone eða við stöndum ekki ein. Félagsskapnum áskotnaðist hús á Manhattan og var gosbrunnur í garðinum. Húsið gekk undir nafninu Fountain House eða brunnhús og er alþjóðahreyfingin kennd við það. Í húsinu mótaðist kerfi sem byggðist upp á því að auka sjálfstraust félaga og skapa andrúmsloft sem var ólíkt því sem þeir höfðu upplifað á sjúkrahúsum. Félagar og starfsfólk vann saman sem jafningjar að öllu sem gera þurfti í starfseminni. Allt rými var aðgengilegt öllum og starfsfólk hafði ekki sér aðstöðu fyrir sig. Allar ákvarðanir voru teknar í samhljómi án atkvæðagreiðslu og stjórn í daglegum rekstri var á herðum félaga og starfsfólks í sameiningu. Dagur í klúbbnum átti að líkjast degi á vinnustað. Með ýmsum ráðum voru félagar studdir til fullrar þátttöku í daglegu lífi með stuðningi til vinnu, í húsnæðisleit og öðru slíku.Hefur breytt lífi fjölda einstaklinga Nú er þessi starfsemi alþjóðleg og mótuð af stöðlum og gæðaeftirliti. Rannsóknir í háskólum hafa sýnt að það fé sem varið er til starfseminnar er lítið miðað við þjóðfélagslegan sparnað sem fólginn er í bættri heilsu, meiri atvinnuþátttöku og færri innlögnum þeirra sem njóta góðs af kerfinu. Þá er ekki meðtalinn sá ávinningur sem félagar hafa í bættri heilsu og betra lífi. Hér á landi er Klúbburinn Geysir í Skipholti 29. Hann er rekinn í anda þessa kerfis. Hann hefur verið gæðavottaður reglulega og staðist fyllstu kröfur. Hann hefur starfað í yfir 16 ár og hefur breytt lífi mikils fjölda einstaklinga. Eina skilyrði fyrir þátttöku er að líða eða hafa liðið af andlegum veikindum. Ég hvet alla sem eru í þeirri stöðu eða þekkja menn í þörf fyrir klúbbinn að kynna sér hann frekar. Hann hefur heimasíðu kgeysir.is. Hægt er að hafa samband í síma 5515166 með t-pósti kgeysir@kgeysir.is eða koma á staðinn. Höfundur er félagi og stjórnarmaður í Klúbbnum Geysi og í ráðgjafahópi Alþjóðahreyfingar Klúbbhúsa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun