Hjartað varð taktlaust Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2016 08:00 Sigurður er hér að brýna sína menn í leik Hauka og Keflavíkur. Það er eini leikurinn þar sem Sigurður hefur stýrt Keflavíkurliðinu í vetur. Vísir/Ernir Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“ Dominos-deild karla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“
Dominos-deild karla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti