Að velja sér sinn dómara Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. Af þeim sökum hefur löggjafinn sett í lög ákvæði sem kveður á um að tryggja skuli að tilviljun ráði hvaða dómari fái úthlutað máli þegar dómstóll fær mál til málsmeðferðar. Í 18. grein laga um dómstóla segir um úthlutun mála til dómara: „Við úthlutun mála til dómara eða deilda þeirra skal dómstjóri gæta þess að starfsálag þeirra verði svo jafnt sem auðið er, en eftir föngum skal leitast við að tilviljun ráði hvaða dómari fær mál til meðferðar.“ Á árinu 2010 braut Embætti sérstaks saksóknara lög þegar farsími minn var hleraður þrátt fyrir að ég hafi verið ný kominn úr yfirheyrslum þar sem ég hafði rétt til að svara ekki spurningum sem beint var til mín. Til að bíta höfuðið af skömminni þá hleruðu starfsmenn Embættis sérstaks saksóknara einnig samtöl mín við lögmann minn þar sem við ræddum mál þar sem rannsókn beindist gegn mér. Það er heilagur réttur sakaðs manns að geta leitað sér ráðgjafar lögmanns í trúnaði en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú ákveðið að taka kæru vegna þessara brota til skoðunar. Embætti sérstaks saksóknara fékk hlerunarbeiðnir sínar stimplaðar af héraðsdómara. Þrátt fyrir að Embætti sérstaks saksóknara hefði aðsetur í Reykjavík og þeir sem áttu að hlera dvöldu í Reykjavík og hefðu lögheimili erlendis, ákvað embættið að leita til Héraðsdóms Vesturlands eftir heimild til hlerunar. Héraðsdómur Vesturlands er að einu leyti verulega frábrugðinn Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness. Við Héraðsdóm Vesturlands er einungis einn dómari. Árið 2010 var dómarinn þar Benedikt Bogason, núverandi hæstaréttardómari. Með því að velja Héraðsdóm Vesturlands var Embætti sérstaks saksóknara ekki einungis að velja sér dómstól heldur í raun einnig að velja sér dómara. Ef Embætti sérstaks saksóknara hefði leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur hefðu starfsmenn embættisins ekki vitað hvaða dómari fengi málinu úthlutað. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði áður en hann tók við því embætti verið Sýslumaðurinn á Vesturlandi. Þá var hann með aðsetur á Akranesi, sem er í umdæmi Héraðsdóms Vesturlands. Það var því ákaflega hentugt fyrir Ólaf Þór að beina hlerunarbeiðnum sínum til Benedikts Bogasonar dómara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt embættisstörfum réttarkerfisins á Vesturlandi. Þar áður höfðu þeir stundað nám á sama tíma í lagadeild Háskólans og unnið um tíma saman hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði. Undir rekstri dómsmála sem hafa verið höfðuð á hendur mér hefur komið fram í vitnisburði fyrrum lögreglumanns hjá Embætti sérstaks saksóknara að Benedikt Bogason dómari skáldaði upp þinghald og falsaði skjal þess efnis þegar hann útvegaði lögreglumönnum Embættis sérstaks saksóknara hlerunarúrskurðinn. Ekkert þinghald var haldið, engin gögn voru lögð fram, dómarinn lagði ekkert sjálfstætt mat á hvort nauðsyn væri að hlera símtöl mín og ekkert vitni var að þinghaldinu eins og lög kveða á um. Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík. Af þessum sökum, vegna spillingar embættismanna ríkisins, hef ég stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Málið var þingfest í síðasta mánuði en ríkislögmaður fékk frest til að skila greinargerð til 17. janúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það getur skipt miklu fyrir aðila dómsmáls hvaða einstaklingur er valinn sem dómari í máli þeirra. Allir þeir sem hafa unnið við eða komið að dómsmálum vita að val á dómara getur jafnvel skipt sköpum við úrlausn mála. Af þeim sökum hefur löggjafinn sett í lög ákvæði sem kveður á um að tryggja skuli að tilviljun ráði hvaða dómari fái úthlutað máli þegar dómstóll fær mál til málsmeðferðar. Í 18. grein laga um dómstóla segir um úthlutun mála til dómara: „Við úthlutun mála til dómara eða deilda þeirra skal dómstjóri gæta þess að starfsálag þeirra verði svo jafnt sem auðið er, en eftir föngum skal leitast við að tilviljun ráði hvaða dómari fær mál til meðferðar.“ Á árinu 2010 braut Embætti sérstaks saksóknara lög þegar farsími minn var hleraður þrátt fyrir að ég hafi verið ný kominn úr yfirheyrslum þar sem ég hafði rétt til að svara ekki spurningum sem beint var til mín. Til að bíta höfuðið af skömminni þá hleruðu starfsmenn Embættis sérstaks saksóknara einnig samtöl mín við lögmann minn þar sem við ræddum mál þar sem rannsókn beindist gegn mér. Það er heilagur réttur sakaðs manns að geta leitað sér ráðgjafar lögmanns í trúnaði en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú ákveðið að taka kæru vegna þessara brota til skoðunar. Embætti sérstaks saksóknara fékk hlerunarbeiðnir sínar stimplaðar af héraðsdómara. Þrátt fyrir að Embætti sérstaks saksóknara hefði aðsetur í Reykjavík og þeir sem áttu að hlera dvöldu í Reykjavík og hefðu lögheimili erlendis, ákvað embættið að leita til Héraðsdóms Vesturlands eftir heimild til hlerunar. Héraðsdómur Vesturlands er að einu leyti verulega frábrugðinn Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness. Við Héraðsdóm Vesturlands er einungis einn dómari. Árið 2010 var dómarinn þar Benedikt Bogason, núverandi hæstaréttardómari. Með því að velja Héraðsdóm Vesturlands var Embætti sérstaks saksóknara ekki einungis að velja sér dómstól heldur í raun einnig að velja sér dómara. Ef Embætti sérstaks saksóknara hefði leitað til Héraðsdóms Reykjavíkur hefðu starfsmenn embættisins ekki vitað hvaða dómari fengi málinu úthlutað. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hafði áður en hann tók við því embætti verið Sýslumaðurinn á Vesturlandi. Þá var hann með aðsetur á Akranesi, sem er í umdæmi Héraðsdóms Vesturlands. Það var því ákaflega hentugt fyrir Ólaf Þór að beina hlerunarbeiðnum sínum til Benedikts Bogasonar dómara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt embættisstörfum réttarkerfisins á Vesturlandi. Þar áður höfðu þeir stundað nám á sama tíma í lagadeild Háskólans og unnið um tíma saman hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði. Undir rekstri dómsmála sem hafa verið höfðuð á hendur mér hefur komið fram í vitnisburði fyrrum lögreglumanns hjá Embætti sérstaks saksóknara að Benedikt Bogason dómari skáldaði upp þinghald og falsaði skjal þess efnis þegar hann útvegaði lögreglumönnum Embættis sérstaks saksóknara hlerunarúrskurðinn. Ekkert þinghald var haldið, engin gögn voru lögð fram, dómarinn lagði ekkert sjálfstætt mat á hvort nauðsyn væri að hlera símtöl mín og ekkert vitni var að þinghaldinu eins og lög kveða á um. Hlerunarúrskurðurinn var einfaldlega stimplaður á heimili Benedikts Bogasonar í Reykjavík. Af þessum sökum, vegna spillingar embættismanna ríkisins, hef ég stefnt íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Málið var þingfest í síðasta mánuði en ríkislögmaður fékk frest til að skila greinargerð til 17. janúar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun