Geðveikt heilsujafnrétti Silja Björk Björnsdóttir skrifar 15. desember 2016 07:00 Nýlega luku þættirnir Bara geðveik göngu sinni á Stöð 2. Í þættinum fékk þjóðin ómetanlegt tækifæri til að skyggnast inn í líf fjögurra ólíkra geðsjúklinga, upplifa sársauka þeirra og sigra, góða daga og slæma. Einn þessara geðsjúklinga er ég. Þegar mér bauðst tækifæri að taka þátt í Bara geðveik, hikaði ég ekki eitt augnablik. Ég ákvað samstundis að taka þátt í þessu krefjandi verkefni – ekki fyrir mína eigin „athyglissýki“ eða „framapot“, heldur vegna þess að síðan ég veiktist og steig fyrstu skrefin í fræðslu og forvarnarstarfi geðsjúkdóma, hef ég átt mér þann draum einan að sjá fullkomið gegnsæi í málum andlegra sjúkdóma sem líkamlegra. Geðsjúklingar eru eins mismunandi og þeir eru margir og þar af leiðandi ómögulegt að setja þá alla í sama sjúkrarúmið. Rétt eins og krabbameinssjúklingar erum við geðsjúklingarnir öll ólíkar manneskjur með ólíka líkama og bregðumst öll á mismunandi hátt við lyfjameðferðum og læknisaðstoð. Samt lenda geðsjúklingar allir neðst í íslenska heilbrigðiskerfinu og helst allir í sama sjúkrarúminu, bókstaflega. Þeir lenda líka neðst í opinberu forvarna- og fræðslustarfi og einkennast verkefni, auglýsingar og birtingarmyndir geðsjúklinga af einni og sömu staðalímyndinni. Þrátt fyrir allt er fólk enn þá dregið í efa með sín andlegu veikindi, alvarleiki þeirra er lítillækkaður og svo virðist sem manneskja þurfi að koma með blæðandi úlnliði, froðufellandi og hárreytandi sig niður á Landspítala til að teljast vera „nógu veik“ til að fá hjálp. Íslenska heilbrigðiskerfið er í besta falli skammarlegt fyrir geðsjúklinga. Vissulega er sérhæfð læknisþjónusta yfirleitt dýrari en rútínuheimsókn á heilsugæsluna en það er sorglegur brandari að sálfræðingar þurfi að starfa utan sjúkratryggingarammans og aðeins örfáir sálfræðingar geta boðið upp á þjónustu sína niðurgreidda. Það er þó kaldur íslenskur raunveruleiki að fyrir einn klukkutíma af andlegri handleiðslu frá menntuðum sérfræðingi þarf geðsjúklingur að hósta upp 10-14.000 krónum. Þetta gerir aðeins það að verkum að samfélagið elur af sér enn veikari einstaklinga sem eiga enn verra með það að fóta sig í lífinu, á atvinnumarkaði og skólakerfinu. Þegar fólk hefur ekki efni á mannsæmandi þjónustu við sínum andlegu verkjum og mætir á sama tíma fordómum og sjúkdómahyggju úti í samfélaginu er ekki nema von að fólk loki sig af, bæli niður verkina og leiti sér aldrei viðunandi hjálpar. Hvers vegna er það svo, í háþróuðu nútímasamfélagi íslensku þjóðarinnar sem stærir sig af frændskap og jafnréttisstefnu, að við geðsjúklingarnir njótum ekki sömu réttinda í heilbrigðiskerfinu og þeir líkamlega veiku? Það er óumflýjanlegur sannleikur að íslenska heilbrigðiskerfið er í molum en svo mörg vandamál sem elta hvert annað uppi í endalausri hringrás öryrkjubóta og skriffinnsku, væru leyst með því einu að breyta viðhorfi okkar, og heilbrigðiskerfisins, í garð okkar geðsjúklinganna og jafnvel leysa vandamálin áður en keðjuverkunin fer af stað. Í þáttaröðinni fáið þið að sjá að þrátt fyrir allar okkar hömlur og óútskýranlegu kvilla, því svo takmörkuðum tíma og peningum er eytt í rannsóknir á geðsjúkdómum, erum við bara venjulegir Íslendingar og eigum það skilið að lifa góðu, fullnægjandi lífi. Og við erum fleiri en ykkur myndi nokkurn tímann gruna því andleg veikindi eru leyndarmál í hverri einustu fjölskyldu. Sviptum dulu leyndardómsins og tabúsins af geðsjúkdómum. Komum úr felum og fræðum samfélagið um allt það sem lífið hefur upp á að bjóða, hvernig heilar okkar eru ekki allir stilltir á sömu bylgjulengd og hvernig það getur verið gjöf að upplifa heiminn frá sjónarhorni geðsjúklingsins. Aðeins þá, þegar samfélagið hefur að fullu meðtekið þann sannleik að heilsujafnrétti ætti að ríkja í heiminum og andlegir sjúkdómar metnir á sama meiði og þeir líkamlegu, getum við sameinast sem þjóð og þrýst á heilbrigðiskerfið að taka til í mygluðum skápum sínum. Lofum ekki þættina og gleymum þeim í næstu viku þegar eitthvað nýtt og meira ögrandi fangar athygli okkar. Höldum þessu samtali á lofti þar til eyru allra landsmanna opnast og geðsjúklingar geta frjálsir rætt sín vandamál án ótta við fordæmingu og skömm. Látum það ekki vera til einskis að ég, Ágústa, Brynjar og Bjarney hleyptum ykkur inn í einkalíf okkar og hjörtu heldur verðum reynslunni ríkari, víðsýnni og betri einstaklingar, betri þjóð fyrir vikið. Komum úr felum og munum það að við erum ekki bara geðveik, heldur svo miklu miklu meira. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Nýlega luku þættirnir Bara geðveik göngu sinni á Stöð 2. Í þættinum fékk þjóðin ómetanlegt tækifæri til að skyggnast inn í líf fjögurra ólíkra geðsjúklinga, upplifa sársauka þeirra og sigra, góða daga og slæma. Einn þessara geðsjúklinga er ég. Þegar mér bauðst tækifæri að taka þátt í Bara geðveik, hikaði ég ekki eitt augnablik. Ég ákvað samstundis að taka þátt í þessu krefjandi verkefni – ekki fyrir mína eigin „athyglissýki“ eða „framapot“, heldur vegna þess að síðan ég veiktist og steig fyrstu skrefin í fræðslu og forvarnarstarfi geðsjúkdóma, hef ég átt mér þann draum einan að sjá fullkomið gegnsæi í málum andlegra sjúkdóma sem líkamlegra. Geðsjúklingar eru eins mismunandi og þeir eru margir og þar af leiðandi ómögulegt að setja þá alla í sama sjúkrarúmið. Rétt eins og krabbameinssjúklingar erum við geðsjúklingarnir öll ólíkar manneskjur með ólíka líkama og bregðumst öll á mismunandi hátt við lyfjameðferðum og læknisaðstoð. Samt lenda geðsjúklingar allir neðst í íslenska heilbrigðiskerfinu og helst allir í sama sjúkrarúminu, bókstaflega. Þeir lenda líka neðst í opinberu forvarna- og fræðslustarfi og einkennast verkefni, auglýsingar og birtingarmyndir geðsjúklinga af einni og sömu staðalímyndinni. Þrátt fyrir allt er fólk enn þá dregið í efa með sín andlegu veikindi, alvarleiki þeirra er lítillækkaður og svo virðist sem manneskja þurfi að koma með blæðandi úlnliði, froðufellandi og hárreytandi sig niður á Landspítala til að teljast vera „nógu veik“ til að fá hjálp. Íslenska heilbrigðiskerfið er í besta falli skammarlegt fyrir geðsjúklinga. Vissulega er sérhæfð læknisþjónusta yfirleitt dýrari en rútínuheimsókn á heilsugæsluna en það er sorglegur brandari að sálfræðingar þurfi að starfa utan sjúkratryggingarammans og aðeins örfáir sálfræðingar geta boðið upp á þjónustu sína niðurgreidda. Það er þó kaldur íslenskur raunveruleiki að fyrir einn klukkutíma af andlegri handleiðslu frá menntuðum sérfræðingi þarf geðsjúklingur að hósta upp 10-14.000 krónum. Þetta gerir aðeins það að verkum að samfélagið elur af sér enn veikari einstaklinga sem eiga enn verra með það að fóta sig í lífinu, á atvinnumarkaði og skólakerfinu. Þegar fólk hefur ekki efni á mannsæmandi þjónustu við sínum andlegu verkjum og mætir á sama tíma fordómum og sjúkdómahyggju úti í samfélaginu er ekki nema von að fólk loki sig af, bæli niður verkina og leiti sér aldrei viðunandi hjálpar. Hvers vegna er það svo, í háþróuðu nútímasamfélagi íslensku þjóðarinnar sem stærir sig af frændskap og jafnréttisstefnu, að við geðsjúklingarnir njótum ekki sömu réttinda í heilbrigðiskerfinu og þeir líkamlega veiku? Það er óumflýjanlegur sannleikur að íslenska heilbrigðiskerfið er í molum en svo mörg vandamál sem elta hvert annað uppi í endalausri hringrás öryrkjubóta og skriffinnsku, væru leyst með því einu að breyta viðhorfi okkar, og heilbrigðiskerfisins, í garð okkar geðsjúklinganna og jafnvel leysa vandamálin áður en keðjuverkunin fer af stað. Í þáttaröðinni fáið þið að sjá að þrátt fyrir allar okkar hömlur og óútskýranlegu kvilla, því svo takmörkuðum tíma og peningum er eytt í rannsóknir á geðsjúkdómum, erum við bara venjulegir Íslendingar og eigum það skilið að lifa góðu, fullnægjandi lífi. Og við erum fleiri en ykkur myndi nokkurn tímann gruna því andleg veikindi eru leyndarmál í hverri einustu fjölskyldu. Sviptum dulu leyndardómsins og tabúsins af geðsjúkdómum. Komum úr felum og fræðum samfélagið um allt það sem lífið hefur upp á að bjóða, hvernig heilar okkar eru ekki allir stilltir á sömu bylgjulengd og hvernig það getur verið gjöf að upplifa heiminn frá sjónarhorni geðsjúklingsins. Aðeins þá, þegar samfélagið hefur að fullu meðtekið þann sannleik að heilsujafnrétti ætti að ríkja í heiminum og andlegir sjúkdómar metnir á sama meiði og þeir líkamlegu, getum við sameinast sem þjóð og þrýst á heilbrigðiskerfið að taka til í mygluðum skápum sínum. Lofum ekki þættina og gleymum þeim í næstu viku þegar eitthvað nýtt og meira ögrandi fangar athygli okkar. Höldum þessu samtali á lofti þar til eyru allra landsmanna opnast og geðsjúklingar geta frjálsir rætt sín vandamál án ótta við fordæmingu og skömm. Látum það ekki vera til einskis að ég, Ágústa, Brynjar og Bjarney hleyptum ykkur inn í einkalíf okkar og hjörtu heldur verðum reynslunni ríkari, víðsýnni og betri einstaklingar, betri þjóð fyrir vikið. Komum úr felum og munum það að við erum ekki bara geðveik, heldur svo miklu miklu meira. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun