Nýr Impreza slær öll sölumet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 15:13 Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent
Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent