Þingvallavegur Bjarki Bjarnason skrifar 15. desember 2016 07:00 Á undanförnum misserum hafa Vegagerðin og Mosfellsbær unnið að nýju deiliskipulagi fyrir Þingvallaveg þar sem hann liggur um Mosfellsdal. Verkefnið hefur verið unnið í góðri samvinnu þessara aðila og fulltrúi íbúasamtakanna í Mosfellsdal hefur komið að þeirri vinnu. Niðurstöður liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er lagt til að lögð verði tvö ný hringtorg í Dalnum, undirgöng komi á móts við Laxnes, vegurinn verði breikkaður og fleira gert til að bæta umferðaröryggi.Gamli Þingvallavegurinn Fyrir skemmstu ritaði Guðný Halldórsdóttir, íbúi í Mosfellsdal, tvær greinar í Fréttablaðið um vegamál og setti fram sjónarmið sín sem ganga í aðra átt en rakið er hér að framan. Hún er lítið hrifin af vegabótum í dalnum en leggur til að nýr vegur verði lagður þvert yfir Mosfellsheiði; bendir hún á að þar sé til staðar gamall vegur sem hægt væri að nýta sem vegstæði fyrir þann nýja. Hér er um að ræða veg sem gengur undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn en hann var lagður frá Geithálsi austur að Almannagjá á árunum 1890-1896 undir verkstjórn Árna Zakaríassonar og Einars Finnssonar. Vegurinn var því ekki byggður af Guðjóni Helgasyni snemma á 20. öld, líkt og Guðný segir í blaðagrein sinni, þótt Guðjón hafi vissulega unnið mikið að vegagerð á Mosfellsheiði eftir að hann flutti að Laxnesi árið 1905. Gamli Þingvallavegurinn var mikið framfaraspor á sínum tíma, hann var byggður á hestvagnaöld en nýttist einnig eftir að tímar bílsins runnu upp. Vegurinn var þó aðeins notaður í fáeina áratugi sem aðalleið til Þingvalla því ráðist var í vegagerð norðar á heiðinni fyrir Alþingishátíðina árið 1930. Gamli Þingvallavegurinn var þá fljótlega aflagður og hefur verið spillt til beggja enda en á háheiðinni er hann mjög heillegur á löngum kafla, þar er að finna ýmsar fornminjar, meðal annars hleðslur, vörður, grjóthlaðin ræsi og brýr.Kjarni málsins Það er vel þess virði að taka til skoðunar hugmyndir um nýjan Þingvallaveg á nýjum slóðum. En að minni hyggju er það þó afleit hugmynd að leggja hann ofan á Gamla Þingvallaveginn, sem er einskis nýtur sem vegstæði fyrir nýjan veg, en um leið yrðu merkar menningarminjar eyðilagðar; skynsamlegra væri að friðlýsa þann ágæta veg. Í þessari umræðu er kjarni málsins sá að tillögur um vegabætur í Mosfellsdal eru efst á baugi um þessar mundir. Skipulags- og hönnunarvinna verkefnisins er komin á lokastig og mun brátt verða auglýst opinberlega. Þá gefst öllum kostur á að koma með ábendingar og leggja fram athugasemdir sínar um fyrirhugaðar framkvæmdir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa Vegagerðin og Mosfellsbær unnið að nýju deiliskipulagi fyrir Þingvallaveg þar sem hann liggur um Mosfellsdal. Verkefnið hefur verið unnið í góðri samvinnu þessara aðila og fulltrúi íbúasamtakanna í Mosfellsdal hefur komið að þeirri vinnu. Niðurstöður liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er lagt til að lögð verði tvö ný hringtorg í Dalnum, undirgöng komi á móts við Laxnes, vegurinn verði breikkaður og fleira gert til að bæta umferðaröryggi.Gamli Þingvallavegurinn Fyrir skemmstu ritaði Guðný Halldórsdóttir, íbúi í Mosfellsdal, tvær greinar í Fréttablaðið um vegamál og setti fram sjónarmið sín sem ganga í aðra átt en rakið er hér að framan. Hún er lítið hrifin af vegabótum í dalnum en leggur til að nýr vegur verði lagður þvert yfir Mosfellsheiði; bendir hún á að þar sé til staðar gamall vegur sem hægt væri að nýta sem vegstæði fyrir þann nýja. Hér er um að ræða veg sem gengur undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn en hann var lagður frá Geithálsi austur að Almannagjá á árunum 1890-1896 undir verkstjórn Árna Zakaríassonar og Einars Finnssonar. Vegurinn var því ekki byggður af Guðjóni Helgasyni snemma á 20. öld, líkt og Guðný segir í blaðagrein sinni, þótt Guðjón hafi vissulega unnið mikið að vegagerð á Mosfellsheiði eftir að hann flutti að Laxnesi árið 1905. Gamli Þingvallavegurinn var mikið framfaraspor á sínum tíma, hann var byggður á hestvagnaöld en nýttist einnig eftir að tímar bílsins runnu upp. Vegurinn var þó aðeins notaður í fáeina áratugi sem aðalleið til Þingvalla því ráðist var í vegagerð norðar á heiðinni fyrir Alþingishátíðina árið 1930. Gamli Þingvallavegurinn var þá fljótlega aflagður og hefur verið spillt til beggja enda en á háheiðinni er hann mjög heillegur á löngum kafla, þar er að finna ýmsar fornminjar, meðal annars hleðslur, vörður, grjóthlaðin ræsi og brýr.Kjarni málsins Það er vel þess virði að taka til skoðunar hugmyndir um nýjan Þingvallaveg á nýjum slóðum. En að minni hyggju er það þó afleit hugmynd að leggja hann ofan á Gamla Þingvallaveginn, sem er einskis nýtur sem vegstæði fyrir nýjan veg, en um leið yrðu merkar menningarminjar eyðilagðar; skynsamlegra væri að friðlýsa þann ágæta veg. Í þessari umræðu er kjarni málsins sá að tillögur um vegabætur í Mosfellsdal eru efst á baugi um þessar mundir. Skipulags- og hönnunarvinna verkefnisins er komin á lokastig og mun brátt verða auglýst opinberlega. Þá gefst öllum kostur á að koma með ábendingar og leggja fram athugasemdir sínar um fyrirhugaðar framkvæmdir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun