Aukið álag á heilbrigðiskerfið vegna vaxandi ferðamennsku Hrönn Garðarsdóttir og Jón H. H. Sen skrifar 13. desember 2016 07:00 Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun