Hver segir dómaranum að hann sé vanhæfur? Sverrir Ólafsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Að undanförnu hefur mikið verið rætt um mögulegt vanhæfi hæstaréttardómarans Markúsar Sigurbjörnssonar vegna eignarhluta hans í Glitni og hlutverks hans sem dómara í málum tengdum Glitni, bæði fyrir og eftir hrun. Dómarinn átti umtalsverðan hlut í Glitni, sem hann seldi árið 2007. Peningarnir sem hann losaði við kaupin, ásamt viðbót, fjárfesti hann í tveimur sjóðum hjá Glitni. Seinni hluta árs 2008, stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis, seldi dómarinn hluta af eignarhlutdeild sinni í þessum sjóðum, en sat enn uppi með talsverðan eignarhlut þegar lokað var fyrir viðskipti í sjóðunum 29. september 2008. Samkvæmt athugun Viðskiptablaðsins (12. des. 2016) má gera ráð fyrir að dómarinn hafi orðið fyrir 7 til 10 milljóna króna tapi vegna fjárfestinga sinna í þessum tveimur sjóðum. Undanfarin ár hefur mikillar reiði gætt í íslensku samfélagi í garð föllnu bankanna og háttsettra starfsmanna þeirra. Þessi gremja er fyrst og fremst komin til af því að fjöldi einstaklinga hefur orðið fyrir miklu tjóni í kjölfar hrunsins, m.a. vegna gífurlegrar hækkunar afborgana af húsnæðislánum, atvinnumissis og eignatjóns af margvíslegum toga, m.a. á formi hlutabréfa, skuldabréfa, peningamarkaðssjóða og jafnvel húsnæðismissis. Með því að verða fyrir tjóni upp á margar milljónir er dómarinn Markús Sigurbjörnsson í hópi þeirra sem urðu fyrir verulegum skakkaföllum á síðustu dögum og vikum fyrir hrun. Þrátt fyrir þetta er ekki vitað til þess að hann hafi nokkru sinni lýst sig vanhæfan til að dæma í málum sem tengjast Glitni. Vanhæfi til að dæma í málum sem tengjast Glitni, þarf m.a. að meta út frá þeirri atburðarás sem lýst hefur verið hér að ofan. „Reglur um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum“ setja kvöð á dómara um að þeir tilkynni nefnd um dómarastörf um ákveðin aukastörf þeirra og eignir. Í 6. gr. ofannefndra reglna segir: „Skylt er dómara að tilkynna nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í félagi, sem hefur skráð gengi í verðbréfaviðskiptum, sé hann að verðmæti allt að 3.000.000 króna. Leita skal heimildar nefndarinnar sé eignarhlutur dómara í félagi umfram þau mörk sem greinir að framan.“ Upphaflega var óljóst hvort dómarinn hafði sinnt því að tilkynna eignarhluti sína í Glitni til nefndarinnar, þangað til annar dómari og fyrrverandi starfsfélagi hans upplýsti að hann hafi fundið bréf frá Markúsi í skjalakassa sem hann hafði enn í fórum sínum eftir að hafa verið formaður nefndar um dómarastörf frá 1998 til 2010. Hins vegar virðist engin skrifleg heimild frá nefndinni liggja fyrir. Svo virðist sem vinnubrögð nefndarinnar hafi verið nokkuð losaraleg og er vart hægt að sakast við Markús um það. Hann virðist þó hafa starfað án skriflegrar heimildar nefndarinnar, þar sem eignarhlutur hans var vel yfir 3.000.000 króna mörkunum. Hæfi dómara ræðst vissulega ekki af því einu hvort hann upplýsi nefnd um dómarastörf um sín aukastörf eða eignarhluti í félögum, né hvort nefndin veitir honum skriflega heimild. Svo notast sé við orð dómarans sjálfs þá snýr hæfi dómara „miklu fremur að því hvort ytri atvik eða aðstæður, sem eru öðrum sýnilegar, gefi réttmæt tilefni til að efast um óhlutdrægni hans. Þessi staða getur til dæmis verið uppi ef dómari er hluthafi í félagi, sem er aðili að máli og úrlausn þess gæti haft áhrif á fjárhag félagsins.“ Markús var einn dómaranna í þremur málum sem höfðuð voru gegn Glitni fyrir hrun, á þeim tíma sem hann var hluthafi í bankanum. Þessum þremur málum var öllum vísað frá. Eftir hrun, þegar dómarinn hafði tapað 7-10 m. kr. við fall Glitnis, dæmdi hann í s.k. BK-44 máli þar sem fjórir sakborningar hlutu samtals 13 ára fangelsisdóma, þar af Birkir Kristinsson í fjögur ár. Þrátt fyrir þetta segist Markús ávallt hafa gætt að hæfi sínu og telur sig ekki hafa verið vanhæfan í þessum málum.Alvarlegt dómgreindarleysi Hvernig sem litið er á þetta mál, fæ ég ekki betur séð en að hér sé um alvarlegt dómgreindarleysi að ræða af hálfu þessa dómara. Málið snýst ekki einungis um „ytri atvik eða aðstæður, sem eru öðrum sýnilegar“, eins og segir í texta dómarans hér að ofan. Það snýst um það hvort hann hafði eignarstöðu í bréfum Glitnis og þar af leiðandi hagsmuni sem tengdust hagsmunum bankans, jafnvel þótt enginn nema hann sjálfur hafi vitað af því. Honum sjálfum ber að gæta að hæfi sínu til að dæma í einstökum málum. Mál þessa dómara, eins og því var lýst í Kastljósi nýlega, er vitanlega algjört hneykslismál. Í hnotskurn, dómari, sem orðið hefur fyrir miklu tjóni vegna eignarhalds síns í sjóðum Glitnis, situr sem dómari í máli gegn fyrrverandi starfsmönnum bankans, sem höfðu starfað í þeirri deild bankans sem sá um einkabankaþjónustuna sem dómarinn naut, og dæmir þá til margra ára fangelsisvistar. Getur nokkurri heiðarlegri og sanngjarnri manneskju fundist þetta fyrirkomulag í lagi? Matið á hæfi dómarans er vitanlega alveg óháð því hvort dómurinn reynist, í einhverjum óskilgreindum skilningi, réttur eða rangur. Þegar við lítum á málið í heild sinni þá snýst þetta ekki nema að takmörkuðu leyti um það hvort dómarinn hafi tilkynnt nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í Glitni eða sjóðum stýrt af Glitni, eða hvort nefndin hafi veitt honum heimild til að sitja sem dómari, sem hún virðist ekki hafa gert. Þetta snýst um það að dómarinn sá sjálfur enga ástæðu til að efast um hæfi sitt, hvorki fyrir né eftir hrun, jafnvel þó hann hafi átt hagsmuna að gæta sem tengdust hagsmunum bankans, sem hann átti umtalsverðan eignarhlut í fyrir hrun. Í slíkum tilfellum þarf að taka fram fyrir hendur á dómurum, sem hafa sýnt slíkt dómgreindarleysi. Spurningin er einfaldlega – hver á að gera það? Ég tel að nú reyni á þá aðila innan stjórnsýslu- og réttarkerfisins sem í alvöru vilja stuðla að meiri heiðarleika og bættu gagnsæi í dómskerfinu. Hver hefur kjark til að taka nauðsynleg skref í þá átt? Sjálfum þætti mér ekki óeðlilegt ef Lögmannafélagið eða Dómarafélag Íslands tjáðu sig um þetta alvarlega mál. Nýlega sagði Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands: „Við erum að reyna að vinna að því að dómstólar landsins njóti trausts.“ Betur má ef duga skal – og ef til vill þarf aðstoð að koma frá innanríkisráðuneytinu. Kallað er eftir aðgerðum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mikið verið rætt um mögulegt vanhæfi hæstaréttardómarans Markúsar Sigurbjörnssonar vegna eignarhluta hans í Glitni og hlutverks hans sem dómara í málum tengdum Glitni, bæði fyrir og eftir hrun. Dómarinn átti umtalsverðan hlut í Glitni, sem hann seldi árið 2007. Peningarnir sem hann losaði við kaupin, ásamt viðbót, fjárfesti hann í tveimur sjóðum hjá Glitni. Seinni hluta árs 2008, stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis, seldi dómarinn hluta af eignarhlutdeild sinni í þessum sjóðum, en sat enn uppi með talsverðan eignarhlut þegar lokað var fyrir viðskipti í sjóðunum 29. september 2008. Samkvæmt athugun Viðskiptablaðsins (12. des. 2016) má gera ráð fyrir að dómarinn hafi orðið fyrir 7 til 10 milljóna króna tapi vegna fjárfestinga sinna í þessum tveimur sjóðum. Undanfarin ár hefur mikillar reiði gætt í íslensku samfélagi í garð föllnu bankanna og háttsettra starfsmanna þeirra. Þessi gremja er fyrst og fremst komin til af því að fjöldi einstaklinga hefur orðið fyrir miklu tjóni í kjölfar hrunsins, m.a. vegna gífurlegrar hækkunar afborgana af húsnæðislánum, atvinnumissis og eignatjóns af margvíslegum toga, m.a. á formi hlutabréfa, skuldabréfa, peningamarkaðssjóða og jafnvel húsnæðismissis. Með því að verða fyrir tjóni upp á margar milljónir er dómarinn Markús Sigurbjörnsson í hópi þeirra sem urðu fyrir verulegum skakkaföllum á síðustu dögum og vikum fyrir hrun. Þrátt fyrir þetta er ekki vitað til þess að hann hafi nokkru sinni lýst sig vanhæfan til að dæma í málum sem tengjast Glitni. Vanhæfi til að dæma í málum sem tengjast Glitni, þarf m.a. að meta út frá þeirri atburðarás sem lýst hefur verið hér að ofan. „Reglur um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum og atvinnufyrirtækjum“ setja kvöð á dómara um að þeir tilkynni nefnd um dómarastörf um ákveðin aukastörf þeirra og eignir. Í 6. gr. ofannefndra reglna segir: „Skylt er dómara að tilkynna nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í félagi, sem hefur skráð gengi í verðbréfaviðskiptum, sé hann að verðmæti allt að 3.000.000 króna. Leita skal heimildar nefndarinnar sé eignarhlutur dómara í félagi umfram þau mörk sem greinir að framan.“ Upphaflega var óljóst hvort dómarinn hafði sinnt því að tilkynna eignarhluti sína í Glitni til nefndarinnar, þangað til annar dómari og fyrrverandi starfsfélagi hans upplýsti að hann hafi fundið bréf frá Markúsi í skjalakassa sem hann hafði enn í fórum sínum eftir að hafa verið formaður nefndar um dómarastörf frá 1998 til 2010. Hins vegar virðist engin skrifleg heimild frá nefndinni liggja fyrir. Svo virðist sem vinnubrögð nefndarinnar hafi verið nokkuð losaraleg og er vart hægt að sakast við Markús um það. Hann virðist þó hafa starfað án skriflegrar heimildar nefndarinnar, þar sem eignarhlutur hans var vel yfir 3.000.000 króna mörkunum. Hæfi dómara ræðst vissulega ekki af því einu hvort hann upplýsi nefnd um dómarastörf um sín aukastörf eða eignarhluti í félögum, né hvort nefndin veitir honum skriflega heimild. Svo notast sé við orð dómarans sjálfs þá snýr hæfi dómara „miklu fremur að því hvort ytri atvik eða aðstæður, sem eru öðrum sýnilegar, gefi réttmæt tilefni til að efast um óhlutdrægni hans. Þessi staða getur til dæmis verið uppi ef dómari er hluthafi í félagi, sem er aðili að máli og úrlausn þess gæti haft áhrif á fjárhag félagsins.“ Markús var einn dómaranna í þremur málum sem höfðuð voru gegn Glitni fyrir hrun, á þeim tíma sem hann var hluthafi í bankanum. Þessum þremur málum var öllum vísað frá. Eftir hrun, þegar dómarinn hafði tapað 7-10 m. kr. við fall Glitnis, dæmdi hann í s.k. BK-44 máli þar sem fjórir sakborningar hlutu samtals 13 ára fangelsisdóma, þar af Birkir Kristinsson í fjögur ár. Þrátt fyrir þetta segist Markús ávallt hafa gætt að hæfi sínu og telur sig ekki hafa verið vanhæfan í þessum málum.Alvarlegt dómgreindarleysi Hvernig sem litið er á þetta mál, fæ ég ekki betur séð en að hér sé um alvarlegt dómgreindarleysi að ræða af hálfu þessa dómara. Málið snýst ekki einungis um „ytri atvik eða aðstæður, sem eru öðrum sýnilegar“, eins og segir í texta dómarans hér að ofan. Það snýst um það hvort hann hafði eignarstöðu í bréfum Glitnis og þar af leiðandi hagsmuni sem tengdust hagsmunum bankans, jafnvel þótt enginn nema hann sjálfur hafi vitað af því. Honum sjálfum ber að gæta að hæfi sínu til að dæma í einstökum málum. Mál þessa dómara, eins og því var lýst í Kastljósi nýlega, er vitanlega algjört hneykslismál. Í hnotskurn, dómari, sem orðið hefur fyrir miklu tjóni vegna eignarhalds síns í sjóðum Glitnis, situr sem dómari í máli gegn fyrrverandi starfsmönnum bankans, sem höfðu starfað í þeirri deild bankans sem sá um einkabankaþjónustuna sem dómarinn naut, og dæmir þá til margra ára fangelsisvistar. Getur nokkurri heiðarlegri og sanngjarnri manneskju fundist þetta fyrirkomulag í lagi? Matið á hæfi dómarans er vitanlega alveg óháð því hvort dómurinn reynist, í einhverjum óskilgreindum skilningi, réttur eða rangur. Þegar við lítum á málið í heild sinni þá snýst þetta ekki nema að takmörkuðu leyti um það hvort dómarinn hafi tilkynnt nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í Glitni eða sjóðum stýrt af Glitni, eða hvort nefndin hafi veitt honum heimild til að sitja sem dómari, sem hún virðist ekki hafa gert. Þetta snýst um það að dómarinn sá sjálfur enga ástæðu til að efast um hæfi sitt, hvorki fyrir né eftir hrun, jafnvel þó hann hafi átt hagsmuna að gæta sem tengdust hagsmunum bankans, sem hann átti umtalsverðan eignarhlut í fyrir hrun. Í slíkum tilfellum þarf að taka fram fyrir hendur á dómurum, sem hafa sýnt slíkt dómgreindarleysi. Spurningin er einfaldlega – hver á að gera það? Ég tel að nú reyni á þá aðila innan stjórnsýslu- og réttarkerfisins sem í alvöru vilja stuðla að meiri heiðarleika og bættu gagnsæi í dómskerfinu. Hver hefur kjark til að taka nauðsynleg skref í þá átt? Sjálfum þætti mér ekki óeðlilegt ef Lögmannafélagið eða Dómarafélag Íslands tjáðu sig um þetta alvarlega mál. Nýlega sagði Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands: „Við erum að reyna að vinna að því að dómstólar landsins njóti trausts.“ Betur má ef duga skal – og ef til vill þarf aðstoð að koma frá innanríkisráðuneytinu. Kallað er eftir aðgerðum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun