Nýr Impreza slær öll sölumet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 15:13 Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent
Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent